Þá er komið að því kæru hálsar! Niðurtalningin er hafin fyrir Mekka þungarokkarans, Wacken Open Air festivalið í Norður-Þýskalandi 3.-5. ágúst 2006! Restingmind Concerts leiddi hóp 40 hressra ungmenna á þetta festival sumarið 2005 í ferð sem seint verður gleymd. Stefnan er sett á þetta auðvitað aftur í sumar en núþegar er búið að staðfesta goðsagnir eins og Celtic Frost og Emperor, ásamt Finnunum frábæru í Finntroll og hinum mögnuðu Nevermore. Nánari listi yfir staðfest bönd á www.wacken.com

Jólatilboð í desember
Eins og í fyrra verður boðið upp á sérstakt jólatilboð á þetta sem innheldur miða í rútu frá Kaupmannahöfn, miða á Wacken festivalið og official Wacken bol. Verðið á þessum pakka er það sama og í fyrra eða 13.000 kr.

Athugið að um takmarkað upplag er að ræða, og rennur þetta tilboð út 30. desember (búið að borga þá), þannig að það er um að gera að hafa hraðar hendur!

Venjulegur pakkadíll
Þeir sem ekki nýta sér jólatilboðið geta keypt sér miða í rútuna og á festivalið á 15.200.

Ferðalag til Kaupmannahafnar
Auðvitað þarf fólk svo að komast til Kaupmannahöfn, en það er á þeirra ábyrgð að komast þangað, enda mismunandi hversu lengi menn dvelja ytra fyrir og eftir festivalið enda margir sem taka sér frí í kringum þetta.

Rútuferðin
Lagt verður af stað frá Kaupmannahöfn miðvikudaginn 2. ágúst 2006 snemma um morguninn (í kringum 8-9). Fólk verður því að vera komið til Kaupmannahafnar 1. ágúst hið síðasta. Komið er heim aftur til Köben á sunnudeginum
Síðustu ár hefur verið farið með stórum rútum og hefur verið salernisaðstaða og sala á drykkjum um borð. Slíkt verður einnig núna, auk þess sem að rútuferðin verður reyklaus!

Áhugasamir sendi mail á thorsteinn “at” restingmind.com

Þorsteinn
Resting Mind concerts