Stefnumót Undirtóna á Gauk á stöng - Þriðjudags kvöldið 7 ágúst

Það verður brjáluð “METAL VEISLA” á Gauknum þri.7 ágúst en þar koma fram :

Klink
Forgarður helvítis
Changer

Changer eru nýbúnir að senda frá sér breiðskífu og lofar hún mjög góðu og verður spennandi að sjá þá spila í kvöld, drullu þétt og massíft band.

Forgarð helvítis ættu allir rokkarar að þekkja,þeir eru búnir að vera að spila síðan í kringum '90. Þeir eru reyndir í bransanumk og eru með einn flottasta frontmann ever “Sigga pönk” klikkaður gargari.

Þar næst spila Klink ekki næst besta metal band landsins eins og stóð í mogganum heldur besta band á landinu í dag. Það var óvíst hvort þeir gætu spilað þar sem Þröstur gítarleikari lenti í slysi,
en hann ættlar að harka þetta af sér og þeir lofa geðsjúkum tónleikum. Þeir Klinkarar eru búnir að vera að taka upp með Bibba “curver” og það stöff er geðveikt.

Húsið opnar KL: 21:00 og það kosta 500 kr,-inn. Það er 18 ára aldurstakmark og glaðningur frá Budweiser fylgir fyrstu 100 miðunum.