Skilgreining á tónlist Shining er Sjálfsmorðs Metall(Suicide Black Metal). Þetta er sænskt band, svíarnir hafa jafnan verið þekktastir fyrir Sjálfsmorðsmetalinn sinn.
Hljómsveitinn var stofnuð árið 1996, síðan þá hafa verið margar breytingar á hópskipan hljómsveitarinnar. Margir hafa verið sparkað á meðan aðrir koma þá í staðinn. . Sá eini í dag sem hefur verið í bandinu frá upphafi er Kvarforth, stofnandi þess.
Núverandi hópskipan bandsins er:
Kvarforth - Angistaróp,gítar og bassi
Ludvik Hvit - Trommur
John Doe - Gítar
Þá aðeins um söguna:
Bandið var s.s stofnað í kringum árið 1996 af Kvarforth. Hann fullskipaði bandið fyrir fyrsta diskinn, útþanda platan(ep) Submit to Selfsdestruction leystist úr læðingi árið 1998. Hún var gefin út af þáverandi labeli hans Selbstmord Sevices. Þáverandi meðlimir sem og voru reknir voru Robert - Angistaróp og Impaler - trommur.
Fyrir næsta disk þeirra og fyrstu breiðskífuna
Within Deep Dark Chambers árið 2000, sem og er að mínu mati besta platan þeirra þó svo að það sé erfitt að gera uppá milli albúmanna þeirra. Fyrir þann disk fann Kvarforth tvo aðra í staðinn, þeir voru Wedebrandt - Trommur og Tusk - Bassi og tók hann sjálfur við söngnum eða Angistarópunum einsog söngurinn er kallaður í svartmálmi.
Tvemenningarnir héldust í bandinu í eitt ár, Þeir spiluðu einnig á næsta diski Livets Livets Ändhållplats árið 2001. Tveim mánuðum síðar hætti tusk vegna einhverra vandamála. Í staðinn kom inní bandið bróður hans, og hugsanlega skilnaðargjöf? Phil A. Cirone sem spilaði á bassa og hljómborð.
Aðeins mánuði síðar var Wedebrandt látin fjúka vegna fáfræði hans. Nokkrum mánuði síðar kom enginn annar en Hellhammer í hans stað.
Svo kom sama ár Inisis inn sem seinni gítarleikari auk Kvarforth.
Undir þessari skipan kom út III - Angst, Självdestruktivitetens Emissarie. Síðan virðist sama ár Phil A. Cirone hafa hætt þótt óljósar séu ástæðurnar. Þá höfðu þeir nýverið búnir að skrifa undir samning við Avantgarde music og leystu fyrstu tvo diskana sína aftur. Auk þess sem kom næst 2004,IV-The Eerie Cold en sá diskur átti raunverulega að verða grafreitur hljómsveitarinnar. En svo skyndilega, einsog elding úr heiðskíru lofti gekk hún aftur með nýja fullskipaða hljómsveit. Hafa núna skrifað undir tveggja diska samning við Osmose Production, næsti diskur þeirra kemur í lok 2005 og mun bera nafnið Besvikelsens Dystra Monotoni. Maður býður spenntur.
Shining gáfu einnig út einhver split diska, var mikill ruglingur, mismunandi hvað vefsíður sögðu hvenær þeir komu út.
HEIMILDIR:
Metal Archives(www.metal-archives.com)
Tartare and
Desire(www.tartareandesire.com/bands/shining)
Shining-Old official(http://www.suicidesquadron.cjb.net/)
______
Deathrock
————–