Fear of the Dark - Cradle of Filth Vs. Graveworm Þetta hefur verið að angra mig undanfarið. Þetta lag er frægt og margar hljómsveitir hafa flutt það í gegnum tíðina. Sú sem flutti það upprunalega var Iron Maiden, eða það held ég að minnstakosti.

Hverju er ég að velta fyrir mér..? Nú það er vitað að margar hljómsveitir hafa tekið Iron Maiden covers, þar á meðal eru hljómsveitir eins og Cradle of Filth og Graveworm. Fæstir ef bara enginn hefur heyrt í Graveworm sem ég þekki. Skífan ekki með neinar plötur með þeim og bara ha??? þegar ég spyr þá hvort þeir eigi plötur með Graveworm. Flestir hafa ekki hugmynd hvað það er..

En svo ég fer nú að snúa mér að megni málsins í þessu. Þetta lag Fear of the Dark er jú lag sem Iron Maiden flutti fyrst og Graveworm tók cover á því, en það var á plötunni, “Scourge Of Malice”(2001).

source:
http://www.darklyrics.com/lyrics/graveworm/scourgeofmalice.html#7
http://www.graveworm.de/ [discs -> lyrics]

Þetta lag er hvergi á skrá á official CoF síðunni og ekki heldur á darklyrics.com.

source:
http://www.darklyrics.com/c/cradleoffilth.html
http://cradleoffilth.com/cof/main_page_800x600.htm

Það sem angrar mig mest er það að allir halda að Cradle of Filth hafi tekið cover með þessu lagi…er það rétt? Ég bara hreinlega veit það ekki og spyr því ykkur…

Vil svo benda á í lokin að ég heyrði fyrst í Graveworm fyrir misskilning. En það var einmitt þetta lag, Fear of the Dark. Sem ég þá, hélt að væri eftir CoF, en svo seinna kom í ljós að þetta voru Ítalskir metalhausar sem heita Graveworm.

Hvað finnst ykkur um þetta…?