Metallica - Master of puppets Metallica – Master of puppets
Útgáfudagur: elektra; 21/02/86, music for nations; 07/03/86



Hér ætla ég að fjalla um uppáhalds plötuna mína, Master of puppets.
Til að byrja með vil ég segja áður en þið þursið yfir mig að mörg hver ykkar veit þetta allt saman, en þetta er aðeins mín skoðanir sem ég segi hér, og ef ég hef gert einhverjar vitlausar staðreyndir, bendið mér á þær án þess að bölva yfir því.. ;)

Þegar ég byrjaði að hlusta á Metallica var þessi plata fyrir mér ekkert sérstök, ekkert sérstakt meistarastykki fyrir mér, ég man þó að ég fýlaði strax Welcome home (Sanitarium) fljótlega, auk Master of puppets.
Textarnir í þessu lagi finnst mér óaðfinnanlega djúpir, eru frekar pólitískir og mjög vel gerðir.
Yfirbragðið yfir þessari plötu er drungalegur og fremur dimmur.
Röddin í James finnst mér vera einnig drungaleg og hann nær háu tónunum vel, og er fremur lipur.

En þarna voru þeir staddir árið 1986 og gáfu út sína þriðju breiðskífu, og þá langbestu að mínu mati. Í tísku var þarna að vera harður í rifnum 80’s gallabuxum, frekar meira samt glysrokk með hárið túberað, en þeim var skítsama.
Þeir vildu þarna á þessum tíma vera meira “aggressívari” og harðari en aðrir.
Þeir höfðu áður en þessi plata kom út gefið út Kill’em all, og Ride the lightning, og hafa verið ætíð pródúseraðir af Flemming Rassmusen, en hann prodúserar þessa plötu einnig.
Ride the lightning var meira melódísk plata en Kill’em all að áhrifum Cliff Burton og Kirk hammett.
Eftir Ride the lightning tourinn með Wasp og Anthrax, auk Metal church sem spiluðu nokkrum sinnum með þeim, fóru þeir strax í studio-ið Sweet Silence í Danmörku og fóru að vinna í Master Of Puppets, svo var flogið til Los Angeles að mixa hana fljótlega á eftir.

Þeir gáfu út sína fyrstu 7“ (sjö tommu) smáskífu (master of puppets lagið) sem kom út í Frakklandi í aðeins 500 eintökum og er frekar sjaldgæf, þeir gáfu líka út promo 12” smáskífu í usa með laginu Master of Puppets lagið aftur, en þetta voru einu smáskífurnar á plötunni.

Auðvitað þurfti það að gerast á hátindi ferils síns tónlistarlega að þeirra frábæri bassaleikari Cliff Burton dó í rútuslysi í svíðþjóð 27 september 1986 þegar rútan valt á svörtum ís, þó að James vildi frekar meina að bílstjórinn hafi verið drukkinn. Þann 7 Október fór fram jarðaförin hans og Orion var spilað í henni.

Að sögn Kirk í nýlegu blaði sagði hann að þeir vildu bara á þessum tíma gera sína bestu plötu en þeir hefðu aldrei trúað því hversu fersk hún yrði eftir 20 ár sem ég er fullkomnlega sammála.
En komum okkur að plötunni.

Credit Listi:

Metallica - Producer, Cover Art Concept
Kirk Hammett - Guitar
James Hetfield - Guitar, Arranger, Vocals
Flemming Rasmussen - Producer, Engineer
Lars Ulrich - Arranger, Drums
Cliff Burton - Bass, Vocals (bckgr)

1. Battery (Hetfield/Ulrich) - 5:10
Þetta lag byrjar mjög vel að mínu mati..flott sound enda spilað á spænskum gítar í byrjun. Þetta lag hefur aldrei farið almennilega í mig, þó er þetta mjög flottur hraður metall, frekar “fljúgandi” að mínu mati.
Þetta lag fjallar um menn sem eru að lemja hvorn aðra í mauk, og yfir höfuð um ofbeldi.
Flott byrjun á plötu, sérstaklega fyrir þessa plötu en lagið sjálft hefur aldrei verið talið eitthvað meistarstykki fyrir mér.

8/10

2. Master Of Puppets. (Burton/Hammett/Hetfield/Ulrich) - 8:38
Þetta lag finnst mér eiginlega það besta sem þessir náungar hafa gert. Þetta er án efa flottasta byrjun á lagi sem ég hef heyrt, mér er minnistætt þegar ég sá úr some kind of monster myndinni þá unga vera að labba úr rútu og partur 0:22 til 0:30 var í gangi. Þá sá maður hvað þessi plata sker sig meistaralega mikið úr St. Anger, sérstaklega þegar maður var búinn að heyra það glamur nánast alla myndina.

