Bruce Dickinson
Ég ætla hér að fjalla um Bruce Dickinson í smáum dráttum.
Bruce Dickinson er sennilega best þekktur fyrir að vera í hinni stórgóðu hljómsveit Iron Maiden en hann hefur þó gefið út sína eigin diska.
Tattooed Millionaire (1990)
Balls to Picasso (1994)
Alive in Studio (1995)
Skunkworks (1996)
Accident of Birth (1997)
The Chemical Wedding (1998)
Scream for Me Brazil (1999)
The Best of Bruce Dickinson (2001)
Bruce Dickinson er fæddur þann 7 Ágúst, 1958 í bænum Worksop í Englandi. Hann var skírður Paul Dickinson en fékk nafnið Bruce á ungum aldri af óþekktri ástæðu. Flutti til Sheffield á unglingsárum og varð fyrir áhrifum frá hljómsveitum á borð við Deep Purple. Bruce reyndi fyrir sér sem trommari fyrst um sinn en snéri sér svo að söng og söng fyrir nokkur bönd þangað til hann gekk til liðs við Samson. Árið 1981 hætti Bruce svo í Samson eftir þrjár plötur og var fljótlega ráðinn sem söngvari Iron Maiden. Fyrsta lagið sem Bruce söng með sveitinni var Run to the hills. Bruce hætti í Iron Maiden eftir langan og góðan feril árið 1993 og fór að einbeita sér að eigin ferli. (Sagan segir að hann og Steve Harris höfðu lengi deilt illilega á bak við tjöldin, en báðir vilja ekkert um það segja.)Hann kom síðan aftur í bandið árið 1999 ásamt Adrian Smith fyrir túr með klassísku uppstillingunni + Janick Gears.
Af þeim lögum sem hann hefur gefið út á sínum sólóferli ber helst að nefna Tears of the dragon sem kom út á Balls to Picasso árið 1994. Seinna sagði hann í einhverju viðtali að þetta lag hefði þess vegna getað verið lag með Iron Maiden en hann hafði kosið að gefa það út sjálfur af því að hann taldi að hann hefði ekki getað haft það eins og hann vildi hafa það ef Iron Maiden hefðu spilað það.
Önnur lög sem hljóma einnig vel eru t.d. Book of thel, Tattooed Millionaire, Chemical Wedding, The Tower, o.fl.
Besta stúdíó plata Bruce er að mínu mati The Chemical Wedding. Lög eins og Book of thel, Chemical wedding, The Tower og Gates of Urizen gera þessa plötu
Ég skora á alla, helst til Iron Maiden adáendur, sem ekki hafa kynnt sér Bruce og lögin hans, að kynna sér þá tónlist sem hann hefur gefið út.