Slipknot
Slipknot var stofnað seint árið 1995 í Des Moines, Iowa; og eftir nokkrar breytingar á starfsliðinu, varð níu-liða uppröðin svohljóðandi: Sid Wilson DJ, trommarinn Joey Jordison, bassaleikarinn Paul Grey, slagverksleikarinn Chris Fehn, gítarleikarinn James Root, samplarinn/forritarinn Craig Jones, slagverksleikarinn Shawn “Clown” Crahan, gítarleikarinn Mick Thompson, og aðalsöngvarinn Corey Taylor. Tónlistarsenan í Des Moines var ekki mikil, og aðalmetnaður bandsins var yfirleitt mattaður af vantrú og skopi, sem aflaði upphaflega neistann fyrir mest ónafngreindum sviðsframkomum þeirra. Á Hrekkjavökunni 1996, gáfu Slipknot út sjálfir plötuna Mate.Feed.Kill.Repeat (M.F.K.R), sem byrjaði að byggja “buzz” í kringum grúppuna þegar hún fann sína leið til margra “labela”. Platan fór um og náði athygli Roadrunner Records, sem gerðu samning við Slipknot árið 1997. Ásamt Ross Robinson, tóku Slipknot upp opinberu frumraun þeirra, “Slipknot”, sem var gefin út árið 1999. Þeir rólega byggðu upp aðdáendahóp í gegnum nær viðstöðulausar tónleikaferðir, og unnu upp leiðina upp að Ozzfest-tónleikunum, sem virkilega víkkaði aðdáendahópinn þeirra. Tónleikarnir þeirra voru mikið rökræddir á milli metal-aðdáenda, og bandið spiluðu af svo miklum krafti að Crahan reif upp höfuðleðrið á hans eigin trommusetti tvisvar það sumar, svo að hann þurfti sauma í bæði skiptin. Lögin “Wait and Bleed” og “Spit It Out” hjálpuðu bandina að fá smá útvarpstíma, en mesti “buzz”inn kom á tónleikaferðalögum. Loksins, árið 2000 varð “Slipknot” platinum-plata; fyrsta platinum-platan í sögu Roadrunner.

Spennan fyrir næstu plötu Slipknot var áköf, og margir spáðu henni sigri í þungarokksheiminum; en vegna mikillar samkeppni þá viku, varð önnur áreynsla bandsins, “Iowa”, til lítilla vonbrigða er hún var gefin út 2001. Fleiri tónleikaferðir komu í kjölfarið, ásamt öðru og stærra hlutverki á Ozzfest það sumar. Eftir nokkrar tónleikaferðir tóku Slipknot hlé á meðan meðlimirnir unnu að öðrum verkefnum. Bandið stofnaði sitt eigið “label”, “Maggot Recordings”, og gerðu samning við bandið Downthesun, þar sem aðalsöngvarinn hafði verið tæknimaður Chrahans. Wilson byrjaði að DJ-ja undir nafninu DJ Starscream, og Root og Thompson báðir unnu að sóló hlutum. Jordison vann með grúppu sm var kölluð The Rejects, þar sem hann var lengi vel gítarleikari. Taylor stofnaði band kallað Superego og gaf sóló lagið “Bother” sem framlag til myndarinnar Spider-Man árið 2002. “Gítarleikarinn” Joey Jordison og gítarleikari Static-X, Tripp Eisen, stofnuðu bandið The Murderdolls ásamt söngvara Wednesday 13…Wednesday 13 :D, á meðan Taylor endurvakti gamla bandið hans, Stone Sour, og gaf út plötu.

Þegar vetur gekk í garð hafði Slipknot ekki enn komið saman og Taylor skrifaði athugasemdarbréf á síðu bandsins um að þeir hefðu ekki talast í marga mánuði, og að þeir ættu frekar að hætta alveg heldur en að verða “næstu Gwar”. Þessi athugasemd neistaði litla fljótleysna deilu á milli Taylor og aðalsöngvara Gwar, Oderus Urungus, en senti samt marga “maðkana” (aðdáendur Slipknot, hugmynd Joeys) í spunaflug. Snemma árið 2003, hafði Taylor tekið athugasemdina til baka, og kynnti áætlunina fyrir nýju plötu Slipknot. Í ágúst hafði allt liðið safnast saman og tekið sinn skerf af sál Iowa með þeim til Los Angeles, þar sem þeir byrjuðu að vinnað að plötunni ásamt fræga, skeggjaða galdramanninum Rick Rubin. “Pulse of the Maggots” kom á sjónarsviðið snemma árið 2004 sem takmarkað niðurhal; og á eftir því fylgdi fullur lagalisti fyrir "Vol. 3: [The Subliminal Verses], sem var gefin út í maí. Þá hófu Slipknot stutta tónleikaferð sem upphitun fyrir tónleikana sem fylgdu Ozzfest-hátíðinni það sumar. Grúppan fullhannaði líka þriðju kynslóðina af frægu grímunum þeirra. 25. Maí var Sublimnal Verses loksins gefin út, sem skapaði hið venjulega háhreysti af frábærum fagnaðarlátum og trylltri reiði.

-Haukur Hannes Reynisson