Einkunnagjöfin er neðst en HNEFI PLÚS er með því besta sem er gefið.
————–
The perfect element
“Íslandsvinirnir” í Pain of salvation ættu nú að vera mörgum kunnugir eftir að þeir komu til Íslands og héldu ekki tónleika…
Þorsteinn nokkur Kolbeinsson bað mig (og tvo aðra held ég) að skrifa plötudóm um nýjustu afurð PoS, The perfect element (svona til að kynna bandið) í ljósi þess að Þorsteinn fékk PoS til að fallast á að gera aðra tilraun til að spila hér á barmi hins óbyggilega heims (bæði vegna veðráttu og Geirs Ólafssonar :)
Eftir að ég fékk plötuna í hendurnar hlustaði ég á hana á leiðinni heim og fannst hún nú frekar þunn og fannst vanta smá meiri kraft í spileríið. Þegar ég kom heim setti ég headphone-in góðu á mig og renndi plötunni í gegn. Hún hafði þegar vaxið í áliti. Krafturinn er ekki aðalmálið hjá þeim PoS mönnum, heldur þessi tónlistarlega fágun, flóknu lagasmíðar og óvæntu hlutir. En ekki taka þessu sem einhverju poppbandi, því þegar þeir fara á skrið er þetta einn besti progressive metall sem ég hef heyrt!
Þessi plata er afar vönduð og allt er úthugsað, flott artwork, vel skrifaðir concept textar og umfram allt: afar vönduð og góð tónlist sem vex á manni við hverja hlustun.
Ég taldi mig nú ansi góðan að heyra þessi Faith no more áhrif hjá þeim PoS mönnum, en ég vissi ekki meira um þessa hljómsveit en það að þessi ákveðnu áhrif eru umtöluð (Haukur kjáni).
Fyrir utan Faith no more finnst mér sumir kaflar líkir tónlist hljómsveita á borð við A perfect circle (í laginu King of loss), Meshuggah (og þá aðallega mesjúgískar taktskiptingar sumstaðar) og en þó aðallega Dream theater. Þrátt fyrir þetta eru Pain of salvation alls engir Copy-cats heldur einstök og afar “spes” hljómsveit.
Daniel Gildenlöw er greinilega maðurinn á bakvið hljómsveitina (hann semur ALLA plötuna (nema með hjálp annarra í tveimur köflum), sér um artworkið, skrifar conceptið, syngur og spilar á gítar) og sá maður er hreinlega ótrúlegur söngvari. Mjög “þægilegur”, en einnig mátulega öðruvísi. Afar fjölhæfur maður hér á ferð.
Það sem ég hef einna mest gaman að, er hvernig sömu laglínurnar skjóta upp kollinum í fleiri en einu lagi og hvað það passar skemmtilega inn í conceptið (það eru víst fleiri en Forgarður helvítis sem nota sömu riffin í fleiri en einu lagi, har har :) Einnig hrífur það mig hvað þessi diskur er flókinn, útpældur og hvernig hann fær mann til að pæla af alvöru í tónlistinni og textunum. Þetta er eitthvað sem menn eins og ég hafa gaman af.
Ég hef líka verið að hlusta á eldra efni Pain of salvation (The perfect element er þriðja plata þeirra) og það kom mér bara á óvart hve gott það var. The perfect element er langt frá því að vera það eina góða sem þessir piltar hafa sent frá sér.
Eldra efnið er kraftmeira (en rólegu lögin alveg frábær) og ég er ennþá á þeirri skoðun að The perfect element mætti vera aðeins kraftmeiri og rokkaðari. (en búast má við mun meiri krafti hjá þeim þegar þeir spila live..)
Eitt er víst: ég mun hlusta mikið á efni PoS fyrir tónleikana (sem verða um miðjan ágúst) og vera upp við sviðið þegar þeir spila :) Ég segi “upp við sviðið” því það verður varla skrautlegur pyttur ef aðeins þeir fáu sem fíla PoS verða í honum :)
Ég mæli með því að aðrir áhugasamir geri það sama og ég, bæði svo Pain of salvation aðdáendur á Íslandi verði ekki einmanna á tónleikunum, og vegna ánægjunnar sem fylgir því að sjá góð útlend bönd hér á Íslandi. Ekki er það verra að besta metal hljómsveit á Íslandi hitar upp fyrir þá á tónleikunum. Ég segi ekki hvaða hljómsveit það er, en nafnið byrjar á C og endar á hanger
Og auðvitað þarf ekki að taka það fram að Pain of salvation eru Svíar :)
Sænskt er gott…ójá! Maður heyrir líka GothenburgMetal keim á plötunni..og er það EKKERT nema gott mál!
Limited edition tvöföld útgáfa af The perfect element er til í Japis, og er svo sannarlega peninganna virði. Þetta er frábær plata.
Hápunktar:
Used
In the flesh
Ashes
Morning on earth
Idioglossia
Reconcilation
The perfect element
“As I search through the ashes
for someone to blame
I´m afraid to see my face
As I walk through the ashes
I whisper your name
Meeting you has forced me
to meet myself”
HNEFI PLÚS
-Haukur Dór Bragason
Resting Mind concerts