Ég var nú að geyma þessa ritgerð fyrir annað en að gera hana að almennings eign hérna á netinu, en þar sem ég var að taka mig saman og senda inn tvær aðrar greinar sem ég átti liggjandi á blogginu og Mania, ákvað ég að skella þessari líka.

Þetta er semsagt yfirlit yfir sögu Death Metals. Ég notaði mjög mikin tíma í hana, þannig að ég kann ekki að meta nein skítköst, en endilega ef þið sjáið einhverjar staðreyndar villur bendið á þér fyrir mig.

Gjörið svo vel :)



Saga Death Metals

Í “byrjun” var bresk rock stefna að nafni “New Wave Of British Heavy Metal” sem tröllreið mest öllum hinum vestræna heimi, [ca. 1970 og upp]. Þar á meðal má nefna “Iron Maiden” sem voru þar í fararbroddi og eru enn í dag ein merkasta hljómsveit rocksögunar, sem myndu seinna meir hafa mikil áhrif á einn vinsælasta undirgeira Dauða Málmsins í dag.

Það leið samt ekki á löngu þar til nokkrir af hressustu guttum senunar fóru að taka sig til og daðra við það sem seinna yrði að sköpun “Speed metals” sem var einstaklega hröð keyrsla af þungarokki, sem þykir mjög vinsæl í dag. Þar má aðalega nefna bresku hljómsveitina “Judas Priest” [1974 - 2005] sem er með þeim áhrifameiri á því sviði auk þess er verðugt að nefna framlag landa prestanna “Venom”, með diskunum

“Welcome to hell” [1981] og “Black Metal”[1982], þó svo að þeir hafi komið aðeins seinna til sögunar. Þó svo að þessar hljómsveitir spiluðu ekki það sem mætti kalla stereótýpuna af því sem fólk þekkir í dag sem “Speed Metal”, þá var það eins nálægt því og mátti komast, á þessum tíma.

Eftir pínu tröllríðingu fóru ungir knátar vestanhafs að taka þetta breska sound og fara með það nýjar og að mörgu leiti ókannaðar leiðir. Sérstaklega voru það hljómsvetirnar “Metallica” og “Slayer” sem sáu um það, með pínu hjálp frá t.d.

“Excodus”,

“Anthrax”,

“Megadeth” og

“Metal Church”.

Til að nefna mokkur dæmi.

Þessar fyrrnefndu hljómsveitir, sköpuðu inn í heimin nýja þungarokks stefnu sem kallaðist “Thras Metal” árið 1983 með plötunum “Kill´em All” [Metallica] og

“Show No Mercy” [Slayer], sem voru báðar undir sterkum Speed Metal áhrifum og urðu seinna skilgreindar sem Thras/speed Metal, sem sannaði sig til að verða mjög vinsæl samsetning enn þann dag í dag.

Thras Málmurinn var afsprengi Speed Metalsins, en greindi sig út frá honum með að vera frekar melódískari og taktbyggðri [Riffbase´aðri] þrátt fyrir að halda M16 hríðskotabyssu keyrslu Hraða-Málmsin.

Að vísu á svipuðum tíma voru það þýsku hljómsveitirnra “Kreator” og “Destruction”, sem myndu setja sig í forrystu hins Evróska Thras Metals, sem seinna myndi kallast “Teutonic Thras Metal”, sem skildi sig útfrá hins vestræna Thras´i með auknum hraða og meira brutal keyrslu, heldur en hafði tíðkast vestanhafs.

Tvem árum eftir sköpunarverk Metallica og Slayer drengjana, kom hljómsveit frá San Francisco að nafni “Possessed” sem tók hina fyrrnefndu Thras Metal senu nýjar leiðir og sköpuðu þá senu sem hefur verið sem mest einkennandi fyrir þungarokkið í gegnum tíman og er nafn hennar oft misnotað af þeim sem eru ekki inn í hinu þunga, þunga rokki, þegar þau heyra eitthvað sem er þyngra en það sem þau hafa vanist og segja “slökktu á þessu helvítis dauðarokki!”, þrátt fyrir að það sé oft alls ekki um Dauðarokk að ræða.

Með útkomu disksins “Seven Churches” [1985] eftir hina fyrrnefndu “Possessed”, varð hugtakið “Death Metal” til, skýrt eftir seinasta lagi disksins.

Dauðamálmurinn fellur undir stórt yfirheiti af þungarokks stefnum sem nefnist

“Extreme Metal” sem nær yfir t.d:

Black Metal,

Speed Metal,

Thras Metal,

Death Metal,

Grindcore Metal,

Brutal Death Metal… Og svo framvegis.

