Eftir tónleikana voru allir að tala um stelpurnar sem sýndu á sér brjóstin en á einhvern mjög svo merkilegan hátt tók ég ekki eftir því… (þarf að láta athuga í mér sjónina… hehe).
Það er þó eitt sem situr eftir hjá mér eftir þessa tónleika, og það er það ég spái því að þessir tónleikar eiga eftir að opna eitthvað dyrnar fyrir melódísku metali á Íslandi, enda var fólk sjaldan eins mikið upprifið og þegar melódískur kaflarnir í lögum Rammstein voru spilaðir. Svona í það minnsta greiða því eitthvað leið. Það er ekki á hverjum degi sem fólk flykkist svoleiðis á þungarokkstónleika, og það með melódísku metali. Ég held að það sé fullt af fólki sem hafa ekki verið die-hard Rammstein aðdáendur sem fóru á þessa tónleika en orðið það í raun eftir þetta, enda mjög tilkomumiklir tónleikar. Og hér er ég að tala um allt liðið sem fílar þungarokk ekki að staðaldri heldur er þetta fm957 lið… Like it or not, þá eru nefnilega alveg ofboðslega margir sem fíla alls ekki metal út af því að þeir þola ekki dauðarokkssöng/öskur, og það er nú bara svo merkilegt að þegar maður segist hlusta á þungarokk, þá óneitanlega tengir þetta lið það við einhvers konar “óhljóða” rokk, eins og margir telja t.d. dauðarokk vera (athugið að ég hlusta á dauðarokk).
En, þrátt fyrir þá staðreynd hve ofboðslega vinsældir Rammstein eru, þá virðast hljómsveitir á Íslandi annað hvort spila bara eitthvað sveitaballarokk og ról eða argasta dauðarokk/harðkjarna metalcore… Hvar eru öll melódísku þungarokksböndin? Af hverju er ekkert Progressive Metal band starfandi á Íslandi í dag? Ég veit um alveg ógrynni af mönnum sem dýrka Dream Theater og Pain of Salvation. Af hverju eru Íslenskar metal hljómsveitir svona mikið að keppast við að gera sem þyngstu tónlistina? Fyrir þessa Rammstein tónleika hélt ég að melódík væri einhvers konar bannorð í íslensku þungarokki. Það er augljóst mál að það eru allt að 12.000 manns sem benda á annað…
Jæja, ég er búinn að rugla nóg í bili…
Þorsteinn
Resting Mind concerts