Hér eru nokkrar staðreindir um hann Joey Jordison (trommarann í Slipknot og gítarleikarinn hjá Murderdolls) Joey notar latex grímu sem er upprunalega japönsk “Kabuki” gríma. Hann fékk hugmyndina á hrekkjuvöku þegar hann var að koma heim faldi mamma hans sig á bakvið hurðina í slopp með kabuki grímu. Hann sagði að það hefði hrætt hann heiftanlega.
Skírnarnafn Joey's er Nathan Jonas Jordison. Hann er að spila á trommur í Slipknot og hann er gítarleikari Murderdolls. Hann er virtur í bransanum og hann er m.a. að spila sem vara trommuleikari í Metallica.
Joey bjó til Slipknot tribal merkið og hann kom líka upp með hugmyndina um að kalla Slipknot aðdáendur “maggots”. Hann hefur komið með mörg riff á gítar sem hugmyndir um lög hjá Slipknot. Joey dírkar KoRn og svo er hann líka mest í death metalinum. Hann er líka mikill Kiss fan og hann elskar líka Black Sabbath.
Joey fékk fyrsta trommusettið sitt í 5 bekk og spilaði á gítar í eitthverjum samspilum í skólanum sínum. Trommusettið var óvænt gjöf frá mömmu hans og pabba, þau sögu honum að fara í kjallarann að finna Elton John diskinn þeirra þar og þegar hann fór niður blasti við honum settið.
Áhugamálin hans eru að sofa, spila tölvuleiki og að ríða!
Fyrrverandi hljómsveitir hans eru Anal blast, Avanga, Modifidious, Visceral
Joey notar Pearl MMX Masters trommusett og Remo skinn. Og síðan notar hann Ahead kjuða og Paiste cymbala.
Þessi maður er alger snillingur á trommum og er án efa einn besti í heimi.
Takk fyrir.