Ozzy Osbourne
John Michael Osbourne er fæddur 3 desember 1948 á 14 Lodge Road í Aston, Birmingham. Hann bjó þar sem var eitt sinn(og er ennþá í dag) fátækasta hverfinu í Birmingham. Fjölskyldan hans var bara ein af mörgum fjölskyldum sem bjuggu þarna á svæðinu og lifðu á takmörkuðum peningum. Þar sem hann var eitt af sex börnum sem bjuggu í 2 herbergja húsi þá var uppvaxtar árin hans mjög erfið. Mamma hans vann í Luke’s bílapartaverksmiðju og pabbi hans vann í vöktum sem fær vélatóla stjórnandi og stýrði frekar fjölmennu Osbourne fjölskyldunni með járnhendi.
Ozzy var í King Edward VI grunnskólanum fyrir drengi á Frederick Road í Aston, Birmingham. Þar sem hann var þekktur sem mikill uppreisnarmaður í skólanum og ekki mjög elskaður af kennurunum, þá sýndi hann áhuga og hæfileika til að leika og syngja í skólanum. En önfortjúnattlí þá leiddi þetta til þess að krakkarnir fóru að stríða honum og kölluðu hann “Ozz-brain” sem er komið af eftirnafninu hans og það var síðan Ozzy eins og hann er þekktur í dag. En einn af þeim leiðinlegustu og þeim sem voru alltaf að stríða honum var Anthony Iommi sem síðar átti eftir að breyta lífi hans.
Ozzy hætti skóla 15 ára og hafði engan pening, var í mörgum vinnum og engin af þeim sem honum líkaði í langan tíma. Þar á meðal lærlingur hjá pípara, verksmiðjuvinnu, og meiri segja að slátra dýrum fyrir slátrara í Digbeth. Þar sem hann leitaði að meiri pening þá lenti hann í vandræðum og var tekinn fyrir að brjótast inn og ræna búð. Ozzy var kærður fyrir þjófnað og gat ekki borgað skaðabætur og var sendur Birminghams fræga fangelsi Winson Green fangelsi í nokkrar vikur. Eftir að hann var látinn laus þá hafði það greinilega engin áhrif á hann og hann lenti aftur strax í vandræðum. Eina sem hafði góð áhrif á hann í ‘60s var að hlusta á Bítlana í útvarpinu og hugsa að hann vildi verða andvinnu söngvari.
Tony Iommi
Anthony(Tony) Iommi er fæddur 19 febrúar, 1948 og bjó á Park Lane í Aston Birmingham. Hann fór í sama skóla og Ozzy en þótt að þeir þekktust kom þeim ekki vel saman. Tony Iommi fór að spila á gítar eftir að hafa heyrt í The Shadows og brátt varð gítarleikarinn í The Shadows, Hank Marvin fyrirmynd hans. 1963, meðan hann var ennþá í skóla stofnaði hann sína fyrstu hljómsveit, The Pursuers. Eftir að hafa klárað skóla, eins og margir vinir hans byrjaði hann í verksmiðjuvinnu en hætti samt ekki að vonast til þess að verða pró gítaristi.
Næsta hljómsveit Tony Iommi’s var The Rockin Chevrolets þar sem aðrir meðlimir voru Neil Cressin, gítarlikarinn Alan Meredith, trommarinn Pet Degg og bassaleikarinn Dave Wheddley. The Rockin Chevrolets spilaði á hverrir helgi í Bolton Pub í Small Heath og voru brátt að fá fleiri bókanir. Hæfileikar Tony Iommi’s sáust greinilega þegar hann tók einhver gítarsóló og áhorfendurnir trilltust.
Loksins voru The Rockin Chevrolets boðið strarf í Þýskalandi og þar sem Tony Iommi hélt að þetta yrði stóra tækifærið hans, þá hætti hann í verksmiðjuvinnunni og ætlaði að fara að vinna í fullu starfi að hljómsveitinni. Síðasta daginn í vinnunni þá lenti hann með hendina í vél sem hann vann við og missti tvo fingur. Þar sem hann hélt að gítarferill sinn myndi enda þá hélt hann að hann myndi aldrei spila aftur. Einn vinur hans gaf honum plötu með Django Reinhardt, heimsfrægan djassleikara sem missti nokkra putta þegar hann var ungur í eldi. Tony Iommi fékk mikla von við að heyra þessa plötu og þá datt honum í hug að setja plaststykki framan á puttana svo hann gæti þrýst á strengina en núna er hann með sérhönnuð plaststykki. Loksins í gegnum mikla erfiðsvinnu og sársauka þá var hann byrjaður að spila aftur á gítarinn.
