Mér finnst fyrsta platan þeirra að mörgu leiti mjög góð, lögin eru algjört brjálæði, en ná samt einhvernveginn að vera grípandi í leiðinni. Fátt kemur mér í betra stuð en að spila Eyeless á óendanlega háum styrk. Síðan rokka þeir feitt á tónleikum í þokkabót (þeir fylla allvega vel útí sviðið).
Þetta nýja lag finnst mér hinsvegar ekki vera eins gott og efnið á fyrri plötunni, ”riffið" er ekkert svo minnisstætt þannig að þetta lag nær ekkert að grípa mann eins snöggt af þeirri samnefndu. En við sjáum til hvernig restin verður.
Náið endilega í þetta lag og látið álit ykkar í ljós.
——————————