Þeir spila tónlist sem er undir miklum áhrifum frá böndum eins og Black Sabbath, Corrosion of Conformity, Kyuss og fleiri Stoner og Doom Metal/Rock böndum en sjálfir segja þeir að tónlistin þeirra sé einhvers staðar á línunni milli Rokks og Metals, en ég vil þó meina að þetta sé mun meira Metal en Rokk. Þeir vilja ekki setja sig undir einhverja eina stefnu, heldur finnst þeim að hljómsveitin eigi bara að vera það sem hún er og hvað það sem þeir vilja spila sé tónlistin þeirra, þeir vilja s.s. ekki að stefnur bindi sig (eins og mörg önnur bönd segja reyndar). Ef ég ætti að setja þá undir einhverja eina stefnu væri það líklegast Stoner Metal en þeir hafa líka dálítinn suðurríkja Sludge og Doom keim. Sjálfir segja þeir:
“I never wanted to be a doom band. I never wanted to be in a stoner band,” Prifogle [trommarinn] says. “I mean, I love Black Sabbath. I learned how to play drums listening to that stuff. That stuff is always in my head. But I never want us to get pigeonholed into one category. I’m proud to be listed in the doom category, but we listen to so much stuff that I don’t think it’s a good label. We’re not necessarily a stoner-rock band.”
“Well,” another band member says, “we are stoners and we do rock.” The others nod in agreement.
Þeir eru núna að gefa út sína aðra breiðskífu, sem ber nafnið Cash is King en árið 2003 kom fyrsta platan út, en hún hét Thirty Pieces of Silver og það hefur verið ein af mínum uppáhalds plötum alveg síðan ég heyrði hana fyrst enda er hún tær snilld alveg í gegn.
En já, þetta band er að skapa svolítið buzz í neðanjarðarheimi Stoner Rokks/Metals í Bandaríkjunum enda fékk fyrsta platan mjög góða dóma og þessi nýja virðist ekki ætla að valda neinum vonbrigðum og fyrstu dómar um hana eru jákvæðir. Þau lög sem ég hef heyrt af þessari nýju hljóma líka mjög vel og virðast ekki gefa fyrstu plötunni neitt eftir.
Það er því um að gera fyrir alla sem fíla bönd eins og Black Sabbath, Down, Corrosion of Conformity, Queens of the Stone Age, Orange Goblin, Acid King, Kyuss, Alabama Thunderpussy, Karma To Burn, Acid Bath eða annan Stoner, Sludge eða Doom Metal að tékka á þessum snillingum!
———–
www.deviltopay.net
Hér er hægt að downloada video-i, lagabútum og einu lagi.
———–
http://www.myspace.com/deviltopay
Hér eru svo myndir og lög eins og venjulega á myspace síðum.
Check it!
…eða kannski langar þig bara ekkert að vera kúl.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury