Ég var eitthvað að þræta við vinnufélagann minn þessa síðustu daga. Hann var að tala um einhvern virtan vísindaskóla, sem ber víst heitið ITM eða eitthvað þannig. Þeir höfðu víst gert margar rannsóknir og komist að því að þeir sem hlusta á metal séu þunglyndir. Hafa meiri löngun en aðrir til að meiða sig og leiðast að lokun útí sjálfsmorð. Og einnig að viss taktur í tónlistinni heilaþvæði fólk og það sé ástæðan að sumir menntaskólar eru að banna metal og rokktónlist hér á íslandi. Þetta var víst allt partur af skýrslu,, sem ekki er opinn almenningi" nema í einhverjum vísindafélögum í skólum einsog MR og eitthvað.
Þetta eru allavena mestu alhæfingar sem ég hef heyrt um ævina, um að allir séu svona. Ég las eitthvað á vísindavef háskólans um svipað efni, þar var t.d sagt að sjónvörp og ofbeldi í þeim valdi þunglyndi 12-15 ára krakka og að þeir yrðu ofbeldishneigðari fyrir vikið.
Dæmi var tekið um tónlist að þetta gæti leitt til þunglyndis og að þeir sem voru þunglyndir fyrir yrðu ennþá þunglyndari og reyndu að stytta sér aldur. Þar var könnun sem leiddi í ljós að 20% stráka sem hlustuðu á rokk, metall hefðu reynd sjálfsmorð og 60% stelpna. Þeir tóku það skýrt fram að þarna væri ekki samhengi að endilega allir væru akkúrat þannig.
Það gæti kannski verið einhver sannleikskorn í þessu en ég er ekki alveg að kaupa þetta með heilaþvottinn. Að einhver taktur eða sóló í tónlist valdi heilaþvætti og fengi fólk til að fórna geit eða eitthvað, það var kannski ekki alveg meint þannig, þessi vinnufélagi minn kom þessu allavena frá sér einsog þetta væri eitthvað svakalega slæmt og allir fremdu sjálfsmorð á endanum.

Hvað finnst ykkur?? Hafið þið heyrt eitthvað um þetta með rokktónlist og það heilaþvoi fólk??
————–