Nýju ári verður fagnað á þrettándanum, föstudeginum 6. janúar með heljarinnar metal tónleikum. Slátrunin mun eiga sér stað í norðurkjallara menntaskólans við hamrahlíð.
Það kostar ekki nema skitnar 500kr inn og húsið opnar kl 20:00.
Hljómsveitir sem munu leika fyrir dansi verða
Severed Crotch (www.myspace.com/severedcrotch)
Ekta dauðarokk. Margir telja þá líka Cannibal Corpse, en munurinn er sá að klofið eru einfaldlega betri!
Momentum (www.dordingull.com/momentum)
Það er ekki af ástæðulausu afhverju erlendar dauðarokks hljómsveitir hreinlega slefa yfir þessu bandi.
Potentiam (www.potentiam.com)
Reyndir kappar, eitt af fáum böndum á Íslandi sem eiga rætur að rekja í svartmálm. Nýjasta efnið er með því ferskasta sem hefur heyrst hér á fróni.
Denver (www.denverboys.com)
Ferkst thrashmetal band úr Garðabæ, í anda Hatesphere og Lamb of God. Fyrsta útgáfan á leiðinni.
Finnegan (www.myspace.com/finnegan)
Mjög ungt metal band. Sigurvegarar global battle of the bands 2005. Samanstendur af meðlimum úr Andlát o.fl.
Eins og hefur komið fram, þá hefst gamanið uppúr 8 og kostar einn rauðan jón sigurðsson inn.