Bill Ward
William(Bill) Ward var fæddur 5. maí 1948 í Aston, Birmingham og bjó á Witton Lodge Road. Hann lærði að spila á trommur frekar ungur og þegar hann var orðinn unglinur þá var hann strax byrjaður að spila í hljómsveit í skólanum. Bill Ward varð fyrir áhrifum af jazz trommurum á þeim tíma eins og Buddy Rich og Gene Krupa. Hann byrjaði í hljómsveit sem hét “The Rest” með nokkrum vinum og hélt áfram í hljómsveitinni eftir skólann líka. Eins og margar hljómsveitir þá fóru og komu margir í hljómsveitinni en svo var ákveðið að hafa Tony Iommi sem aðal gítarleikara 1965. Á meðan kom “The Rest” fram á mörgum stöðum í Birmingham og nálægt og það var ólíklegt að tveir úr hljómsveitinni myndu halda áfram saman.
Á meðan þá hélt Ozzy áfram í að reyna að vera söngvari og í byrjun 1970 þá byrjaði hann í hljómsveit sem hét “The Approach”. Hann hafði þegar smá reynslu af því að syngja, því hann hafði sungið smá með hljómsveitinni “The Music Machine” þegar þeir þurftu einhvern til að koma í staðin þegar söngvarinn þeirra var veikur. Jeff Hibbard var gítarleikarinn fyrir “The Approach” og hann man eftir því að hafa farið með Ozzy í strætó í George Clays tónlistarbúðina á Broad Street. Jeff keypti sér Vox Conquerer gítarmagnara meðan Ozzy keypti sér Vox.P.A. hátalara með míkrafón með pening frá pabba sínum.
The Approach æfði sig í Aston kirkju í kjallara þar sem þeir spiluðu R&B cover eins og Knock On Wood og Midnight Hour, stundum fyrir framan lítinn áhorfenda hóp og vini. En Ozzy kom ekki vel saman með hinum meðlimunum og hætti áður en þeir náðu að spila almennilega með áhorfendur. Honum datt í hug að setja auglýsingu á plötu búð í nágreninu: “OZZY ZIG – VOCALIST – LOOKING FOR A BAND – OWNS OWN P.A.”. Það dróg athyglina hjá nýrri hljómsveit sem hét Rare Breed sem gerði Ozzy strax að söngvaranum. Hljómsveitin hafði verið sett saman af gítarleikaranum Roger Hope og Terence Butler sem bjuggu nálægt húsinu hans Ozzys.
Geezer Butler
Terence(Geezer) Butler var fæddur 17. júlí 1949 í Birmingham og var snemma kallaður Geezer. Hann byrjaði að spila á gítar þegar hann var unglingur og byrjaði á rythm gítar fyrir um 6 mánuðum áður en hann stofnaði Rare Breed. Hljómsveitin spilaði reyndar nokkrum sinnum með Ozzy áður en hljómsveitin hætti útaf því að hinir gaurarnir í hljómsveitinni vildu ekki hætta vinnunni sinni og vinna í hljómsveitinni á fullu. Geezer Butler skipti úr rythm gítarnum yfir í bassann eftir að hafa verið inflúensaður af bassaleikaranum í Cream, Jack Bruce. Þar sem Geezer hafði ekki efni á að kaupa sér bassa þá tók hann tvo strengi af gítarnum og endurtjúnaði hann.
Í byrjun 1968, Tony Iommi hætti í The Rest og náði að komast í hljómsveitina Mythology. Og seinna kom Bill Ward sem Tony Iommi mældi með. Tony Iommi var á þessum tíma búinn að þróa meiri blúslegan gítarstíl sem hafði ströng Jimi Hendrix áhrif. Hljómsveitin spilaði á þessum tíma þyngri tónlist eins og The Yardbirds og Cream. Hljómsveitin fékk ekki mikla athygli í Birmingham en gengu frekar vel í Carlisle þar sem allir hljómsveitarmeðlimirnir bjuggu í sömu íbúð.
