Með ótrúlegum riffum. gnístandi söng, magnþrungnum bassa og þéttum trommutöktum þá hafa þeir sannað sig og sýnt að þeir eru með bestu og áhrifamestu metalhljómsveitum sögunnar!
Pantera
Pantera var stofnuð árið 1981 með uppröðina:
Vinnie Paul - Trommur
Darrell Lance Abbott (kallaði sig Diamond Darrell á þessum tíma) - Gítar
Tommy Bradford – Bassi
Donnie Hart – Söngur
Terry Glaze – Gítar
Á þessum tíma voru þeir allir á fyrsta ári í menntaskóla og byrjaði hljómsveitin á því að spila á næturklúbbum í Texas. Þar sem þeir fengu áhrif sín frá hljómsveitum eins og Kiss og Van Halen byrjuðu þeir á því að cover-a lög með þeim.
Síðan árið 1982 hætti Donnie Hart og Terry Glaze var settur í söngstöðuna. Staða Tommy Bradford á bassanum fauk og var hún fyllt með snillingnum Rex Brown, sem, eins og Abbott bræðurnir, hélt sig í hljómsveitinni til endaloka.
Meðan hljómsveitin lofaði góðu, þá átti það eftir að taka svolítinn tíma þangað til þeir gætu komist lengra en Texas, Oklahoma og Louisiana til að sýna sig. Pantera byrjuðu að styðja hljómsveitir eins og Stryper, Dokken og Quiet Riot, sem stuðluðu seinna að frumraun Pantera, Metal Magic.
Árið 1983 sendu Pantera út sína fyrstu breiðskífu sem bar nafnið Metal Magic. Þarna sást alveg áhugi þeirra á Kiss og Van Halen, lögin Ride my Rocket og Biggest Part Of Me voru með mikið Kiss og Van Halen ,,touch” í sér.
Aðeins ári seinna gáfu þeir út sína næstu breiðskífu, Projects In The Jungle. Þessi plata á sígíld lög eins og Heavy Metal Rules og All Over Tonight sem komu þeim á toppinn með hljómsveitum eins og Def Leppard, meðan In Over My Head og Takin’ My Life sýndu meiri tilfinninganæmri hliðar Pantera.
Þriðja platan I Am The Night kom út 1985. Hæfileikar hljómsveitarinnar voru greinilega að bæta sig þar sem þeir færðu sig nær Speed Metal. Lög eins og titillagið sýndu smá innlifun frá Judas Priest.
Árin 1985 - 1988 fór mikill tími í að pæla hvert Glazer (söngvarinn) stefndi. Hljómur Pantera var alltaf þyngri og þyngri og þeir þurftu eitthvern sem gat passað inní það, svo þeir ákváðu á endanum að reka Glazer.
Þeir fengu mann að nafni Phillip Anselmo.
Hann gat farið jafn hátt og Rob Halford og jafn lágt og Chuck Billy svo að þessi maður var sá besti fyrir Pantera.
Þótt að Phil kom ekki mikið við að semja lög á næsta disk þeirra þá smellpassaði röddin hans við nýja hljóm Pantera.
Power Metal fékk sá diskur að heita og er hann allglæsilegur. Hann innihélt lög eins og Rock The World, Over and Out, speed – metal lagið Power Metal, hjartnæma We´ll Meet Again og Hard Ride
Rétt eftir þessa sígildu plötu þá spurði enginn annar en Dave Mustaine (Megadeth) Darrell hvort hann vildi koma í Megadeth en hann sagði bara ef bróðir hans mætti koma með (Vinnie) en því miður þá var Dave þegar kominn með Nick Menza á trommur svo Darrell hélt sig við Pantera.
,,I was looking for a guitar player, this was after ,,So far, So good, So what’’ and I needed to make some line-up change, which I am pretty famous for.
I called Darrell, I just hired Nick Menza on drums, and I said:
,,Darrell I’d liked if you would play guitar for me’’ and he said ,, Sure, man, but I need to bring my brother and I said ,, What does your brother do’’ … I thought he was a guitar-tech or something but he said ,,No, he plays the drums’’ then I said that I just hired Nick Menza on drums. But the he said basically that he wasn’t able to do this unless his brother would come along.
