Á eftir ‘Serpents’ kom live diskurinn ‘When Satan Lives’ en lagalistinn innihélt aðeins eitt lag af Legion, því að Deicide höfðu víst sagt að Legion sé of chaotic til að spila af honum á tónleikum, eða svo skilst manni.
2000 kom ‘Insineratehymn’ út. Kannski ekki alveg besti diskur í heimi, en þó er hann ágætlega þéttur. Mikið af aðdáendum urðu mjög fúlir með þennan disk, hann er öðruvísi produced(eh?) heldur en allir fyrri diskarnir. Hann er ekki eins hraður og þeir gömlu og riffin ekki eins brutal. Ég fíla samt mjög vel hvernig hann er produced þó það sé öðruvísi en þetta er fínlega gert. Sólóin hljóma líka minna einsog ískur úr helvíti (ATH: það er gott ef sólóin hljóma þannig.) En nú nenni ég ekki að skrifa meira um þennan disk.
2001. In Torment In Hell. Einhvernvegin finnst mér þessi diskur dimmari heldur en hinn sem kom á undan. Fínn diskur en samkvæmt hljómsveitinni þá voru helvítis roadrunner eitthvað að flýta sér víst og ráku eitthvað á eftir Deicide með að klára diskinn sem á að útskýra lélég gæði og lélegt artwork. Þessi diskur fékk lélegar viðtökur og ég skil það nokkurnvegin, þegar maður hlustar á alla diskana þeirra í röð hljóma Insineratehymn og In Torment In Hell svolítið einsog þeir séu hættir að leggja sig alveg fram og eiginlega bara að gefa út þessa diska til að gefa út eitthvað. Satan hefur verið vonsvikinn.
2003 kom út ‘Best of’ diskur út hjá roadrunner en það er það síðasta sem kom út hjá Deicide hjá roadrunner. Diskurinn inniheldur lög af fyrstu 5 breiðskífunum.
2004 kom ‘Scars Of The Crucifix’ út hjá Earache Records og hann er sá ferskasti eftir Once Upon The Cross að mínu mati. Nú finnst mér Benton vera búinn að laga sönginn aðeins og soundið í hljóðfærunum er frábært. Sólóin eru orðin melódískari, gítarleikurinn er frábærlega þéttur og lagasmíðarnar eru mjög góðar. Deicide gerðu sitt fyrsta tónlistarmyndband eftir titillaginu ‘Scars Of The Crucifix’ og þeir tóku það upp í Nottingham á Englandi. Þar má sjá hve Glen Benton er hrifinn af mótorhjólum.
Í lok 2004 gaf Benton út tilkynningu um að Hoffman bræðurnir væru reknir. Hann sagði að það væri útaf því að þeir hættu við tónleika og færu af túrum. Hoffman bræðurnir svöruðu fyrir sig með því að segja það að það væri í alvöru Glen sem væri að hætta við tónleika og kölluðu hann víst poser fyrir að hafa gift sig í kirkju og skírt son sinn eða eitthvað álíka. Djöfull varð ég annars hissa á að heyra það. Annars finnst mér lame að Hoffman bræðurnir séu hættir. Dave Suzuki úr Vital Remains og Jack Owen ex-Cannibal Corpse spila núna með Deicide á tónleikum og líka gaur að nafni Ralph Santolla. Hann hefur verið með hljómsveitum einsog Death, Iced Earth o.fl.
Nú í janúar á víst að koma eða er komið DVD. When London Burns kallast það og á því má finna einhver viðtöl og útskýringu afhverju Benton brennimerkti öfuga krossinn á ennið.
Ég ætla í lokin að segja hérna smá skemmtilegheit um Glen Benton. Hann hefur sungið með hljómsveitunum Napalm Death og Vital Remains. Í ‘the næntís’ hringdi hann einhvertíma í svona call-in kristin útvarpsþátt og fór að rökræða við einhvern prestsandskota. Glen sagði að hann þyrfti að fullkomna líf í andstæðu við Jesú Krist með því að fremja sjálfsmorð þegar hann væri 32 ára. Um það fjallar textinn ‘Sacrificial Suicide’. Ekki veit ég hvað hann er gamall en hann er örugglega orðinn 32. Ég verð að vera feginn að hann drap sig ekki.
Þá ætla ég að ljúka þessu drasli á textabroti úr laginu Deicide.
I am evil
I'm the Deicide and I killed the lord
No more reasons
I will kill the world in another form
I rule this world
Marduk þakkar fyrir sig! Ég óska ykkur gleðilegs nýs árs og skemmtið ykkur vel og ég vona að þið deyið öll sem fórnir til Satans. Góðar stundir.
They may take our lives but they'll never take our freedom!