Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndir. Það kom því ekki á óvart að hátíðin var tilnefnd til Live Entertainment Awards verðlaunanna í flokknum Most Outstanding Festival í Þýskalandi í byrjun 2006. Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að um 500 tónlistarhátíðir eru haldnar í Þýskalandi á ári hverju, en aðeins þrjár aðrar hátíðar voru tilnefndar ásamt Wacken.
Hópferð á Wacken - Mekka Metalsins
RestingMind Concerts hefur haldið utan um hópferð Íslendinga á þessa hátíð síðustu tvö árin þar sem farið er frá Kaupmannahöfn með rútu beint á Wacken svæðið. Í hitteðfyrra nýttu 25 metalhausar sér þessa ferð og í fyrra var hópurinn kominn upp í 40 manneskjur!
RestingMind ætlar að endurtaka leikinn í sumar, enda hafa náðst samningar við veðurguðina um alveg einstakt veður í ágúst Alveg satt!
Metþátttaka
Það gerðist svo fyrir 1-2 vikum síðan að eftir að 41 íslendingur hafði skráð sig í þessa ferð (sem er met) að þær rútur sem teknar höfðu verið frá fyrir ferðina voru orðnar fullar. Uppselt!
Það er samt þannig með svona rútuferðir að alltaf er hægt að bæta við rútum ef að viss fjöldi af fólki bætist við (þannig að auka rúta borgi sig), þannig að Restingmind hefur haldið áfram að taka við pöntunum í þennan pakka og eins og staðan er núna eru 9 manns búin að skrá sig á biðlista og vitað er um áhuga fleiri sem ekki hafa skráð sig formlega.
Það þýðir að 50 Íslendingar ætla á þetta festival í ár, sem hlýtur að vera met!!
Eftirtaldar hljómsveitir eru staðfestar fyrir festivalið núna í ár enn sem komið er, en það eiga eflaust eftir að bætast við fleiri á næstu mánuðum, ef eitthvað er að marka fjölda hljómsveita í fyrra.
Aborted
Amon Amarth
Arch Enemy
Atheist
Battlelore
Bloodthorn
Born From Pain
Caliban
Carnivore (bandið sem Peter Steele úr Type o Negative var í áður en hann stofnaði ToN)
Celtic Frost
Children Of Bodom
Danko Jones
D'espairs Ray
Die Apokalyptischen Reiter
Ektomorf
Emperor
End Of Green
Fear Factory
Finntroll
Fleshgore
Gamma Ray
Herman Rarebell
In Extremo
Korpiklaani
Krieger
Lake Of Tears
Mambo Kurt
Metal Inquisitor
Ministry
Morbid Angel
Motörhead
Msg
Mystic Circle
Nevermore
Nocturnal Rites
Opeth
Orphaned Land
Primal Fear
Rose Tattoo
Scorpions
Six Feet Under
Soilwork
Soulfly
Subway To Sally
The Dogma
Uli Jon Roth
Victory
Vreid
We
Whitesnake
Wintersun
Aldeilis fínt line-up sem dekkar svotil allar tegundir þungarokksins.
Verðið
Boðið er uppá einn sameiginlegan pakka fyrir bæði rútuna til Wacken og miðann inná festivalið. Rútuferðin í Danmörku er skipulögð af Nordic Rock Booking, og stendur einnig Dönum til boða, þannig að það verða eldhressir Danir með í rútunni til og frá Wacken.
Verðið sem þetta kostar allt saman er 1350 krónur danskar. Þar sem þið borgið mér í íslenskum krónum auðvitað, verðið þið að margfalda þetta með sölugengi þess dags sem þið borgið þetta. Ekki kaupgengi, heldur sölugengi (sem er því miður hærra, en ég þarf einnig að yfirfæra á því þegar ég borga danska aðilanum) og við erum að tala um almenna gengið, ekki seðlagengi eða tollgengi. Almenna gengið er það sem er oftast tekið fram í blöðunum og á forsíðum á heimasíðum bankanna.
Eins og staðan er í dag, 5. maí er gengið í 12,28 ISK og það þýðir að ferðin er á 1350*12,28 = 16.578 kr.
Ég er hjá landsbankanum, þannig að ég miða við gengið sem þeir birta, sjá: http://www.landsbanki.is
Deadline fyrir borgun er 2. júní.
Nánari upplýsingar og skráning
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorsteini Kolbeinssyni.
MSN: restingmind “at” msn.com
Email: thorsteinn “at” restingmind.com (nota það frekar en msn meilinn)
Sími: 557-5599 og 823-4830
Ef menn vilja skrá sig, þá senda menn email á mig með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn
Heimilisfang, póstnr og staður
Kennitala
Heimasími og GSM
Email og
MSN login (ef annað en email)
Fjölmennasta hópferð á metalfestival 2006??
Ef frá er talnar ferðir á almenn tónlistarfestivöl eins og Hróarskeldu og Leeds/Reading, er Restingmind ekki kunnugt um að önnur rokk/metal festivöl muni fá jafn marga íslendinga í heimsókn í sumar. Alveg frábært!!
Ef menn eru í einhverjum hugleiðingum um að fara á þetta festival en hafa ekki skráð sig, er ekki ráðlegt að bíða mikið lengur.
Þorsteinn Kolbeinsson
RestingMind Concerts
http://www.restingmind.com
Resting Mind concerts