Spawn of Possession er teknískt brutal deathmetal band frá Svíþjóð sem samanstendur af Dennis Röndum trommara sem einnig syngur á upptökunum, Jonas Bryssling á gítar, Jonas Karlsson gítarleikara, Niklas Dewerud á bassa og Jonas sem er live söngvari, syngur semsagt á tónleikum þeirra.
Bandið var stofnað úr ýmsum áttum af gítarleikurunum Jonas Bryssling og Jonas Karlsson, og trommaranum Dennis Röndum árið 1997. Þeir lögðu upp með það fyrir augunum að spila eins tekníska og brutal tónlist og hægt væri – koma með ferka vinda í deathmetal senuna.
Þeir gáfu út sitt fyrsta Demó, sem hlaut nafnið “The Forbidden”, árið 2000. Demoið fékk frábærar viðtökur. Þeir fundu sér bassaleikara, og skömmu seinna drifu þeir sig aftur í upptökur á öðru demoinu – “Church of Deviance” sem kom út 2001. Það demo fékk enn betri viðtökur en “The Forbidden” og Spawn of Possession var að verða stórt nafn í deathmetal geiranum, og fengu svo loks samning við Unique Leader Records (sem er útgáfufyrirtæki Deeds Of Flesh meðlima og sérhæfir sig í Brutal deathmetal).
Nú þegar þeim var farið að ganga mjög vel og voru að afla sér mikilla vinsælda fóru þeir að vinna í nýju efni. Þeir unnu mjög hart að nýju efni fyrir sinn fyrsta disk, “Cabinet” sem kom síðan út í Júní 2002. Diskurinn fékk rosalegar viðtökur, og enn og aftur höfðu þeir toppað sig.
Nú voru þeir stækkandi nafn og komnir með fullt af frábæru efni og þá var tími til kominn að spila live, og þeir lögðu upp í túr með Disavowed, Vile, Inhume og Mangled. Túrinn gekk vel og ný tækifæri opnuðust fyrir Spawn of Possession.
Þessum túr fylgdi annar með Unique Leader böndunum Severed Savior, Gorgasm og Pyaemia, sem var stórt skref fyrir þá.
Nú bauðst þeim að spila á No Mercy festivala túrnum með böndum á borð við Cannibal Corpse, Exhumed og Hypocrisy. Þeir spiluðu 14 tónleika fyrir fullt af fólki.
Þegar heim var komið frá No Mercy túrnum byrjuðu þeir að vinna að efni að nýrri plötu. Það gekk allt vel, þar til þeir fengu boð frá Cannibal Corpse um að spila með þeim á 24 tónleika túr um Evrópu. Það var að sjálfsögðu það stærsta sem þeir höfðu gert, enda Cannibal Corpse mjög frægt band.
Nú eru þeir í augnablikinu að taka upp næsta disk sinn, “Noctambulant”, og eru víst að mixa diskinn núna, svo allt fer að verða klárt og styttist í útgáfu hans, sem ég get ekki beðið eftir að fá að heyra þar sem “Cabinet” er alveg hreint æðislegur diskur.
http://www.spawnofpossession.com/
http://www.myspace.com/spawnofpossession