Fyrst að ég þýddi bréfið hans Tuomas ákvað ég einnig að skella hér inn bréfinu sem að Tarja skrifaði til aðdáenda sinna og Nightwish:
“Síðan seinasta Sunnudagsmorgun hef ég verið beðin um að tjá mig um mína stöðu af tímaritum, dagblöðum, útvarpsstöðvum og sjónvarpsstöðvum, aðdáendaklúbbum og aðdáendum frá Finnlandi og frá öllum heiminum. Svo mörgum allt í allt að það er ómögulegt fyrir mig að finna tíma til að svara hverjum og einum einstaklingslega. Þessvegna ákvað ég að skrifa nokkra hluti í þennan texta til að láta aðdáendur mína, fjölskyldu, vini og almenning vita hvernig mér líður eftir nýliðna atburði.

Þetta er andartak þjáningar og til að syrgja og mér finnst mjög erfitt að tala.

Eins og er þá er ég í Argentínu. Ég vona að þið skiljið að eftir þessa skelfilegu breytingu, jafn mikil og skilnaður, langaði mig ekki að vera ein heima í Finnlandi. Maðurinn minn var búin að bóka ferð til Argentínu fyrir mörgum mánuðum og ég ákvað að ferðast með honum á seinustu stundu.

En staðreyndin að ég er í Argentínu og fjarlægðin mikla á að sjálfsögðu ekki að vera afsökun til að sleppa því að tjá um mig um ástandið.

Seinasta föstudag, 21. október var dagur sem að öll hljómsveitin hafði beðið eftir lengi.

Æfingar byrjuðu snemma um morguninn. Ég var mjög veik og kvíðin útaf staðreyndinni að ég gat ekki sungið á æfingunum.

Ég var líka kvíðin því að tónleikarnir voru lengri en venjulegu Nightwish-tónleikarnir. Einnig ætluðum við að hafa sérstakan gest til að koma fram með okkur, meiri breytingar fyrir mig heldur en vanalega og í fyrsta skiptið stór skjár og stærri uppfærsla á sviði.

Ekki síst af öllu útaf því að það átti að taka tónleikana upp á disk og myndband.

Okkur fimm hafði loksins tekist að spila í Hartwall-tónleikahöllinni.

Jafnvel þó við vissum öll að það var búið að seljast upp á tónleikana, loksins þegar við komum upp á sviðið sáum við að öskrandi, klappandi og standandi fólk fyllti hvert einasta sæti. Tilfiningin var ótrúleg.

Ég mun aldrei gleyma hvernig það var að ullifa fyrstu finnsku hlustenda athöfnina.

Þegar tónleikarnir voru búnir, grét ég af gleði á sviðinu. Gleðitár því að mér tókst að gera mitt besta og ég hélt að ég væri veik. Gleðitár því að tónleikaferðalagið okkar fékk bestu endalok sem hægt var að vonast eftir og út af því að ég fékk besta hlut sem að listamaður getur fengið: klapp og brosandi andlit.

Þegar þetta gerðist vissi ég ekki að ég myndi gráta aftur bráðlega.

Eftir tónleikana buðu strákarnir í hljómsveitinni mér baksviðs að báðu mig um faðmlag allir saman. Mér leið skringilega því að þetta var eins faðmlag og við föðmumst vanalega fyrir hverja tónleika. Sú hefð hafði alltaf verið á milli okkar, þrátt fyrir spennuna og hækkandi þrýsting sem var búin að vera til mjög lengi.

Mér leið fyrst eins og ég ætti að þakka þeim, sem ég gerði hátt án þess að neinn svaraði mér.

Eftir þetta létu þeir mig fá bréf og báðu mig um að lesa það næsta dag. Sama bréf og er núna búið að gera opinbert.

Ég las það og ég fékk áfall.

Ég vissi ekki hvað átti að segja og enn þegar ég er að skrifa þessar línur veit ég það ekki.

Ég skynja mikla reiði í þessu bréfi og ég held áfram að hafa mjög ruglandi tilfiningar um það, en ég vil ekki svara reiði með reiði. Einkamál eiga ekki að vera gerð opinber.

Ég veit þessi stund á eftir að vera dapurleg fyrir alla, sérstaklega strákana.

Þegar það voru svo margar aðrar aðferðir og leiðir til að tjá það þeim langaði að segja mér með þessu bréfi, þá skil ég ekki enn afhverju þeir ákváðu að gera þetta svona. Mér þykir fyrir því að strákarnir miskildu mig svona. Ég þekki ekki þá manneskju sem þeir sögðu að væri ég.

Þeir sögðu illgjarna hluti um mig, en staðreyndin að þeir blönduðu Marcelo, manninum mínum, inn í þetta fyllti mælinn. Hann er maðurinn sem ég elska, vinur minn og hefur verið minn mesti stuðningur öll seinastliðin ár.

Við höfum verið saman í hljómsveit í 9 ár, upplifað góð tímabil og önnur ekki svo góð. Ég hélt ég þekkti þá en ég hafði rangt fyrir mér.

Samt hefur allt sem gerst ekki nægt til að láta mér finnast þeir vera illgjarnir.

Nú er kominn tími til að róa sig og bregðast við öllu þessu.

Ég þarf að týna mig saman aftur og ég lofa að koma fram opinberlega bráðum. Ég mun tilkynna blaðamannafund þar sem ég mun tala um framtíðaráætlanir mínar. Það þýðir ekki að þið eigið að búast við því að þessi fundur verði til að ráðast á einhvern. Því ég mun ekki gera það.

Dásamlega tónlistin sem við sköpuðum saman mun ekki skaðast útaf nýlegum atburðum.

Ég vil þakka öllum sem að studdu mig í gegnum þessa erfiðu tíma. Fjölskylduna mína, vini, samstarfsmenn og alla aðdáendurnar. Ég elska ykkur og mér líður eins og ég hafi ekki brugðist ykkur.

Tarja.”

Ég er þegar búin að tjá skoðun mína á þessum málum þannig að ég kýs að endurtaka þær ekki hér.