Víkingarnir í Amon Amarth snúa aftur!

Það verður allsherjar veisla fyrir þungarokkara 5 og 6. nóvember, þegar sænska þungarokkssveitin Amon Amarth mætir á klakann aftur og verður með tvenna tónleika.

Sveitin er íslenskum þungarokkurum að góðu kunn, en hún spilaði hér á landi á tvennum tónleikum fyrstu helgina í mars 2004. Tónleikar þeirra á Grand Rokk þá voru festir varanlega í þungarokkssögu Íslands, því þeir voru kvikmyndaðir og gefnir út af sveitinni sem live-DVD diskur. Aldeilis frábært það, en þessi diskur fylgdi með sem bonus diskur með síðustu hljóðversskífu þeirra, Fate of Norns.

Sá atburður var einnig festur á prent, því 6 af stærstu þungarokkstímaritum Evrópu sendu blaðamenn hingað til að verða vitni að þessu enda voru umfjallanir þessara blaða mjög áhugaverðar og ekki síður merkilegar í ljósi landkynningaráhrifa þeirra. Sjá pdf útgáfur af þessum umfjöllunum:
http://notendur.nh.is/thorsteinn/Restingmind/Amon_Amarth/umfjallanir

Amon Amarth hefur á að skipa 5 meðlimum sem gefa allt í tónleika sína. Tónlistin er kraftmikið þungarokk, með áherslur á melódíur, sterka gítarfrasa og kröftugan söng. Hægt er að nálgast tóndæmi með sveitinni hérna:

Death in Fire: http://www.metalblade.de/mp3/amonamarth-Deathinfire.mp3

An Ancient Sign of Coming Storm: http://www.downloadpunk.com/?action=website.DownloadFreeSong&id=55452

Eitt er víst að Restingmind Concerts lofar heilsteyptum flösuþeytingum fyrstu helgina í nóvember!

Miðasala hefst þriðjudaginn 25. október kl 12 í Geisladiskabúð Valda og á Grand Rokk og kostar ekki nema 1200 krónur fyrir hvort kvöld.

Upplýsingar um tónleikana:

Laugardagur 5. nóvember
Grand Rokk - 20 ára aldurstakmark
Húsið opnar 22:00 - Tónleikar byrja 23:00
Upphitun:
-Sólstafir
-Nevolution
-Dark Harvest

Sunnudagur 6. nóvember
Hellirinn - TÞM - Ekkert aldurstakmark
Húsið opnar 18:00 - Tónleikar byrja 18:30
Upphitun:
-Momentum
-Severed Crotch
-Masters of Darkness
Resting Mind concerts