Mythology hafði leyst upp í lok 1968, svo að Tony Iommi og Bill Ward ákveðu að stofna nýja blús hljómsveit. Tony og Bill þekktu báðir Geezer Butler og buðu honum að spila með þeim sem bassaleikara. Geezer stakk uppá að þeir skyldu prófa fyrverandi hlómsveitarmeðlim sinn Ozzy Osbourne. Tony Iommi líkaði það ekki mjög þegar hann fattaði að þetta var sami Ozzy og sá sem hann hafði verið að stríða í grunnskóla og var fyrst ófús að hafa hann í hljómsveitinni. Til að gera hluti verr, þá ákváð Ozzy að raka allt hárið af sér. Síðan kom saxafón leikarinn Alan Clarke og gítarleikarinn Jim Philips og skírðu þeir sig The Polka Tulk Blues Band.
Eftir stuttan tíma þá föttuðu þeir að The Polka Tulk uppröðunin virkaði ekki alveg. Þungi blús gítarinn gaf öðrum gítarleikaranum og saxafón leikaranum lítið pláss. Hljómsveitin leystist upp og það var stofnuð ný hljómsveit sem kölluðu sig Earth og það voru bara strákarnir okkar úr Black Sabbath. Tony Iommi efaðist uppröðunina og fór í aðra hljómsveit sem hét Velvet Fogg áður en hann fór í Jethro Tull og hann var þar nógu lengi til að geta verið í myndinni “Rock & Roll Circus”.
Í 1969 voru hljómsveitir einsog Deep Purple og Led Zeppelin að fá athygli frá tónlistarblaðamönnum og almenningi. Það var aðallega útaf háu tónlistinni og Earth fékk bráðum athygli fyrir háa tónlist. Það var dáldið vandamál fyrir hljómsveitina að fá að spila á klúbbum og pubbum því að það var mest allt af pop tónlistarfólki.
Einu sinni átti Earth að spila á klúbb í Birmingham meðan hljómsveitin var að gera sig klárt þá var allt í einu sagt að áhorfendurnir hlökkuðu til að heyra í nýju smáskífunni þeirra. En þeir höfðu samt ekki tekið neitt upp, hljómsveitin sagði þetta við club managementið og þeir höfðu þá greinilega rugglast á aðrari hljómsveit sem hét það sama og var á top listanum. Eftir að þeir höfðu spilað þarna voru áhorfendurnir óánægðir og þeima var eiginlega bannað að spila þarna aftur.
Jim Simpson var vel þekktur tónlistarmaður og umboðsmaður í Birmingham. Hann var umboðsmaður og trompet leikari hljómsveit hans Locomotive sem hafði einhverja lítil hit. Jim Simpson hafði opnað nýjan klúbb á horninu á Hill Street og Station Street sem var kallað Henry’s Blues House. Led Zeppelin var ein af fyrstu hljómsveitunum sem voru að spila þarna og hljómsveitarmeðlimirnir í Earth fannst þett gott tækifæri þannig að þeir spurðu hvort þeir gætu spilað þarna. Jim Simpson var einmitt þá umboðsmaður fyrir Bakerloo Blues Line og Tea & Symphony. Earth vantaði greinilega umboðsmann sem skyldi tónlistina þeirra svo að hann leifði þeim að hita upp fyrir hljómsveit sem hét Ten Years Later sem þá var að spila þarna. Þetta gekk frekar vel svo að hann ákváð að gerast umboðsmaður þeirra
Það var hópur af satanistum sem vildu að þeir spiluðu á árlegu hátíðinni þeirra á stonehenge en þeir neituðu kurteisislega og þá hafði greinilega leiðtoginn í hópnum lagt álög á þá. Hræddir um lífs sitt þá bað Ozzy, pabba sinn um að búa til járnkrossa fyrir alla meðlimina til þess að vera með sem vörn gegn illu. Krossarnir urðu að velþekktu merki Black Sabbath’s en Tony Iommi segir að þessir krossar hafi enga trúarlega meiningu fyrir þá heldur að þeir séu bara hljómsveit sem spilar þunga tónlist.
Til að forðast vandræði í framtíðinni ákvað hljómsveitin að endurskýra sig. Geezer Butler kom með uppástunguna Black Sabbath eftir að hafa séð bíómyndaplakatauglýsingu og sú tillaga var samþykkt. Á þessum tíma fór hljómsveitin að semja sitt eigið dót mest af því kom af gítar og bassa riffunum sem Geezer og Tony sömdu. Saman með frábæra söng Ozzy’s og mönguðu trommurnar hjá Bill Ward bjó til ótrúlegt hljóð sem passaði við nafnið og útlit þeirra. Þetta var hljóð sem myndi hafa áhrif á margar hljómsveitir í mörg ár.