Yngwie malmsteen – rising force (klassískt meistaraverk)
Núna er loksins komið afþví að ég skrifa mína fyrstu plötugagnrýni eða réttarasagt grein hér á hugi.is. ég ákvað að velja diskinn “rising force” með yngwie malmsteen (Lars Yngwie Johann Lannerbach Malmsteen) og eru nokkrar góðar ástæður fyrir því. Þessi diskur hefur aldrei verið gegnrýnd hér á hugi.is né neinn annar diskur með honum eða yfir höfuð nokkur grein sést með greyinu hér á hugi.is. í öðrulagi þá finnst mér umræðan hér á hugi.is vera einum of einhæf, væri ekki slaft ef yngwie malmsteen gæti verið nógu frægur á klakanum svo hægt væri að fá hann á nasa. Svo ákvað ég þetta líka bara afþví að það var með að mælast til þess að allir mindu gera gagnrýni um sína uppáhalds (eða eina af sínum) plötu og er rising force einn besti diskur sem ég hef á æfinni heyrt. Og ef þetta gengur vel er ég að hugsa um að gagnrýna líka hinar plöturnar :P en hér kemur greinin.
Eftir að hafa yfirgefið alcatrazz ákvað hann að fara að einbeita sér að sólóferli sínum. Hann byrjaði að finna sér félaga til að spila með. Hljómsveitin sem spilar með honum hefur síðan verið nefnd rising force og heitið það alla tíð þrátt fyrir að yngwie hafi verið mjög duglegur við að skifta um meðlimi. Árið 1984 kom svo meistaraverkið “risin force” út og veittu margir henni mikla athygli. Hann var mikið í gítartímaritum hér og þar má seiga að hann hafi farið beint á toppinn. “rising force” var síðann tilnefndur til grammy sem besti instrumental diskurinn. “rising force” er enþann dag í dag einn mest seldi instrumental diskur allra tíma og af mörgum aðdáendum talin besti diskur yngwie malmsteen. Ekki eru þó allir sammála um að þessi diskur teljist sem instrumental diskur þar sem það eru 2 lög sungin af 8 lögum.
Á disk þessum má finna allveg frábærann hljóðfæra leik en aðalega þó á gítar. Þar sem yngwie fílaði mjög fjölbreytta tónlist, eða allvega frá jimi Hendrix og deep purple og yfir í Bach, Vivaldi, Beethoven, og Mozart varð þessi diskur (jafnt sem allir diskar hans) svona blanda af klassískri tónlist og allvöru metal eða neo-classical metal eins og það kallast Á disk þessum má finna orgel, klassískan gítar, hljómborð, rafmagnsgítar, trommur, bassa og smá söng :P. þótt þetta hljómi kannski ekki vel í eyrum allra þá er þetta allgjör snilld. Auðvitað tellst þetta líka til shred tónlistar þar sem gítar/hljómborðssólóarnir er mikill hluti af tónlistinni en það sem mér finnst fólk vera að miskilja er það að halda að það eina sem yngwie malmsteen sé að sína séu sólóar og að hann kunni ekkert annað. Það er mikill miskilningur þar sem lagasmíðarnar eru í hæðsta gæðaflokki á þessum disk. Hér kemur smá lísing á lögunum:
Black star 4:53
Byrjar á 17 sekúndna ljúfum tónum frá klassískum gítar síðan tekur við bassi og trommur. Þetta lag var eitt fyrsta lagið sem hann samdi og það alltaf tekið á live. Á tónleikum leikur hann sér oft á að taka ýmsa sólóa og verk eftir til dæmis bach (air on a g-string) og endar svo á því að taka byrjunina á black star í flóknari útsetningu en hún er á studio upptökunni. Eða hann tekur þetta lag yfirleitt mjög mikið öðruvísi á live (eins og það bíður uppá) og vil ég ekkert fara nánar útí það. Miklar tilfinnar hér að finna, mjög hægt og hreint út sagt geðveikt lag og eitt af bestu verkum meistarans! (þarf ekkert að útskýra það neitt meira) tek það samt fram að þetta er kannski ekkert mjög grípandi lag.
