Það er aldeilis að maður er duglegur ;)
En jæja, eins og ég nefndi á korknum hérna, þá var ég fengin til að gera diska gagnrýni fyrir skólablaðið mitt og var beðin um að pósta henni sem grein þegar hún væri búin
ég ákvað að taka Nightmares Made Flesh með Bloodbath. Hérna er hún:
Nightmares Made Flesh
1. • Cancer Of The Soul
2. • Brave New Hell
3. • Soul Evisceration
4. • Outnumbering The Day
5. • Feeding The Undead
6. • Eaten
7. • Bastard Son Of God
8. • Year Of The Cadaver Race
9. • The Ascension
10. • Draped In Disease
11. • Stillborn Saviour
12. • Blood Vortex
Nightmares made flesh er diskur með hljómsveitinni Bloodbath sem kom út árið 2005 eftir mikla eftirvæntingu. Fyrrnefnda hljómsveit var sett saman af nokkrum þekktum mönnum innan Death Metal senunar eitthvað í kringum 1995 en hafði verið á teikniborðinu mun lengur en það.
Bloodbath spilar eins klassískan Dauðamálm og hugsast getur, enda sett saman til að gera akkúrat það. Hljómsveitin er gerð sem virðingarvottur til fyrstu bylgju dauðamálmsins, sem útskýrir klisjulegt heiti hennar og textagerð og fer eftir þaulþróaðri formúlu Death og Entombed (áhrifamiklar hljómsveitir í byrjun Death Metals).
Fyrir reynda Dauðamálms aðdáendur þá er það nákvæmlega ekkert sem kemur manni á óvart með þennan disk. En þá rýs einmitt spurningin. Þarf í raun og veru eitthvað að breytast? Formúlan er 20 ára gömul í ár, og hún er ennþá alveg ótrúlega flott.
Bloodbath sýna það virkilega á þessum disk hvernig þeir taka upprunalegu gildi Death Metals og setja þau í nýjan búning og fínslípa þau örlítið til
Einn aðal munurinn á Nightmares disknum og fyrri verka er tilkoma söngvarans Peter Tagtrens sem er eflaust best þekktur fyrir framlag lungna sinna til “Abyss” og “Hypocrisy”.
Growlið (Death metal söngstíll) er dýpra og þéttara en nokkru sinni fyrr og lagasmíðarnar eru fyrirsjánlegar, en ótrúlegar engu síður. Þó nokkur epísk meistaraverk sáu fyrst dagsins ljós á þessum disk, svosem power ballaðan Eaten (barráttu söngur Mannætu félag Íslands) og Outnumbering the Day, að ógleymdu Doom Metal skotna óðnum “The Ascension”.
Öll þessi lög og fleyri gera þennan disk að ómissandi hlut í hvaða þungarokks safn sem er. Klassískur fín slípaður dauðamálmur, grullaður saman af helstu þungavigtar mönnum senunar, sem skilur eftir sig tímalaust meistaraverk.