Hér er tilkynningin tekin af heimasíðu rr.is:
"RR kynnir með stolti komu Zappa Plays Zappa tónleikaferðalagsins til Íslands þann 9. júní næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn síðan Frank Zappa lest árið 1993, að synir hans, Ahmet og Dweezil, koma fram opinberlega í því skyni að leika tónlist föður sins.
Með í för verður frítt föruneyti og ber þar hæst þátttaka þriggja hljóðfæraleikara sem voru þess heiðurs aðnjótandi að spila með Zappa á sínum tíma.
Terry Bozzio, einn af virtustu trommurum nútímans, verður bræðrunum til fulltingis viðtrommusettið. Þetta verður í annað sinn sem Bozzio heimsækir Ísland en hann kom hingað til lands árið 1999 og hélt mikla trommusýningu í Loftkastalanum.
Steve Vai, sem hefur ítrekað verið valinn besti gítarleikari heims af tónlistartímaritum af ýmsum toga, ætlar einnig að heiðra Íslendinga með nærveru sinni.
Síðast en ekki síst mun Napoleon Murphy Brock blása í saxófón á tónleikunum en hann lék með Frank Zappa til dauðadags.
Nokkrar greinar um Frank Zappa og stórkostlegan feril hans verða settar á vefinn á næstu dögum.
Nokkrar myndir er að finna á http://www.rr.is/zappa
Heimasíða Zappa: http://www.zappa.com
Heimasíða Steve Vai: http://www.vai.com
Heimasíða Terry Bozio: http://www.terrybozzio.com/
Heimasíða Napoleon Murphy Brock: http://www.napoleonmbrock.com/
Með bestu kveðju
RR ehf"
Magnað! Takið frá 9. júní!
Resting Mind concerts