Wacken er stórglæsileg hátíð, þar sem aðbúnaður, aðstaða, öryggi og almenn framkvæmd og utanumhald er til fyrirmyndir. Það kom því ekki á óvart að hátíðin var tilnefnd til Live Entertainment Awards verðlaunanna í flokknum Most Outstanding Festival í Þýskalandi í byrjun 2006. Slíkt er sérlega eftirtektarvert í ljósi þess að um 500 tónlistarhátíðir eru haldnar í Þýskalandi á ári hverju, en aðeins þrjár aðrar hátíðar voru tilnefndar ásamt Wacken.
Hópferð
RestingMind Concerts hefur haldið utan um hópferð Íslendinga á þessa hátíð síðustu tvö árin þar sem farið er frá Kaupmannahöfn með rútu beint á Wacken svæðið. Í hitteðfyrra nýttu 25 metalhausar sér þessa ferð og í fyrra var hópurinn kominn upp í 40 manneskjur!
RestingMind ætlar að endurtaka leikinn í sumar, enda hafa náðst samningar við veðurguðina um alveg einstakt veður í ágúst :) – Alveg satt!
Í byrjun febrúar 2006 höfðu 32 skráð sig í þessa hópferð fyrir árið 2006, sem er það mesta hingað til á þessum tíma árs og ljóst að hópurinn verður líklega mun stærri en áður.
Eftirtaldar hljómsveitir eru staðfestar fyrir festivalið núna í ár enn sem komið er. Það eiga eftir að bætast við um 20 bönd á næstu mánuðum, þannig að ballið er rétt að byrja.
Aborted
Amon Amarth
Atheist
Battlelore
Bloodthorn
Born From Pain
Celtic Frost
Children Of Bodom
D'espairs Ray
Die Apokalyptischen Reiter
Ektomorf
Emperor
End Of Green
Finntroll
Gamma Ray
In Extremo
Korpiklaani
Metal Inquisitor
Ministry
Motörhead
Msg
Mystic Circle
Nevermore
Opeth
Orphaned Land
Primal Fear
Scorpions
Six Feet Under
Soilwork
Subway To Sally
The Dogma
Uli Jon Roth
Victory
We
Wintersun
Aldeilis fínt line-up sem dekkar svotil allar tegundir þungarokksins.
Verðið
Boðið er uppá einn sameiginlegan pakka fyrir bæði rútuna til Wacken og miðann inná festivalið. Verðið á þessu er 15.200 íslenskar krónur. Rútuferðin í Danmörku er skipulögð af Nordic Rock Booking, og stendur einnig Dönum til boða, þannig að það verða eldhressir Danir með í rútunni til og frá Wacken.
Til samanburðar við þennan pakka má nefna að ef menn keyptu sér aðgöngumiða á Wacken og færu með lest frá Köben til Þýskalands, þá yrðu þeir að fara með lestinni til bæjarins Itzehoe, sem er lestaferð með 1 - 3 lestarskiptingum, eftir því hvenær menn eru á ferðinni. Í Itzehoe yrði fólk svo að taka strætó til nágrannabæjarins Wacken. Miðinn á festivalið er 79 Evrur, keyptur á www.metaltix.com og við það bætist 8 Evrur í sendingarkostnað, s.s. 87 Evrur eða um 6700 kr. Verðið á lestarferðinni til Itzehoe er á bilinu 127 - 161 Evrur eða 9.800 - 12.400 og svo bætast við 4,4 evrur fyrir strætóferðina eða 350 kall. Samtals er þetta pakki á bilinu 16.900 - 19.500. Mun meira vesen (Ég veit allt um þetta, ég hef reynt þetta sjálfur). Wacken rútan fer beint á Wacken svæðið og ekkert vesen.
Ferðatilhögun
Wackenrútan fer frá Kaupmannahöfn í Danmörku, snemma að morgni miðvikudags 2. ágúst, líklega milli 8 og 9. Menn sjá um að koma sér sjálfir til Kaupmannahafnar, þar sem margir velja að vera lengur í Evrópu fyrir og/eða eftir Wacken og er flug því ekki hluti af pakkanum. Bæði Icelandair og Iceland Express bjóða upp á lág fargjöld til Köben. Lagt er af stað frá Wacken kl 13:00 á sunnudeginum, sem er mjög passlegt. Af ofangreindu er rétt að benda á svo ekki fari milli mála að menn þurfa að fljúga út til Köben ekki síðar en á þriðjudeginum 1. ágúst.
Síðustu ár hefur verið farið með stórum rútum og hefur verið salernisaðstaða og sala á drykkjum um borð. Slíkt verður einnig núna, auk þess sem að rútuferðin verður reyklaus!
Veigar
Stoppað er á landamærunum í Þýskalandi á leiðinni til Wacken, þar sem menn geta notað tækifærið og byrgt sig upp af hræódýrum veigum fyrir gleði helgarinnar. Einnig verður stoppað þar á leiðinni heim.
Nánari upplýsingar og skráning
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorsteini Kolbeinssyni.
MSN: restingmind “at” msn.com
Email: thorsteinn “at” restingmind.com (nota það frekar en msn meilinn)
Sími: 557-5599 og 823-4830
Ef menn vilja skrá sig, þá senda menn email á mig með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn
Heimilisfang, póstnr og staður
Kennitala
Heimasími og GSM
Email og
MSN login (ef annað en email)
Munið bara að skrá ykkur sem fyrst, því ekki er hægt að taka endalaust við skráningum, því ekki er hægt að bæta við rútum endalaust. Í fyrra komu færri að en vildu!
Þorsteinn Kolbeinsson
RestingMind Concerts
http://www.restingmind.com
Resting Mind concerts