Það verða stórtónleikar í Tónlistarþróunarmiðstöðinni (TÞM) 24. janúar þegar bandaríska þungarokksveitin Modern Life is War mun heiðra okkur með nærveru sinni.
Hljómsveitin, sem hefur gefið út tvær breiðskífur, hefur fengið einróma lof fyrir plötur sínar og er sögð vera eitt besta tónleikaband í neðanjarðarheiminum um þessar mundir.
Fyrsta breiðskífa þeirra, “Clarity”, kom sem sprengja inn í neðanjarðartónlistarheiminn fyrir fáum árum og gátu gagnrýnendur varla haldið vatni yfir henni. Svo kom “Witness” út á seinasta ári og að flestra mati gefur hún “Clarity” ekkert eftir og er jafnvel betri!
semsagt:
MODERN LIFE IS WAR (frá USA. www.modernlifeiswar.net)
I adapt (Hardcore Konungarnir - www.iadapt.net)
Momentum (án efa þéttasta og besta metalband landsins! www.myspace.com/momentumtheband )
Fighting Shit (Intense, progressive hardcore - www.myspace.com/fightingshit)
Jakobínarína (sigurvegarar músíktilrauna! www.myspace.com/jakobinarina)
Brothers Majere (Metalhausarnir koma hér saman aftur eftir langt hlé! www.myspace.com/brothersmajere)
í Hellinum (tónlistarþróunarmiðstöðinni - TÞM)
24. janúar, kl 19:00
1000kr inn, ekkert aldurstakmark!