Bloodbath er hljómsveit sem hefur lengi verið hliðar-verkefni nokkura þekktra manna innan þungarokksins, svosem Mikael Akerfeldt söngvara Opeth, Blackheim & Jonas Renkse Gítar og bassaleikara Katatonia og svo trommaranum Dan Swano úr Edge Of Sanity Þannig að þetta er sannkölluð “All-Star” hljómsveit með þaulvönum mönnum, enda heyrist það ef glögt er hlustað

• Það er ekki alveg á hreinu hvenær Bloodbath var formlega stofnuð, en það var talað um að skipa hana löngu áðu en eitthvað var gert í því. Eitthvað hefur verið talað um Live Bootleg disk að nafni “Live Bloodbath Live” [1996], en það hefur reynst vera óstaðfestur orðrómur.

• Það fyrsta sem hljómsveitin gaf opinberlega út, kom árið 1999 með tilkomu smáskífunar “Breeding Death” [1999]. Það var þriggja laga EP diskur eins og þröngskífur á við þessar kallast, og vakti talsverða athygli í Death Metal senuni á sínum tíma. Enda liðsmenn flestir búnir að sanna eigið ágæti í sínum fyrri hljómsveitum.

• Árið 2002 kom út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, “Rescurrection Through Carnage” [2002] sem fór strax á toppin sem ein besta Death Metal plata nýrrar aldar. Það sem var sérstaklega skemmtilegt við þennan disk og þessa hljómsveit er hvað hún er ofboðslega oldschool. Hann fer alveg í dýpstu rætur dauðamálmsins, aftur til tíma “Death” og “Entombed” (áhrifaríkar hljómsveitir í byrjun stefnunar) og virðist oft sem þetta hliðarverkefni sé einhverskonar virðingarvottur til gömlu meistara Dauða Málmsins.
Sérstaklega þar sem nýlegir diskar Opeth og Katatonia hafa verið á rólegu hliðunum, þá má líta á þessa hljómsveit sem leið fyrir þessa gömlu málmhausa af hafa gaman af að missa sig aðeins á hið klassíska form Dauða rokksins og fá pínu útrás sem þeir eru ekki að fá í eigin hljómsveitum

• Tveim árum eftir útgáfu Rescurrection, gáfu þeir út epíska meistaraverkið “Nightmares Made Flesh” [2004] sem skartar söngvaranum Peter Tagtgren sem er eflaust best þekktur fyrir framlag lungna sinna í hljómsveitunum “Abyss” og “Hypocrisy”, auk þess að hafa tekið inn “Satanic Slaughter” trommaran Martin Axenrot í stað Edge Of sanity trymbilsins Dan Swano, til að “trymbla” inn á diskinn.

Tónlistinn er sú sama og á fyrri disknum, bara enn fínnpússaðri og betur unnin, sem er ekki alltaf jákvæður hlutur innan þessarar senu. En þar sem Bloodbath er í raun tribute band til fyrstu bylgju Dauða málmsins, þá er það fyrirgefanlegt.

Aðal munurinn á diskunum eru söngvaraskiptinn. Rödd Peters er (ótrúlegt en satt) örlítið dýpri en Mikaels og nær að njóta sín betur vegna meiri hljómvers vinnslu, þó svo að þeir notist við nákvæmlega sama stíl af Growl´i (Dauðarokks söngstíll), sem heyra má t.d. í laginu “The Masters Apprentice” með Opeth.

• Mæli einstaklega mikið með þessari hljómsveit til lengra komna, auk nýgræðinga í senunni, því þetta er fínn staður til að hefja Death Metal feril sinn, því hér er grunn reglum senunar fylgt til hins ýtrasta, auk þess að vera það fínnslípað að geta runnið nokkuð smooth í gegnum óvanin eyru