Dark Harvest spilar á Headway Festival í Hollandi núna 1. apríl. Sjá: http://www.headwayfestival.com
Framsækin rokktónlist er í framvarðarsveit hátíðarinnar og er titill hátíðarinnar þetta árið “Special Shred-a-licious Edition”, þar sem áhersla er lögð á hljómsveitir með hljóðfæraleikara sem eru meistarar í sínu fagi. Sagnorðið “shred” merkir í bókstaflegri merkinu að rífa eitthvað í tætlur en hefur verið notað í rokkheiminum í merkingunni að spila mjög ákaft/ítarlega á sitt hljóðfæri, þ.e. nýta allan skalann, allt sem hljóðfærið hefur upp á að bjóða. Þarna fellur Dark Harvest alveg inn í myndina.
Kvöldið er headlineað af Jonas Hellborg trio með Mattias IA Eklundh úr Freak Kitchen í broddi fylkingar. Jonas Hellborg er einn virtasti bassaleikari Svía.
Sjá video af þessu tríói hérna: http://www.freakkitchen.com/video/leal/Leal_Souvenir_(Mumbai).wmv (9 MB) - Tekið í Mumbai á Indlandi.
Einnig verður þarna gítarsnillingurinn Marcel Coenen. Þessi maður er ekki hægt… Tékkið á þessum videoclippum:
http://www.metalagesmedia.com/marcel/promovideo.mpg
http://www.metalagesmedia.com/marcel/moyra.rm (ótrúlegur tónn sem hann er með).
Fleiri clip á http://www.marcelcoenen.com
Þetta er haldið á tónleikastaðnum P60, sem er einn af glæsilegri tónleikastöðum Hollands. www.p60.nl
Þetta er alveg tilvalið tækifæri til þess að skella sér til Amsterdam, því daginn áður (31. mars) spilar After Forever á P60 og daginn eftir Headway (2. apríl) spila þýsku progmetalkóngarnir í Vanden Plas þarna. S.s. í raun er þetta þriggja daga Headway Festival, enda er boðið upp á sameiginlegan miða á þetta allt saman (auk stakra miða á hvert kvöld). Nánar info á http://www.headwayfestival.com :)
After Forever - http://www.afterforever.com
Tóndæmi:
http://www.afterforever.com/rem/mp3/follow_in_the_cry.mp3
http://www.afterforever.com/rem/mp3/beyond_me.mp3
http://www.afterforever.com/rem/mp3/living_shields.mp3
Vanden Plas - http://www.vandenplas.de
Tóndæmi (af nýju plötunni “Christ,0”):
http://www.vandenplas.de/mp3/Vanden%20Plas%20-%20Christ%200%20(excerpt).mp3
http://www.vandenplas.de/mp3/Vanden%20Plas%20-%20Postcard%20To%20God%20(excerpt).mp3
http://www.vandenplas.de/mp3/Vanden%20Plas%20-%20Silently%20(excerpt).mp3
Einnig… með tilkomu British Airways inn á íslenskan flugmarkað er hægt að fljúga fram og tilbaka til London fyrir aðeins 12 þús kall! Svo eru trilljón ódýr flug þaðan og yfir til Amsterdam. Sjá http://www.dohop.com
Resting Mind concerts