Exodus - Shovel Headed Kill Machine Exodus - Shovel Headed Kill Machine

Exodus er Thrash-Metal hljómsveit sem rekur ættir sínar til San Fransisco. Hljómsveitin var stofnuð árið 1980 af þeim Tom Hunting (Angel Witch, Sexoturica) og Kirk Hammet (sem seinna slóst í för með Metallica eins og allir vita).
Hljómsveitin gaf út sína fyrstu breiðskífu sem bar titilinn Bonded by Blood (1985, Torrid Records) og þá var uppröðunin Paul Baloff söngur, Gary Holt gítar, Rick Hunolt gítar, Rob McKillop bassa og Tom Hunting á trommum.
Síðan þá hefur hljómsveitin gefið út 6 plötur til viðbótar:
Pleasures of the Flesh (1987, Combat Records)
Fabulous Disaster (1989, Combat Records)
Impact is Imminent (1990, Capitol Records)
Force of Habit (1992, Capitol Records)
Tempo of the Damned (2004, Nuclear Blast)
Shovel Headed Kill Machine (2005, Nuclear Blast)

Þegar Shovel Headed Kill Machine kemur út hefur hljómsveitin gengið í gegnum miklar og erfiðar breytingar. Núna er Gary Holt sá eini sem er eftir af upprunalegu hljómsveitinni, og með honum er Jack Gibson (bassi) sem hefur verið í hljómsveitinni frá 1997 og 3 meðlimir sem koma allir nýir inn á þessari plötu. Það eru Rob Dukes (söngur), Lee Altus (gítar) og Paul Bostaph (trommur).

Shovel Headed Kill Machine inniheldur 10 lög:

1. Raze (04:16)
2. Deathamphetamine (08:36)
1. Karma’s Messenger (04:14)
2. Shudder to Think (04:48)
3. I Am Abomination (03:25)
4. Altered Boy (07:37)
5. Going Going Gone (04:58)
6. Now Thy Death Day Come (05:11)
7. .44 Magnum Opus (06:57)
8. Shovel Headed Kill Machine (02:56)


Raze:

Svona lög snýst Thrash metallinn um. Auðvitað eru djúpir textar frábærir og nauðsynlegir í tónlistinni, en það er alltaf gaman að sleppa sér aðeins í lögum eins og þessu. Þetta gífurlega hraða og taktfasta lag fjallar um það eitt að brenna allan andskotans heiminn niður í öskur.


Textabrot:
“Let’s start a fire, biggest one you’ve ever seen!
You bring the matches, I’ll bring the gasoline
Ignite it, delight it, let the flames grow higher!
Burn the world upon a funeral pyre”


Þarf að segja meira? Ég segi bara að þetta lag er fyrir alla sanna metal hausa! Hratt, hrátt, gróft og taktfast, og með sólói sem dynur svo harkalega á þér að það er eins og högg í andlitið.

Deathamphetamine:

Eins og titillinn kannski bendir til fjallar þetta lag um eiturlyfjafíkn. Þetta lag minnir á margan hátt á Master of Puppets, því að textinn fjallar á mjög raunverulegan hátt um það helvíti sem eiturlyfjaheimurinn er. Rétt eins og öll platan er þetta lag mjög hratt og taktfast og það er þess virði að hlusta á lagið bara til að heyra sólóið sem enginn má missa af. Þetta er lag sem mun óma í hausnum á þér marga daga eftir að þú heyrir það fyrst, það er svo gott.

Textabrot:
“Hit the pipe and vaporize
Feel the rush, so energized
Your longs being to crystallize
Try to stem the tide
From another five day ride
Don’t you know you’re dead inside?”



Karma’s Messenger

Lag sem fjallar á reiðan hátt um nauðgun mannkyns á sjálfu sér og öllu í kringum sig, og hvernig það ætti réttilega að útrýma okkur öllum. Línan “Human race is a cancer” segir allt sem segja þarf. Frábært lag, þar sem reiðin og árásargirnin sem einkennir Thrash Metal skín í gegn.

Textabrot:
“The human race is a cancer
Fueled by power and lust
Punishment is the answer
And payment is your blood”


Shudder to Think

Þetta lag er búið að vera fast á repeat í hausnum á mér í viku. Þarna er algert snilldar lag á ferð sem enginn má láta fram hjá sér fara. Í textanum er verið að lýsa persónuleika sem allir þekkja því miður, en það er fólk sem klúðrar öllu góðu sem það fær og kennir sífellt öðrum um sín vandamál. Eitthvað sem margir mættu taka til sín.

Textabrot:
“Why don’t you take some responsibility
You’re pointing fingers and blaming everybody
Shudder to think if I lived like you
They would be shaking too, if they only knew.”
Frábært lag, og það besta á plötunni strax á eftir I am Abomination og Raze.


