Cliff Burton Hér er grein um meistarann og bassagoðið Cliff Burton.
Ég vil einnig taka það fram að þetta er mín fyrsta grein þannig að skítköst eru afþökkuð en ábendingar eru velkomnar. Afsakið stafsetningarvillur.

Cliff Burton fæddist 10. febrúar 1962 í San Francisco. Hugmyndir hans, ímynd og framkoma fékk hann frá foreldrum sínum sem hann lýsti sem “hippie parents”. Hann byrjaði að spila á bassa árið 1976, og stuttu seinna gekk hann til liðs við bandið EZ Street. Þegar næsta hljómsveit Burtons, Trauma, spilaði á staðnum “Wiskey” í ágúst 1982 voru Lars Ulrich og James Hetfield á staðnum. Þeir voru gjörsamlega gapandi yfir hæfileikum Cliffs og Lars reyndi næstu mánuðina að reyna að sannfæra hann að ganga til liðs við Metallica. Burton gaf þeim tvo kosti, annað hvort myndi Metallica flytja frá Los Angeles til San Francisco og hann yrði með annars yrði hann ekki með. Flutningur Metallica frá L.A. til San Francisco sem var meira metall svæði var stór þáttur í því að Metallica myndi ná árangri. Hin mikla dýpt og persónuleiki Burtons endurspeiglaðist í þrem fyrstu plötum Metallica, Kill ‘em all, Ride the lightning og Master of puppets. Meistaraverk Burtons er án efa lagið Orion þar sem dýpt Burtons í bassasólóinu í miðjunni er ótruleg. En afmælisdaginn minn 27. september 1986, þegar þeir á tónleikaferð um heiminn voru þeir staddir í rútunni þeirra í Svíþjóð að túra. Cliff og Kirk Hammet höfðu dregið spil og sá sem fengi hærra myndi sofa í efri kojunni. En því miður dró Cliff hærra spilið því að um nóttina veltist rútan niður brekku. Og því miður lenti Cliff í því að skjótast út um gluggann og kremjast undir rútunni. Áður enn hann dó skrifaði hann ljóð sem hljómar svona
“When a man lies he murders some part of the world
These are the pale deaths which men miscall their lives
All this i cannot bear to witness any longer
Cannot the kingdom of salvation take me home”
Þetta ljóð má heyra í laginu "To live is to die af …And justice for all.

Arfleið Burtons til bassaleikara er mikil og enginn bassaleikari hefur ennþá fyllt hans skarð í metall heiminum en með komandi tímum mun það verða að betri bassaleikari komi á sjónarsviðið og Cliff Burton mun gleymast að eilífu.

Heimildir: Metallica bass Riff by Riff og www.lut.fi/~mega/muzac/burton.html
Mynd: overkill.superhost.pl
Váv.