A missed opportunity for me I think.
Þetta er tekið beint upp úr þættinum Dimebag Tribute sem sýndur var á MTV2
Dave Mustaine fékk Marty Friedman í staðinn en hvað um það…
Næsta plata Pantera var þeirra svona ,,debut” plata þeirra.
Platan fékk nafnið Cowboys From Hell og gerði ekkert annað en að bjóða manni uppá riff sem voru eins og högg í andlitið. Mér sjálfum finnst öll lögin góð en þau sem standa mest uppúr eru lög eins og Cowboys From Hell, Cementary Gates, Primal Concrete Sledge, Psycho Holiday og Shattered (riff aldarinnar hér á ferð).
Einnig voru þeir komnir úr svolitlu ,,glam’’ útliti og voru komnir með ekta metal-lúkk.
Diamond Darrell breytti viðurnefni sínu ,,Diamond’’ í ,,Dimebag’’ og var búinn að safna skeggi og lita það rautt og Phil Anselmo með hanakamb og fullt af tattúum. Svo voru þeir farnir úr glimmer fötunum í stuttermaboli þar sem ermarnar voru klipptar af, grænar hermanna stuttbuxur eða þröngar, svartar gallabuxur og andskoti illgjarnir!
Urðu Pantera geisivinsælir og Cowboys From Hell túrinn gaf Bandaríkjunum tækifæri á að sjá Texas-mennina á sviði með hljómsveitum eins og Exodus og Suicidal Tendencies.
Í miðjum Kanada-túrnum þá slóst söngvari Judas Priest, Rob Halford í lið með Pantera á sviði til að taka Judas Priest lögin ,,Grinder’’ og ,,Metal Gods’’. Þetta leiddi til að seinna sama árið héldu Pantera sína fyrstu tónleika í Evrópu og hituðu þeir þá upp fyrir Judas Priest.
Eftir 2 hálft ár á veginum þá ákváðu þeir að gera nýja plötu og varð hún enn kraftmeiri.
Þetta meistaraverk fékk nafnið Vulgar Display Of Power . Þetta var mjög umdeild plata, þar sem mörgum fannst þetta bara algjört rugl en mörgum fannst þetta hrein snilld.
Mér finnst þetta vera ein besta plata Pantera þar sem þyngdin nær hámarki! Lög eins og Walk, Mouth For War, Fucking Hostile og Hollow eru bara gullmolar.
Þarna sér maður bara að þeir urðu bara þyngri með tímanum.
Ekki gerðist mikið hjá þeim félögum fyrr en árið 1994 þá var kominn tími fyrir nýja breiðskífu. Sú fékk nafnið Far Beyond Driven og inniheldur eitt af mínum uppáhalds Pantera lögum og öðrum smellum eins og 5 Minutes Alone , I’m Broken , Becoming og Planet Caravan sem var cover-að frá meisturum Black Sabbath.
Varð þessi plata gríðarlega vinsæl og komst í 1. sæti í Bandaríkjunum og fengu Pantera meðlimir einnig að túra með Crowbar sem upphitunarhljómsveit. Suður – Ameríku tónleikar urðu nærri því allir uppseldir, í Argentínu voru Animal og Lethal að styðja við bakið á þeim og síðan var það í Brasilíu sem að Dr. Sin stigu á svið á undan þeim félögum í Pantera. Svo var það í Júlí sama ár þegar þeir héldu tónleika með engum öðrum en snillingunum í Sepultura og hljómsveitinni Biohazard. Síðan í endanum á þeim voru þeir félagar fengnir til að spila á ,,Monsters of Rock’’ hátíðinni með hljómsveitunum Metallica og AC/DC. September næsta fóru þeir um Bretland með hljómsveitunum Prong og Downset.
Samt urðu eitthver vandamál fyrir Donington tónleikana. Bæði Vinnie og Darrell voru sagði hafa lent í eitthverjum rifrildum við tvo blaðamenn vegna þess að Vinnie kom fram í blaði í myndasöguformi sem Steinríkur, sem er sögupersóna úr bókunum Ástríkur & Steinríkur.
