Stampin Ground á föstudaginn (27. júlí) Jæja þá styttist í rokktónleika sumarsins. Stampin' Ground eru á leiðinni til landsins og halda hér tónleika á föstudaginn. Á tónleikunum spila einnig hljómsveitirnar I adapt, Klink og Snafu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og ráðlegg ég öllum að mæta stundvíslega til að sjá allan pakkan. Það kostar aðeins 1000 kr. á þessa tónleika þannig nú er að fjölmenna og taka alla ættingja og kunningja með til að sjá alvöru hardcore show. Þetta er eitthvað sem þið megið ekki missa af. Ef þið viljið kynna ykkur bandið nánar þá er það hægt á eftirfarandi stöðum:

http://www.stampinground.f9.co.uk/
http://www.dordingull.com/hardkjarni/greinar/stampinground.html
http://www.dordingull.com/hardkjarni/vidtol/stompinground.html (viðtal)
http://www.reykjavik.com/news.asp?newsid=1294&lang=is (viðtal)

Nánar um Stampin' Ground.
Þessi hljómsveit hefur haft ómæld áhrif á bresku harðkjarnasenuna síðastliðin ár og má segja að senan þar væri varla til ef þessi hljómsveit hefði ekki komið upp á yfirborðið með sinn ferska blæ og ótrúlegan heiðarleika. Þeir hafa einnig verið mjög duglegir við að koma senunni þar á kortið með því að spila með öllum og alls staðar. Það er ekki algengt að hljómsveit eins og Stampin' ground hiti upp fyrir bæði Napalm death og AFI (eins ólík og þau tvö bönd eru nú) á innan við hálfu ári. Þessu hafa þeir náð vegna þess gríðarlega orðspors sem þeir hafa fengið sem frábært tónleikaband, með því að gefa alltaf 110% í alla tónleika sama hvar, hvenær eða fyrir hverja þeir eru að spila. Þeir hafa lofað sínu öflugasta fyrir tónleikana á Íslandi þar sem þetta verða síðustu tónleikar þeirra á árinu þar sem stefnan er svo tekin í stúdíó að taka upp næstu plötu.

Nánar á http://www.dordingull.com/hardkjarni/greinar/stampinground.html

Þið ættuð nú að þekkja Íslensku böndin vel en ef þið viljið kynna ykkur þau nánar fyrir tónleikana þá er bara að kíkja á heimasíðuna þeirra:
http://www.dordingull.com/iadapt
http://www.dordingull.com/klink
http://www.dordingull.com/snafu