“Taste me you will see
More is all you need
You're dedicated to
How I'm killing you! “

Textinn í þessu lagi er sá besti sem ég hef heyrt, ég er alltaf að fatta eitthvað frábært og nýtt við þennan texta.
Þessi texti er um hvernig dóp getur drepið mann, aðallega heróín og hvernig það getur ráðið yfir lífi manns.
Ég held að þetta lag skiptist í þrjá parta. Fikt, víma, og afleiðing sem endar með skuggalegum djöflahlátri.
Rólegi parturinn hefur alltaf verið fyrir mér eins og ég sagði vera vímukafli, þar sem neytandinn er í sinni sælu vímu, en 4:47 má augljóslega greina eitthvað óvænt og hræðilegt. Þegar sólóinn byrjar þá finnst mér það virka eins og að vakna úr góðum draumi yfir í dópafleiðingarnar.
Þetta er fyrir mér hið fullkomna metallag, og ég skil ekki hvernig er ekki hægt að gefa því hæstu einkunn, enda hef ég hlustað á þetta mjög lengi og aldrei fengið leið á þessu lagi.

10/10

3. The thing that should not be (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:32

Ég verð því miður að segja að þetta finnst mér leiðinlegasta lagið á plötunni, þó að þetta lag séi samt sem áður alls ekki leiðinlegt.
Þetta er þyngsta lag Metallica fyrr en síðar, sumir vilja meina að sad but true séi þyngsta lagið þeirra en mér finnst það alls ekki rétt.
Textinn í þessu lagi er djúpur, mjööög djúpur.
Fjallar um bók sem Cliff Burton benti þeim strákum á sem heitir Shadow Over Innsmouth sem kom út 1936 eftir H.P. Lovecraft og fjallar um sögu neðansjávar.

8.5/10

4. Welcome home (sanitarium) (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 6:28

Þetta lag komst ég frekar snemma inní þegar ég hlustaði á þessa plötu fyrst, og mér finnst þetta lag mjög vanmetið.
Lagið fjallar um það að vera geðveikur og vera á geðveikrahæli
Kirk Hammett about “Welcome Home (Sanitarium)”
”The beginning of the first solo is an arpeggiated ninth chord figure, where I basically mirror what James is playing. The secong guitar figure had some harmonies. I used a wha-wha pedal on the third solo, which was pretty straight ahead. The fourth solo comes out of harmonized guitars; the very last lick was based on something really cool I saw Cliff [Burton] play on guitar in the hotel one night that I knew would work in that spot.”

10/10

5. Disposable Heroes (Hammett/Hetfield/Ulrich) - 8:14

Þetta lag er æðislegt, hið litla “master of puppets” lag á plötunni finnst mér ef þið skiljið mig rétt
Lagið byrjar hratt og flott, og er hálfpartinn eins og kaldri tusku séi skvett framan í mann í byrjun, þetta lag inniheldur flott riff .
Þetta lag fjallar um þegar hershöfðingjar senda unga skólastráka í herinn og í dauðann, sem eru hræddir við að drepa og kunna ekkert um meðhöndlun á vopnum.
Þeir syngja um hversu ömurleg stríð geta verið, og það að það eru engir siguverar, bara looserar.
Þetta var fyrst spilað live 14 september 1985 í svíðþjóð, og eina skiptið sem Cliff spilar það live, en þeir spiluðu þetta oft árið 1994 í “summer shit” tournum.

9.5/10

6. Leper Messiah. (Hetfield/Ulrich) - 5:38

Þetta lag fílaði ég frekar snemma líka, inniheldur frekar hægt riff til að byrja með, sem Dave Mustaine sagðist hafa gert, en er ekki á credid listanum, en svo kemur finnst mér eitt flottasta riff plötunnar koma, með óaðfinnanlegum sóló, sýnir mjög vel dimman og drunganlega andann yfir þessari plötu
Þetta fjallar um hluti líkt og að Guð/Jesú séi að tæla menn til að gefa sér pening.

“Send me money, send me green”
“Heaven you will meet”
“Make a contribution”
“And you'll get a better seat”

9/10

7. Orion (Burton/Hetfield/Ulrich) - 8:12
Þetta er besta lag sem metallica hefur gefið út að mínu mati, meistaraverk Cliff Burtons, með bassasólóinn í miðju laginu.
Þetta var að auki var þetta lag spilað í jarðaförinni, til heiðurs kallinum.
Fyrsti sólóinn í laginu gerir James, og afsannar þar með sögusagnir um að hann gæti ekki gert neina sólóa, en solo nr 2. gerir Kirk.
Rólegi kaflinn í laginu finnst mér æðislegur, svo rólegur og flottur, ótrúlega vel gerður tónlistalega séð

10/10

8. Damage, Inc. (Burton/Hammett/Hetfield/Ulrich) - 5:08

Þetta lag fílaði ég alls ekki first, en svo komst ég loksins inní þetta lag og sá hvað þetta er frábært lag.
Inniheldur fáránlega hröð og flott riff og maður heyrir greinilega að það er verið að syngja um alvarleikann.
Þetta lag tillir sér á háum stól hjá mér yfir lagasmíði, þetta er lag er í stíl sem ekki allir gera.
Lagið fjallar um tilgangslaus slagsmál og læti.
“Blood will follow blood!”

10/10


Í heildina séð er þetta hin fullkomna plata fyrir mér, allir fjórir eru þeir að gera brjálaða hluti og vita virkilega hvað þeir eru að gera tónlistarlega.
Það merkilega við þessa plötu er hvað hún seldist vel miðað við enga útvarpsspilun.
Hún fór beint í gull og í platinum, og hefur selst í fleiri milljónum eintaka.
Þessi plata fær hiklaust toppeinkunn hjá mér
*****/*****