Dragonforce “SO Dragonforce have a deeply embarrassing name and their style of power metal is as uncool as it's possible to get?”
- Dave Ling – Metal Hammer


Breska Power Metal Sveitin “Dragonforce” varð til í kringum 1999 – 2000 og náði fljótt góðu umtali löngu áður en þeir gáfu út sinn fyrsta disk “Valley Of The Damned” [2003]. Þar má t.d. nefna að þeir túruðu með (hittuðu upp fyrir, þykir það líklegra, er ekki viss) Stratovarius, sem að vísu IMO hafa verið að missa það seinustu ár, en samt mikill heiður fyrir þannig séð “No-Name” Powermetal band að túra með þeim.

Dragonforce er eitt af þessum nostalgíu Power Metal böndum sem rúlla sér uppúr öllum lélegsustu þungarokks klisjum sem vitað er um, og finnst það bara bloody fínt! :D
Það skortir ekki Dungeons & Dragons Atmosphere´ið sem hefur núið nösum við Power Metal senuna frá upphafi, þannig að eldri aðdáendur senunar ættu alls ekki að verða vonsviknir hér.

Árið 2003 gáfu þeir út fyrrnenfndan disk “Valley Of The Damned” í samstarfi við Noise Records, sem fékk vægast sagt magnaðar móttökur af Metal-Pressunni. Því þrátt fyrir að Dragonforce spili eftir tæp 20 ára Power Metal formúlu og brjóti þá óskrifuðu reglu að hafa ALDREI orðið “Dragon” í titlinum [Geeks], þá tekst þeim að gera alveg æðislegan Speed Metal bræðing inní Powermetalinn, því Dragonforce er án efa AL hraðasta “Mátt Málms” bandið á markaðnum, frá upphafi stefnunar.
Þess má geta að Allmusic og espudd gefa báðir disknum 4/5

Árið eftir [2004] gáfu þeir svo út næsta disk sinn er bar nafnið “Sonic Firestorm” sem þótti enn betri en sá fyrri ef eitthvað var. Diskurinn var að vísu nákvæmlega það sem mátti búast við, bara meira af því sama frá “Valley Of The Damned”, en það sem þeim skortir í frumleika ná þeir upp í hreint ótrúlegri lagasmíði og góðri útsetningu. Ég er persónulega meira fyrir “Sonic Firestorm” því það hljómar eins og það hafi verið töluvert meira lagt í hann af bæði tíma og peningum til að fínpússa hann eins mikið og unnt var, án þess að missa allt “Edge”
Þess má geta að Allmusic gefur honum einnig 4/5 og 10 notendur Metal-Archives.com gefa honum meðal einkun á 83%.
Persónulega myndi ég fara svo hátt að segja 9/10

Til að lýsa Dragonforce í stuttu máli má líkja þeim við Hammerfall eða Helloween á spítt trippi. En þrátt fyrir þennan “Fight Fire With Fire” Rythm hraða, þá náði þeir alltaf einhvernvegin að gera lögin sín alveg einstaklega Catchy og auðhlustanleg á mjög melódískan hátt.

Same Old Power Metal, Meistaralega samin og mikið skemmtanagildi ef maður getur séð húmorin við senuna og haft gaman af henni. Allt þetta og meira, aðeins á X10 hraða!

Crestfallen