Er nú komin í dreifingu hjá 12 Tónum.
Fréttatilkynning frá 12 Tónum:
Sólstafir - “Masterpiece of Bitterness”
Spikefarm Records 2005 (Naula 072)
Hin framsækna þungarokkssveit Sólstafir sendu seint á síðasta ári frá sér plötuna ‘Masterpiece of Bitterness’ hjá finnsku útgáfunni Spikefarm. Það er skemmst frá því að segja að platan hefur fengið hreint frábæra dóma og því gleðitíðindi að hún sé loksins fáanleg á Íslandi.
Að lýsa tónlist Sólstafa er ekki auðvelt en þýska tónleistarsíðan Metalnews.de nær því kannski best með því að líkja þeim við Sigur Rós að leika þungarokk (“Sigur Rós goes metal!). Annars má segja að um sé að ræða draumkennt sýrurokk með mjög svo þungri undiröldu.
Sólstafir hafa annars starfað saman síðan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin gaf út sitt fyrsta efni í maí 1995 og ári seinna kom út fyrsta plata hennar “Til Valhallar” á vegum View Beyound Records. Platan fékk frábærar viðtökur hjá jaðarrokksenunni og hlaut góða dóma. Árið 1999 gerðu Sólstafir útgáfusamning við þýsku útgáfuna Ars Metalli Records sem gaf út plötuna “Í Blóði og Anda” (einnig þekkt sem “In Blood and Spirit”) árið 2002 eftir miklar tafir. Stuttu eftir útgáfu plötunar fór þýska útgáfan á hausinn.
2002 var tekið upp nýtt efni sem var gefið út af Ketzer Records í samvinnu við Neodawn Production, reyndist það vera stuttskífan “Black Death” sem er nú safngripur enda gefin út í 500 númeruðum eintökum og seld í forsölu
“Til Valhallar” og “Í Blóði og Anda” voru síðan endurútgefnar í Rússlandi 2003 og 2004 af Oskorei Productions. “Til Valhallar” var þá einnig endurtónjöfnuð og með aukalögum og endurgerðu umslagi.
Það var síðan árið 2004 að nýtt efni var hljóðritað og barst það til eyrna finnsku útgáfunnar Spikefarm Records sem er eitt stærsta útgáfufyrirtæki á sviði þungrokks í Evrópu. Það var svo í desember 2005 sem verkið “Masterpiece of Bitterness” kom út og það má með sanni segja að Sólstafir séu nú í hópi framsæknari hljómsveita Íslands og fremstir meðal jafningja á sínu sviði.
Sólstafir - “Masterpiece of Bitterness”
1. I Myself the Visionary Head
2. Nature Strutter
3. Bloodsoaked Velvet
4. Ljósfari
5. Ghosts of Light
6. Ritual of Fire
7. Náttfari
Sólstafir eru:
Aðalbjörn Tryggvason – Gítar og söngur
Guðmundur Óli Pálmason - Trommur
Svavar Austman - Bassi
Sæþór M. Sæþórsson - Gítar
Nokkur dæmi um þá frábæru dóma sem
“Masterpiece of Bitterness” hefur hlotið:
Rock Hard 8/10
Feindesland.de 15/15
Soundi Web 4/5
Subterra 9/10
Imhotep 8/10
Sonos Metallicos 4/5
Metalnews.de 7/7
Walls of Fire 5/5
Lords of Metal 94/100
Bloodchamber.de 10/10
Metal1.info 8/10
Metal.de 10/10
Metal-dungeon.de 9/10
Metal-reviews.de 11/13
Metalius.de 10/10
Shockmagazin.hu 10/10
Bleeding for Metal 9/10
Inferno Magazine 9/10
Metal Observer 9.5/10
Deadfall.org 10/10
Legacy 15/15
Ancient Spirit Mag. 12/12
Heimasíður Sólstafa: www.solstafir.com www.myspace.com/solstafir
Spikefarm Records: www.spinefarm.fi