Svo var það í Maí, 1994 þegar Pantera ákváðu að cover-a lag frá hljómsveitinni Poison Idea sem kallaðist The Badge .
Lagið átti að koma í myndinni ,,The Crow’’ en var klippt út.
Þá var árið 1996 gengið í garð og meðlimir Pantera ákváðu að gera nýja plötu. Þessari plötu var gefið nafnið The Great Southern Trendkill .
Hún inniheldur lög eins og Suicide Note Pt. II , Floods og Drag The Waters
Nokkuð mikið hafði breyst. Pantera voru að prófa nýjan hljóm, þeir fóru að hægja á riffum sínum og voru aðeins að færa sig frá vægðarlausa þunga fyrri plötu þeirra, Far Beyond Driven.
Textar Anselmo voru líka oft á köflum um eiturlyfjanotkun í lögum eins og ,,Suicide Note’’ og ,,Living Through Me (Hells' Wrath)’’
Það mætti segja að Trendkill væri einkennilegasta plata Pantera. En það gerir hana ekki síðri.
Ári seinna gáfu Pantera út hljómleikaplötu. Hún fékk nafnið 101 Official Live Proof . Þetta kalla ég góða tónleika! Krafturinn er ótrúlegur og frábært að fá að heyra lögin í svona framburði. Einnig var komið nýtt lag með Pantera, Where You Come From .
Það liðu þrjú ár þangað til Pantera myndu gefa út sína næstu plötu og margir fóru að halda að bandið væri að liðast í sundur. Anselmo var í mörgum hliðarverkefnum þar á meðal í hljómsveitinni Down þar sem var á frekar góðu róli. Hljómsveitin kom samt sem áður saman eftir allt og gerði nýja plötu sem varð þeirra síðasta.
Platan kom út árið 2000 og bar nafnið Reinventing The Steel . Einu lögin sem mér sjálfum finnst varið í eru Yesterday Don't Mean Shit og Revolution Is My Name en þau eru líka helvíti öflug!
Platan var ekki jafn vinsæl og Cowboys From Hell eða Vulgar Display Of Power, þar sem metal stefnan hafði breyst gríðarlega og fólk var aðallega að fýla hljómsveitir eins og Marilyn Manson, Limp Bizkit og Korn…
Pantera meðlimir liðuðust smám saman í sundur í hliðarverkefnum sínum og á endanum hættu þeir.
Anselmo fór aðallega að einbeita sér að Down en hann var einnig í Superjoint Ritual, Viking Crown og Southern Isolation, meðan Dimebag og Vinnie stofnuðu hljómsveitina Damage Plan.
Hljómsveitirnar áttu það meira að segja til að spila Pantera lög á tónleikum.
Damage Plan gerði sína fyrstu plötu, New Found Power og voru farnir að spila á litlum pöbbum.
Svo gerðist það 7. Desember 2004, 24 árum eftir að John Lennon var skotinn. Brjálaður aðdáandi stökk upp á svið á miðjum Damage Plan tónleikum og skaut Dimebag á litlum klúbb í Columbus.
Hljómsveitin var ekki búinn að spila nema eitt lag þegar morðinginn smeygði sér í gegnum öryggisverðina, hoppaði upp á sviðið og byrjaði að skjóta út í loftið og í Dimebag.
Þar með drap hann Dimebag og einnig áhorfendur úr salnum.
Þótt að Dimebag var í Damage Plan á þessum tíma þá var ljósið á Pantera þennan dag. Fyrir að vera, án efa, mesta og áhrifaríkasta metal hljómsveit allra tíma.
Vinnie
With all his greatness and accomplishments on the guitar, Dime will be missed more for his giving personality, charisma, caring for others, love and most of all his HEART!! Twice as big as the state of TEXAS!!!!!!!!!!!! Dime gave it all every day to each and every one of us and our lives have forever been hollowed without him…Thanks to all of you for reaching out to us in this time of our immeasurable loss. REST IN PEACE BROTHER DIME!!!!!!
Þakka fyrir mig
Pazzini