Entombed
Þessa dagna er hljómsveitin Entombed að hljóðblanda nýju plötuna sína, sem hefur fengið nafnið “Morning Star”. Platan er pródúseruð af Nico Elgstrand og Stefan Boman, en vænta má að platan verði gefin út í September. Von er á að Entombed fari í tónleikaferðalag um Evrópu með hljómsveitinni Crowbar.
Fear Factory DVD
Vinnutitill nýjustu útgáfu hljómsveitarinnar Fear Factory er: “Digital Connectivity - The Evolution Of Fear Factory”. Útgáfan er í DVD formi og mun innihalda öll myndbönd sveitarinnar, tónleikaupptökur, sögu bandsins (beint frá bandinu sjálfu), og heilan helling af aukaefni eins og venja er á.
Metallica
Hljómsveitin Metallica ætla að senda frá sér sérstaka 180 gramma vínil útgáfur af öllum stúdíóplötunum sínum með upprunaleg myndefni. Fyrir áhugamenn þá verður þessi vara einungis til sölu fram að 1. september, en þá ætlar bandið að taka allar plöturnar úr búðum.
Machine Head
Platan Supercharger er væntanleg í lok september mánaðar í Evrópu, en ekki er enn vitað hvenær diskurinn verður gefinn út í Bandaríkjununm.
Crowbar
Nýja plata hljómsveitarinnar Crowbar heitir “Sonic Excess In Its Purest Form” og verður gefin út af spitfire útgáfunni í lok ágúst. Hljómsveitin hefur breyst nokkuð frá seinustu útgáfu og er sveitin bæði komin með nýja tommara og nýjan bassaleikara.
Slipknot
Hljómsveitin Slipknot er að vinna að útgáfu á DVD disk með nýju efni af sveitinni. Diskurinn er væntanlegur í nóvember og mun innihalda myndir frá Ozzfest hátíðinni ásamt tilvonandi túr sveitarinnar með System of a Down.
Skinlab
Á heimasíðu ( http://www.skinlab1.com ) Skinlab er hægt að hlusta á 2 lög af tilvonandi plötu bandins. Lögin “Better Than Jesus” og “Purify” á síðunni eru demo upptökur sem verða að öllum líkendum plötunni “tHEreVOLTINGROOM>>dISTURBING tHE aRT oF eXPRESSION<<” sem gefin verður út í október. Það er Steve Evetts sem pródúserar plötuna. Á plötunni verða eftirfarandi lög:
“Isolation”
“Slave The Way”
“Come Get It!”
“Better Than Jesus”
“Elijah”
“Anthem For A Fallen Star”
“Purify” (Ásamt Paul Mendoza úr hljómsveitinni Unjust)
“Take As Needed” (Ásamt Brock Lindow úr hljómsveitinni 36 Crazyfists)
“Never Give In”
“Now That You're One Of Us”
“Bullet With Butterfly Wings”