Allar stefnur sem þykja fanatískar í hraða “harðleika” og attitude eru flokkaðar undir “Extreme Metal” með fyrrnefndum Dauða Málmi.

Death Metal greindi sig útfrá bæði Thras og Speed Metalnum því hann þótti mun meira brutal og innleiddi nýja söngstefnu inn í tónlist, sem á góðri íslensku kallast “öskursöngur”, sem er notaður í mörgum mismunandi formum og stílbrögðum í mismunandi stefnum innan þungarokksins og harðkjarnans.

Hugtakið um “Double-kicker” tempóið hjálpaði einnig mikið upp á að skilgreina Death Metalin út frá þeim stefnum sem hún þróaðist frá, því einstaklega mikið var um að bassatrommur tvær væru brenndar upp með allt að 700 slögum á mínútu [BPM] undir keyrslu lagana.

Enn ekki var senan fullkomnuð fyrr en tvem árum seinna 1987 sem að GUÐIN

Chuck Schuldiner úr hljómsveitinni “Death” gaf út diskin “Scream Bloody Gore” [1987] sem senan varð fullkomnuð að mínu mati. Þá varð stereótýpan af Dauðarokkinu komin og fullkomnuð seinna með útkomu “Human” [1991] - [að mati rithöfundar]

Í dag er Death Metal ein al stærsta sena þungarokksins og hefur hún þróast út í margar “Sub” senur svo sem “Melódískan Death Metal” sem á heimahaga sína að mestu til í Svíþjóð og hefur verið aðgera góða hluti í sölu um mest allan hinn siðmenntaða heim.

Það var íkringum 93 til 95, sem sænsku hljómsveirnar “Dark Tranquillity” og

“In Flames” gáfu út frumburði sína [fyrstu tvo frumburði hjá Dark Tran...] sem að Melódíski Death Metallin byrjaði að þjappa jarðvegin fyrir heila senu af [mestmegnis sænskum] hljómsveitum sem myndu trylla metal heimin með auðhlustanlegum, catchy elódíum [miðað við margt annað] umvafnar hinu vængefið kraftmikla Death Metal soundi, sem þær gera enn þann dag í dag. Það er einmitt hér við sögu sem að

“Iron Maiden” byrja að skjóta upp kollinum og byrja að hafa mjög áþreifanleg áhrif á senu sem er töluvert frábrugðin þeirra eigin. Hljómsveitarmeðlimum Járnfrúnnar til mikils ama [Þeir þykja ekki vera miklir Death Metal aðdáendur...]

Athyglisverðar Melódískar Death Metal hljómsveitir: In Flames, At The Gates ,Arch Enemy, Dark Tranquillity, Children Of Bodom

Önnur “undir-sena” [Sub-Genre] Dauða Málmsins var sena sem aðdáendur þungarokks annaðhvort hata eða elska. Mjög lítið þar á milli. Death/Gore Metal, sem er eiginlega orðin sena út af fyrir sig, þar sem Death Metal hljómsveitir sem stimpla sig að miklu leiti með inniflaviðbjóði hafa með frekar fyrirsjáanlegri og leiðinlegri ýmind sinni gert sig að stereótýpu fyrir allt það sem “almúganum” hryllir við þungarokki.

Þessi umdeilda stefna Dauða málmsins hefur oftar en ekki gengið hönd í hönd við aðra undir-stefnu Death Metals, sem er frekar spes blanda af Grindcore og Death Metal, sem samtvinast svo í það sem er kallað “Brutal Death Metal”

Það var Bandaríska ógeðs-hljómsveitin “Cannibal Corpse” sem gerði þessa senu [Death/Gore Metal] fræga og kom með hana upp á yfirborðið. Aðalega með komu “Hit”-disksins “Eaten back to life” [1990]

Þó svo að hljómsveitin “Death” hafi átt sín móment í byrjun ferilsins, með lög á borð við “Regurgitated Guts”, “Torn to Pieces” og önnur frekar Gore-kennd lög og að hljómsveitin “Carcass” hafi ýtt stórlega undir Gore senuna í bæði Death Metal og Grindcore, þá verð ég samt að skella skuldinni á “Cannibal Corpse” fyrir að hafa gert viðbjóðin frekar “Mainstream” innan Dauða málmsins.

