Hljómsveitin My Dying Bride var stofnuð í Bretlandi árið 1990. Á tíunda áratugnum var My Dying Bride hluti af því sem gekk undir nafninu “death/doom Peaceville three” ásamt Paradise Lost og Anathema. Tónlistin þeirra er karakteruð á rómantík, sensual og með svakalega athygli á atmospheric smáatriðum. Fyrstu demóin voru mjög lík venjulega death metal stílnum að því undanskyldu að tónlistin var mun hægari. Samt sem áður voru notaðar fiðlur og hljómborð á fyrstu lp plötunni sem bar heitið As The Flower Withers. Turn Loose The Swans byggði á því líka, en það var smá munur á þeirri plötu. Þar var bæði sungið með clean rödd og death gunt, og þar að auki var lead fiðla í nokkrum lögum. Á The Angel And The Dark River hvarf gruntið og það varð meiri gothic fílingur í tónlistinni.

Hin mjög svo tilraunakennda plata 34.788%… Complete var að margra mati skömmustulegur útúrdúr. Öll platana, nema kannski lagið Base Level Erotica, var mjög ólík fyrri verkum My Dying Bride, bæði tónlistarlega og textalega séð.
The Light At The End Of The World var hinsvegar í sama stíl og fyrri verk hljómsveitarinnar, en fékk lélega dóma frá gagnrýnendum. Eftir útgáfuna á þessari plötu fór hljómsveitin í hálfgerða pásu og gaf út Meisterwerk I og Meisterwerk II. Þær eru sambland af best-of plötum og sjaldgæfum útgáfum og voru ekki gerðar fyrir neinn ákveðinn hlustendahóp.

Það var ekki fyrr en árið 2001 með útgáfu á plötunni The Dreadful Hours sem að þeim tókst að vinna aftur aðdáendur. Það var meiri framtíð fyrir tónlistina á þessari plötu en á The Light At The End Of The World, en hún var þó með þetta sérstaka MDB sound. The Dreadful Hours var mjög dökk tónlistarlega séð, en asmt langt frá því að vera jafn dökk og fyrstu tvö demóin. Árið 2004 kom platan Songs Of Darkness, Words Of Light út. Á þeirri plötu var hljómsveitin ennþá að fínpússa soundið sitt. Þar sem þessi plata var mjög einstök viðbót við tónleika sveitarinnar bættist við ný kynslóð af aðdáendum.

Árið 2004 gaf Peaceville, plötufyrirtæki þeirra, út digi-pack með sjaldgæfum lögum, þar á meðal live flutningi, remixum og demóum. Árið 2005 kom svo út best-of platan Anti-Diluvian Chronicles á 3 diskum með 30 lögum.

My Dying Bride fór í tónleikaferðalag um Bretland í nóvember árið 2005 og spiluðu meðal annars í London Astoria og Bradford Rio. Veturinn 2005/2006 eyddi hljómsveitin í að semja nýtt efni fyrir næstu stúdíó plötu sem átti að taka upp í apríl 2006.


Meðlimir:
Núverandi meðlimir:
Aaron Stainthorpe - Söngur (1990-)
Shaun Taylor-Steels - Trommur (1998-)
Adrian Jackson - Bassi (1990-)
Hamish Glencross - Gítar (1999-)
Andrew Craighan - Gítar (1990-)
Sarah Stanton - Hljómborð (2002-)

Fyrrverandi meðlimir:
Martin Powell – Hljómborð, fiðlur (1992-1998)
Yasmin Ahmed - Hljómborð (1998-2002)
Calvin Robertshaw - Gítar (1990-1999)
Bill Law - Trommur (1998-1999)
Rick Miah – Trommur (1990-1997

Útgáfur:
Demó, smáskífur og ep:
(1990) Towards the Sinister (demo)
(1991) God Is Alone (7“)
(1991) Symphonaire Infernus Et Spera Empyrium (EP)
(1992) The Thrash of Naked Limbs (EP)
(1993) Unreleased Bitterness (7”)
(1994) I Am the Bloody Earth (EP)
(1994) The Sexuality of Bereavement (7")

Geisladiskar:
(1992) As the Flower Withers
(1993) Turn Loose the Swans
(1995) The Angel and the Dark River
(1996) The Angel and the Dark River / Live at the Dynamo
(1996) Like Gods of the Sun
(1998) 34.788%… Complete
(1999) The Light at the End of the World
(2001) The Dreadful Hours
(2004) Songs of Darkness, Words of Light

Compilations:
(1994) The Stories (Boxset of 3 EPs)
(1995) Trinity (Compilation of 3 EPs)
(2000) Meisterwerk 1 (compilation)
(2001) Meisterwerk 2 (compilation)
(2002) The Voice of the Wretched (live)
(2005) Anti-Diluvian Chronicles (3CD, compilation)

Aðrar útgáfur:
(1997) For Darkest Eyes (VHS)
(2002) For Darkest Eyes (DVD)
(2004) For Darkest Eyes (Re-issued breytt cover, DVD)
(2005) Sinamorata (DVD)