Yes, þessi danska þungarokkshljómsveit gerði sér lítið fyrir og var valin bjartasta vonin á dönsku Steppeulven tónlistarverðlaununum sem eru nýafstaðin, ásamt því að koma fram á hátíðinni. Þessi verðlaun veittu sveitinni þann heiður að spila á Roskilde Festival. Sveitin var að auki tilnefnd til tveggja annarra verðlauna, besti söngvarinn (Michael Poulsen) og besti lagahöfundurinn (Poulsen). Það sem gerir þetta svo hrikalega merkilegt er að Danir eru rosalega lítið fyrir þungarokk og reyndar mun minna en bæði Norðmenn og Svíar. Það er t.d. enginn flokkur til fyrir bestu hard rock/metal plötu á þessari hátíð, ólíkt því sem er á sænsku og norsku tónlistarverðlaununum.
Platan The Strength - The Sound - The Songs, hefur brætt hjörtu tónlistargagnrýnenda í Danmörku, einkum og sérílagi þeirra sem sjá um að velja verðlaunahafa í Steppeulven. Þeir eru valdir af félagi tónlistargagnrýnenda í Danmörku, sem telur um 20 meðlimi gagnrýnenda hjá stóru dagblöðunum þar í landi.
Þessi verðlaun eru samt engin einsdæmi fyrir sveitina, því í fyrra hlaut Þessi plata verðlaun fyrir bestu frumraunina (debut album) á dönsku þungarokksverðlaununum (Danish Metal Awards), sem fram fóru í nóvember. Þar var sveitin tilnefnd í þremur öðrum flokkum, besta platan, besta plötuumslagið og besta tónleikasveitin. Þess má geta að The Strength - The Sound - The Song var produceruð af Jacob Hansen, sem hefur producerað margar af betri metalsveitum Dana síðustu ár (Mercenary, Hatesphere, Invocator, Anubis Gate, Pyramaze, Raunchy, Urkraft).
Tónlistinni hefur verið lýst sem Elvis Prestley meets Life of Agony, meets Metallica, með ræturnar í stoner heavy rock n roll keyrslu.
Tékkið á tóndæmunum af plötunni hérna:
Caroline Leaving - http://www.volbeat.dk/music/volbeat_caroline_leaving.mp3
Rebel Monster - http://www.volbeat.dk/music/volbeat_rebel_monster.mp3
I Only Wanna Be With You (cover) - http://www.volbeat.dk/music/i_only_wanna_be_with_you.mp3
Resting Mind concerts