Aðdáaendur Death/Gore Metalsins rökstyðja þann punkt að Dauða málmurinn [eftir komu Cannibal Corpse - 1990] hafi þurft á honum að halda til að endurlífga senuna með því ógeði og illsku sem hún átti alltaf að verða, á meðan þeir sem eru andvígir henni hafa oft ásakað hljómsveitir á borð við “Mannætu-lík” fyrir að vera publicety-stunt hórur, sem selja sig út á ýmind í stað tónlistar.

Að auki má nefna þróun og þroska margra Death Metal hljómsveita sem hafa tekið upp að draga inn sterk Progressive áhrif inn í stefnuna, sem, til að segja það einfaldlega, gerði Dauða málm þeirra alveg einstaklega útpældan og flókin og jafnvel nokkuð “abstract” á köflum. Þetta er, þrátt fyrir hversu melódísk hún er, ein erfiðasta sena Death Metals til að komast inn í, að mati rithöfundar. Því þótt hún sé ekki eins hörð og “Hreinn” Death Metal, þá er hún það flókin og hröð að það tekur rosalega mikla einbetningu að geta fylgst með X mörgum brilliant hljóðfæraleikurum, sem allir virðast vera spila sitthvort lagið á köflum. Það má svosem líkja þessari senu við Death Metal útgáfu af “Dream Theater” eða “Symphony X”.

“The Sound Of Perseverance” með Death Metal frumkvöðlunum “Death”, er fullkomið dæmi um meistaralega vel samin og fluttan Progressive/Death disk.

Samruni hljóðfærasnilli Progressive Metalsins og hina hraðskreyðu brutal Death Metal keyrlsu ólu af sér senu sem í dag er þekkt sem

“Techniskur Death Metall”.

Á sama tíma og hin fyrsta opinbera Death Metal plata kom út “Seven Chuches” [1985], þá fæddist einnig önnur sena sem er í sérstöku uppáhaldi hjá greinarhöfundi.

Hljómsveitirnar:

Trouble,

Saint Vitus,

Pentagram og sérstaklega hin sænska

Candlemass,

gáfu allar út diska á svipuðum tíma [1984 - 1986] sem var alveg nýtt form af þungarokki sem flokkast undir “Doom Metal” sem var nýfæddur, mjög hægur og drungalegur metall, sem baðaði sig uppúr hyldjúpu þunglyndi og nötur hægum eymdar riffum.

Þessi lítið þekkta [og frekar umdeilda] sena hélt sér alveg aðskilda Death Metalnum, enda stinga gildi stefnanna tveggja mikið á, þangað til í kringum árið 1990, þegar undirheimar Londons [aðalega] fóru að skjóta upp nýjum Dauða Málms hljómsveitum undir sterkum Doom áhrifum (og öfugt), sem markaði nýja senu af Death Metal sem heitir því frumlega nafni Doom/Death Metal.

Meira um sögu Doom Metals: [http://www.hugi.is/metall/articles.php?page=view&contentId=1473947]

Áhugaverðar hljómsveitr innan þessarar stefnu eru til dæmis:

My Dying Bride

Anathema

Paradise Lost

Ath. að aðeins hluti af ferlum þessara hljómsveita fellur undir fyrrnefnda senu.



Margar Stefnur hafa síðan blandast inn í Death Metalinn, svosem

Black Metal [Behemoth]

Grind/Gore [Mortician]

Thras Metal [Sepultura]

Hardcore [Without End]

Progressive [Opeth]

Grindcore [Orbituary]

Brutal Death Metal [Nile]



Death Metal Diskar sem eru í miklu áliti greinarhöfunds:

Bloodbath – Nightmares Meda Flesh

Edge Of Sanity – Purgatory Afterglow

Dark Tranquillity – The Gallery

Arch Enemy – Doomsday Machine

Nile – Amongst The Catacombs Of Nephren-Ka

Behemoth – Zos Kia Cultus

Children Of Bodom – Hate Crew Deathroll

In Flames – Colony

At The Gates – Slaughter Of The Soul

Death – The Sound Of Perseverance / Human



Death Metal Diskar sem eru góðir fyrir byrjendur:

In Flames – Whoracle / The Jester Race

Arch Enemy – Wages Of Sin

Children Of Bodom – Hatebreeder / Hate Crew Deathroll

Anathema – Serenades

Slayer – Reign In Blood [Death? Álitamál...]


Ég vona að þessi ritgerð hafi kveikt upp áhuga einhverja á Death Metal sem tónlistarstefnu og frætt þá sem eru búnir að kynna sér málið af einhverju leiti.

Crestfallen