Myrk er íslenskt Black Metal hljómsveit sem var starfandi á árunum 1997 – 2003.
Þetta byrjaði allt bara sem hugmynd í kollinum á Bjarna. Frá unga aldri dróst hann mjög að tónlist á myrkari kantinum og fann það einnig út hvað honum þótti þægilegt að tjá tilfinningar sínar og skoðanir í gegnum tónlist
Þá kallaði hann verkefnið Myrk og var að semja texta og hann og félagar hans æfðu lögin, en þar sem allir hinir meðlimirnir voru svo uppteknir af hinum verkefnunum sínum að það var bara enginn tími fyrir Myrk. Árið 2000 gekk Bjarni í hljómsveit félaga sinna, Mictian alveg til ársins 2001, sem var þá sem sú hljómsveit hætti. En meðlimirnir, þeir: Bjarni, Erling, Stjáni og Öddi ásamt hljómborðsleikara vildu halda áfram að spila saman Black Metal þannig að þá byrjaði Myrk fyrir fullri alvöru.
Seinna árið 2001 fóru þeir að taka upp sitt fyrsta demo sem innihélt 7 lög, það var tekið í littlu heimastúdíói sem vinur þeirra átti en eftir það ráku þeir hljómborðsleikarann og ákváðu að það ætti bara hreinlega ekki við Myrk. Árið 2002 fóru þeir síðan og tóku annað demo sem innihélt 2 lög. Sama ár kom Kobbi í hljómsveitina sem seinni gítarleikari og byrjaði Myrk þá að spila af fullum krafti á tónleikum.
Árið 2003 fengu Myrk samning hjá Ketzer records, þá var byrjað að gefa bæði demoin út sem promo2002. Og tökur kláruðust á fyrstu breiðskífu þeirra Icon of the Dark. En seinna á sama ári hófust mikil rifrildi milli Bjarna og Ödda sem gerðu það að verkum að Öddi hætti. Í kjölfarið ákvað Erling, Stjáni og Haffi, sem kom í stað Kobba um tíma, allir að hætta. Eftir að spilaborgin hafði hrunið ákvað Bjarni að hann vildi halda þessu verkefni lifandi og Kobbi kom aftur og eru þeir tveir núna einu meðlimir hljómsveitarinnar. Icons of the Dark var gefinn út árið 2003 af Ketzer Records.
Aðrir meðlimir Myrk en þeir Bjarni og Kobbi fóru í önnur verkefni. Söngvarinn Öddi hefur ekki byrjað í annari hljómsveit eftir hann hætti í Myrk.
Haffi, söngvari Momentum fyllti upp í skarðið fyrir Kobba um tíma, þegar hann hætti. Momentum hét Afsprengi Satans meðan Haffi var í Myrk, þá var það
fyrst eins manns verkefni hans en eftir að allir hættu í Myrk byrjuðu nokkrir þeirra með Haffa í hljómsveit hans. Það voru þeir Erling sem spilar nú á gítar í Momentum og Kristján sem er trommari nú í þeirri hljómsveit. Afsprengi Stans breyttist í Momentum og stíll þeirra einnig. Núna spila þeir svona bland í poka
af mörgum stefnum en eiga núna meira skild við Dauðametal en Svartmálm.
Stefnur:
Myrk spila Black Metal eða svokallaðan Svartmálm einsog það er kallað á góðri íslensku. Vegna ólíkan tónlistarsmekk meðlimanna blönduðu þeir saman mörgum stefnum og úr varð nokkurskonar Black Metal hræringur. Það voru t.d sumir í rólegri tónlist og lítið fyrir Svartmálm , einsog Kobbi og Erling, þess vegna komu melódískar áhrif frá þeim en Kobbi var eitthvað smá inní Svartmálmi með böndum einsog Dimmu Borgir og Cradle of Filth. Erling var hinsvegar mikið inní Progressive metali með böndum á borð við Dream Theater.
Þá voru líka mikil Thrash Metal áhrif líka einsog Slayer sem Bjarni var á kafi í. Önnur bönd sem höfðu áhrif á Bjarna voru t.d Darkthrone, Immortal og Death. Frá Stjána var það Dauðametallinn, þá helst með Morbid Angel og svipuðum böndum. Öddi var í öllum þessum helstu Svartálmsböndum einsog Immortal, Mayhem.
Þeir telja sig þó hafa einhver áhrif á íslensku Svartmálmssenuna þar sem, þegar þeir byrjuðu að spila sem Mictian voru þeir eina Svartmálms hljómsveitin sem var starfandi að Potentiam undanskildum. En síðan byrjuðu hljómsveitir á borð við Myrkaröfl, Níðhöggur osv.frv. Þrátt fyrir það voru þeir eina Svartmálms hljómsveitin sem spilaði live að einhverju viti, meðan hljómsveitin var starfandi.
Ástæðan fyrir því að þeir ákvaðu að spila Svartmálm var það að hugmyndir þeirra og pælingar voru allar tengdar hugmyndafræði Svartmálms. Þeirra lifnaðarhættir og lífspeki öll í þann dúr þar sem meðlimir hljómsveitarinnar eru allir annaðhvort heiðnir eða satanískir.
Það var enginn þröngsýni í gangi þar sem meðlimir voru mjög opnir fyrir nýjum hugmyndum og vildu ekkert endilega líma sig við bara eina stefnu, heldur teygja eitthvað úr þessu.
Hvað textanna varðar voru það þessir sígildu Svartmálms textar um meistarann okkar, Satan og satanisma og aðra vonda hluti. Fjalla s.s um andkristni, illskuna innan í hverjum manni, skepnuna. En það eru einnig textar um dapurleika, eymd, sjálfshatur og hatur í garð persónulegra upplifanna. Bjarni, sem semur textanna finnst að það sé mikilvægt að textarnir hafi eitthvað að segja, segi einhverja sögu fyrir ímyndunaraflið. Ef maður hefði enga texta og væri bara að öskra eitthvað uppí loftið væri það bara fáranlegt og tilgangslaust.
HEIMILDIR:
Síður:
Official siða Myrk
Metal-Observer: Um Myrk
Myndir:
Harðkjarni
Metal-Archives
Official síða Myrk
Viðtöl:
Nokkrar spurningar sendar til Gadds, gítarleikara Myrk.
http://www.hardkjarni.com/vidtol/undirtonar.myrk.php
http://darkulture.com/myrk.html
http://www.vampire-magazine.com/interviews/myrk/38702_myrk_icelandic_blackmetal.html
Þetta var í rauninni skólaverkefni fyrir LIM sem ég valdi, ég gerði heimasíðu í kjölfarið, hér er hún:
http://multimedia.is:16080/~3110862199/lim203/myrk/myrk.html
Ég fékk ekki viðtal við Bjarna en sendi gítarleikaranum Gaddi nokkrar spurningar og hann svaraði því sem hann gat en annars fann ég nokkur önnur viðtöl af netinu sem ég nýttist við, svo þetta var mestmegnis annars heimildavinna.
————–