Progressive Metal bönd.


Hér ætla ég að kynna ykkur fyrir nokkrum Progmetalböndum sem eru í uppáhaldi hjá mér. Ég sleppti reyndar mínu uppáhalds, Dream Theater, því ég býst við að þið þekkjið það öll. Kem kannski með ítarlega grein um þá seinna.

Pagan’s Mind

Norskt Progressve/Heavy Metal band sem ég hef verið að hlusta á. Þeir hafa gefið út 3 plötur frá árinu 2000, Infinity Divine, Celestial Entrance og Enigmatic. Ég get voðalítið sagt um þessa hljómsveit, annað en að hún er þess verð að þið geið ykkur tíma til að kynna ykkur hana. Hér að neðan eru svo tóndæmi frá heimasíðu sveitarinnar, www.pagansmind.com

http://xametal.temp.powweb.com/pagans_mind/mp3/through_osiris_eyes.mp3



Threshold

Threshold er sex manna hljómsveit frá Suður-Bretlandi, þeir gáfu út plöturnar Hypothetical og Critical Mass sem fengu fína athygli í Þýskalandi. Árið 2004 gefa þeir út þriðju plötuna, Subsurface, sem er sögð þeirra besta verk til þessa og vil ég td. benda á lagið Mission Profile.

“It’s Threshold’s best album, written with an engaged mind, performed confidently and recommended for anyone who remembers when rock had it all, not just a haircut and an attitude”.

www.thresh.net
http://www.thinicestudios.com/threshold/threshold-missionprofile.mp3

Zero Hour

Bandarísk hljómsveit, stofnuð í San Francsico 1993 af tvíburabræðrunum Jasun og Troy Tipton. Fyrsta breiðskífan kom þó ekki út fyrr en 1999, og fékk hún nafnið Zero Hour. Þeir gáfu plötuna út á eigin vegum og ekki leit út fyrir að sveitin ætti mikla framtíð. Þeir fengu þó samning hjá Sensory og gáfu út plötuna The Towers of Avarice. Þá vil ég mæla með laginu Stratagem sem heillaði mig við fyrstu hlustun og minnir hljóðfæraleikurinn mjög á Dream Theater. Þessi plata fékk mjög góða dóma og fylgdu þeir henni eftir með Metamorphosis árið 2003. Hún er ekki mikið síðri en síðasta plata og er sveitin hratt að vinna sig upp sem ein virtasta progmetalhljómsveitin. Í ár kom svo út fjórða platan, A Fragile Mind út. Hana á ég eftir að hlusta á svo ég læt þetta duga.

http://www.zerohourweb.com/


Symphony X

Stofnuð í New Jersey 1994 af gítaristanum Michael Romeo. Hann hafði sama ár gefið út sólóplötuna The Dark Chapter þar sem hann spilaði á öll hljóðfæri sjálfur, nema í einu lagi og hlaut hún góða dóma. Þar spilaði Michael Pinnella á hljómborð. Pinnella þessi er einmitt hljómborðsleikari sveitarinnar í dag. Fyrsta platan kom einnig út 1994, og hét hún einfaldlega Symphony X. Hún innihéld 10 lög. Árið eftir kom út platan The Damnation Game og 2 árum síðar fylgdi The Divine Wings of Tradegy sem inniheldur meðal annars lagið Of Sins And Shadows. Árið 1998 gáfu þeir út 2 plötur, eða Twilight in Olympus og Prelude to the Millennium. Platan V: The Mythology Suite kom út 2000, og innihélt slagara á borð við Evolution og Communion and the Oracle. Árið 2002 kom síðan nýjasta platan út, The Odyssey, en titillag þeirrar plötu er rúmar 24 mínútur. Ég býst við að einhverjir hér kannist við hljómsveitina þó. Á heimasíðu sveitarinnar, www.symphonyx.com er hægt að sækja lög og lesa ýmislegt.



Mynd: Threshold