I Am Abomination

Þetta lag er að mínu mati besta lagið á plötunni, og ég er ekki frá því að þetta sé eitt besta metal lag allra tíma. Ef það er eitthvað lag sem var sérsniðið fyrir headbangara þá er það þetta lag. Í lokin á hverju viðlagi þegar Rob öskrar “I AM ABOMINATION!” jaðrar við fullnægingu, því útrásin er svo mikil. Það er ekki annað hægt en að öskra með, og sólóið er ólýsanlegt.

Textabrot:
“Just underneath your skin
Is evil’s origin
Come see the face of devastation
You are me, I AM ABOMINATION!”


Altered Boy

Þá er komið að einu sérstakasta lagi plötunnar. Þetta lag fjallar á sterkan hátt um misnotkun kaþólskra presta á börnum, og yfirhylmingu kirkjunnar. Ég veit ekki hvort að Rob eða einhver annar í hljómsveitinni hafi orðið fyrir misnotkun af hendi prests en það kæmi mér ekki á óvart miðað við lagið. Sterkt og áhrífaríkt lag sem situr eftir í manni.

Textabrot:
“Men so benevolent
In a position of trust
Molesting children by the score
Rendering young life straight into the dust
They’re church is their Golgotha
Their crucified by the priest
Child becomes the victim
Holy Father becomes the beast”


Manni líður hreinlega illa við það að lesa textann.

Going Going Gone

Efist einhver um ágæti ofbeldis skal hann hlusta á þetta lag.

Textabrot:
“A straight razor and a flick of the wrist
Brass knuckles and a willing fist
A big knife and a little scream
They do wonders for my self-esteem
Warm blood and a cold embrace
The catch is better than the chase
They all ask why I’m doing this
Violence is bliss!”


Now Thy Death Day Come

Í þessu lagi syngur Rob um það hvernig þeir ímynda sér dómsdag, þegar menn hafa loksins náð að tortíma sjálfum sér og ekkert er eftir. Mjög gott lag, en stendur ekkert uppúr hinum. Mjög vel unnið og vandað lag.

Textabrot:
“The gates of heaven have been shattered
Wings of angels torn and tattered
All due to mankind’s thirst
For war so well rehearsed
When you see my demon eyes
Too late to apologize
Can you fell the irony?
War for all eternity!”


.44 Magnum Opus

Svo dettur fólki í hug að kenna Marilyn Monroe um Columbine skotárásirnar! Ef það er einhver hljómsveit sem er fær um það að gera fjöldamorð heillandi þá eru það Exodus.
Í þessu lagi lýsa þeir fjöldamorði sem myndu gera hvolpana í Columbine öfundsjúka. Brjálæðislegt lag, sem að sumir “óheilir” einstaklingar ættu kannski ekki að hlusta á.

Textabrot:
“Can’t withhold my anger, won’t control my rage
My blood lust will be sated
I’m locked and loaded, ready to engage
Killing everything I’ve always hated
A motherfucking Van Gogh with a gun
About to paint his masterpiece
Blow the world into oblivion
Paint with the blood of the deceased”



Shovel Headed Kill Machine

Þá er komið að titillaginu, og jafnframt síðasta laginu á plötunni, sem fjallar einmitt um The Shovel Headed Kill Machine, sem er lýst sem ógurlegustu stríðsmaskínu allra tíma, með þann eina tilgang að eyða öllu lífi. Frábært og grípandi lag sem endar plötuna á frábæran hátt. Sólóið teygir sig allra leið til himna og brotlendir síðan aftur í einu flottasta riffi sem heyrst hefur í háa herrans tíð.

Textabrot:
“So inhuman you don’t speak it’s name
It’s artillery sets the world aflame
Mechanical demon rolling ‘cross the sand
Blood stained thing scorching black the holy land
Skin made of iron, heart made of steel
Lubricated by the blood beneath it’s wheels
Reclaiming the world for it’s king
It’s the Shovel Headed Kill Machine”



Ég vil mæla eindregið með þessari plötu til allra þeirra sem kalla sig Metal aðdáendur. Þessi plata inniheldur ein bestu metal lög sem ég hef heyrt, og þar má nefna Raze og
I Am Abomination. Sólóin eru ómennsk, og rythminn frábær. Svona taktföst og grípandi lög er erfitt að finna, og sándið sem Exodus skapa sér er einstakt. Reddið ykkur þessari plötu!


Heimildir: www.metal-archives.com

Tenglar: http://www.nuclearblastusa.com/bands/exodus.html
http://www.centurymedia.com/bands/Alumni/Exodus.htm
http://www.exodusattack.com/
In such a world as this does one dare to think for himself?