Sælir metal aðdáendur. Sjálfur er ég ekki mikill metal aðdáandi en ég hef heyrt nokkur lög sem ég hrífst af og finnst mjög flott. En nú þegar þrjú ár eru liðin þá langar mig að vísa í gamla og góða grein sem hét Metall vs. Kristni sem Jakob nokkur birti á sínum tíma. Í raun langar mig bara að vita hvernig skoðanir fólks eru núna og hvort fólk hafi jafnvel þroskast eitthvað í skoðunum. Svo þætti mér vænt um það ef fólk gæti birt skoðanir. Í raun var ég ekki viss hvort ég ætti að birta þetta sem grein eða ekki en þar sem ég núna kominn vel á leið með, gott lesefni myndi ég halda. En ef ég mætti tjá mig um þessa ágætu grein Jakobs þá verð ég að segja að hún var einkar góð og að mörgu leyti misskilin af ykkur kæru metallmönnum. Nokkrir þó skildu hann vel en til voru svör sem voru einkar barnaleg t.d. þó ég segi nú ekki orðrétt þá voru margir sem sögðu að hann mætti bara drepast, og fékk hann nokkrar morðhótanir. En ég því miður nennti ekki að lesa öll svorin þar sem þau voru komin hátt í 2000. En hér er greinin
http://www.hugi.is/metall/articles.php?page=view&contentId=1127843#item1127877
Morðhótanir birtar formlegar eins og hér á huga er bannaðar samkvæmt lögum og passið á ykkur munnsöfnuðinn.
P.s. Myndin af Phantasmagoria hér til hliðar. Ekki hugmynd um hverjir þessir kumpánar eru. Tilraun mín til að höfða til ykkar….?