Far beyond the sun 5:52
Þetta er held ég frægasta verk hans þar sem hann hefur sjálfur sagt það í viðtölum ásamt öðrum meðlimum “rising force” að þetta sé besti lag yngwie malmsteen. Ég get nú varla neitað því þótt ég sé kannski ekki gaurinn sem hafi eitthvað æði fyrir að gera uppá millibarna minna :P. Frekar hratt, mjög melódískt, með flottum bæði hljómborðs og gítarsólóum og næstum bara fullkomið lag. Mjög gaman að spila þetta lag á gítar. Þetta er án vafa með þeim allra bestu instrumentallögum allra tíma.
Now your ships are burned 4:11
First þegar ég heyrði þetta lag fannst mér þetta vera í svolitlum “rust in peace” filing þar sem þetta lag er hratt, frekar þungt, mjög gríðandi (maður fílar það við firstu hlustun), sungið og með mjög flottum sólóum. Textinn fjallar um flótta frá hinu illa og hinu miskunarlausa og að lífið sé ekkert annað en leikur. Lagið passar vel við textan þar sem það firsta sem manni dettur í hug þegar maður hlustar á það er flótti eða skeiðklukka sem sínir að tíminn sé að renna út. Var lengi vel uppáhalds lagið mitt á disknum.
Evil eye 5:14
Þetta lag er í mjög miklu uppáhaldi hjá mér! Þetta lag finnst mér skilgreina tónlistastefnunna neo-classical metal. Ok ég veit ég er að seiga hér að nánast öll login hér séu snilld og séu “eitt af bestu lögunum á disknum” en ég bara verð, það er varla hægt að gera uppá milli. Þetta byrjar á svona duet, tveim klassískum gíturum. Síðan kemur versið sem er spilað rafmagnagítar og síðan viðlagið blandað klassískum gítar og rafmagnsgítar. Get ég óhræddur sagt að þetta lag sé mun erfiðara að spila á gítar heldur en t.d. far beyond the sun og black star svo dæmi séu nefnd. Þegar lagið er komið á 2:33 kemur svo allveg HRYKALEGA svalur kafli spilaður á klassískan gítar. Þegar ég heyrði þetta lag first hugsaði ég með mér “ef bruce Dickinson væri í söngvarinn í yngwie malmsteen mindi hann öskra scream for me þarna”. Síðan kemur koma hröð riff og lagið verður tvövalt hraðara og yngwie og hljómborðsleikarinn skiptast á að taka solo eins og í einvígi (ekki ólíkt hangar 18). Ekki oft tekið á live og er það frekar slaft :S og ég veit frekar nákvæm lýsing á laginu sjálfu en þetta er bara það melódískt og bara allgjör snilld þannig ég komst ekki hjá því :P
Icarus´dream suite 8:33
Byrjar á frekar rólegum og ljúfum tónum verður síðan þyngra. Hann tekur stundum smá part af byrjuninni á þessu lagi á tónleikum og víkur síðan beint yfir í “far beyond the sun”. samt ekki medley ef þið viljið endilega skilja mig þannig. flott lag sem miklar tilfinnar eru í og ekta neo classical-metal :P. þarf ekket að seiga meira um það.
As above, so below 4:39
þetta er annað lagið á disknum sem er sungið. Þetta byrjar á orgel spili sem stoppar svo bara og fer einhvernveiginn beint yfir í rokk. Ótrúlega flott lag og lagið fjallar um mann sem vill bara helst fljúga inní annann heim. Mjög flott lag ekki það besta en alls ekki slaft.
Little savage 5:22
Byrjar á frekar hratt. Sólóarnir byrja ekki fyrr en eftir næstum mínútu sem er frekar óvenjulegt. Eftir hann kemur mjög rólegur og tilfinngaríkur kafli sem lýsir sér mest í tómleika og sorg ef svo má seiga. Hljómar ekki vel en algjör snilld (eitthvað öðruvísi en rólegi kaflinn í master of puppets mindi lýsa sér?). Og að láta lagið skiptast á að vera svona hratt og síðan hægt er allgjör snilld. Gott lag.
Farewell 0:49
Þetta er bara allveg eins og byrjunin á balck star. Svipað og seventh son of a seventh son að því leiti að diskurinn byrjar ein og hann endar nema að þetta er haft sem sér lag. Ekkert meira um þetta að seiga.
Frábær diskur sem er skildueign inná heimili allra metalunnenda! Skítköst meigiði skrifa niður á blað heima hjá ykkur og henda í ruslið. ef eitthvað af staðreyndunum eru vitlausar þá bara bendiði mér kurteisislega á það ;)
Takk fyrir mig