Ég var búinn að auglýsa þetta hérna áður, en margt hefur breyst síðan síðast, þannig að það er kominn tími á að endurvekja þetta, enda 28 manns búnir að skrá sig í ferðina!

Wacken Open Air er ein elsta og þekktasta þungarokkshátíð Þýskalands, sem dregur að sér á hverju ári mörg þúsund manns frá öllum heimshornum. Hátíðin, sem haldin er í smábænum Wacken í Norður-Þýskalandi, er þriggja daga löng hátíð og fer fram dagana 4. - 6. ágúst í ár. Spilað er á fimm sviðum, þar sem eru 3 aðalsvið og tvö minni.

RestingMind Concerts hélt utan um hópferð Íslendinga á þessa hátíð í fyrra þar sem farið var frá Kaupmannahöfn með rútu beint á Wacken svæðið. 25 íslenskir metalhausar nýttu sér þessa ferð og tóku þátt í Wacken-geðveikinni, þar sem 63 sveitir spiluðu í brakandi sól og 30 stiga hita fyrir nær berrassaða þjóðverja (og nokkra Íslendinga sem voru enn berrassaðari).

RestingMind ætlar að endurtaka leikinn í sumar, enda hafa náðst samningar við veðurguðina um alveg einstakt veður aftur í sumar :)

Line-up
Eftirtaldar hljómsveitir eru staðfestar fyrir festivalið núna í ár enn sem komið er. Það eiga eftir að bætast við um 7 bönd á næstu vikum, þannig að line-up'ið á eftir að verða enn sterkara.

Accept (reunion with 4/5 original members)
Apocalyptica
Axel Rudi Pell
Bloodbath (with Mikael Åkerfeldt from Opeth on vocals)
Candlemass(reunion)
Cataract
Corvus Corax
Count Raven
Dissection
Dragonforce
Edguy
Eisregen
Endhammer
Endstille
Ensiferum
Equilibrium
Finntroll
Gorefest
Hammerfall
Hanoi Rocks
Illdisposed
Kreator
Machine Head
Machine Men
Mambo Kurt
Marduk
Marky Ramone
Mercenary
Metal Church
Morgana Lefay
Mucc
Naglfar
Nightwish
Obituary
Oomph!
Overkill
Potentia Animi
Primordial
Samael
Sentenced (final show in Germany)
Sonata Arctica
Suffocation
Torfrock
Tristania
Turisas
W:O:A Firefighters
Within Temptation
Zyklon

Aldeilis fínt line-up sem dekkar svotil allar tegundir þungarokksins.

Verðið
Boðið er uppá einn sameiginlegan pakka fyrir bæði rútuna til Wacken og miðann inná festivalið (tjaldsvæði innifalið í verði). Verðið á þessu er 15.000 íslenskar krónur en fyrstu 100 sem skella sér á þetta tilboð fá official Wacken bol með í kaupbæti. Fyrstir koma fyrstir fá. Rútuferðin í Danmörku er skipulögð af Nordic Rock Booking, og stendur einnig Dönum til boða, þannig að það eru fleiri um hituna, auk þess sem að það má búast við því að það verði eldhressir Danir með í rútunni til og frá Wacken.

Til samanburðar við þennan pakka má nefna að ef menn keyptu sér aðgöngumiða á Wacken og færu með lest frá Köben til Þýskalands, þá yrðu þeir að fara með lestinni til bæjarins Itzehoe, sem er lestaferð með 1 - 3 lestarskiptingum, eftir því hvenær menn eru á ferðinni. Í Itzehoe yrði fólk svo að taka strætó til nágrannabæjarins Wacken. Miðinn á festivalið er 79 Evrur, keyptur á www.metaltix.com og við það bætist 8 Evrur í sendingarkostnað, s.s. 87 Evrur eða um 7000 kr. Verðið á lestarferðinni til Itzehoe er á bilinu 127 - 161 Evrur eða 10.200 - 12.900 og svo bætast við 4,4 evrur fyrir strætóferðina eða 350 kall. Samtals er þetta pakki á bilinu 17.550 - 20.250. Mun meira vesen (Ég veit allt um þetta, ég hef reynt þetta sjálfur). Wacken rútan fer beint á Wacken svæðið og ekkert vesen. Þar að auki fylgir með bolur eins og áður sagði.

Í fyrra kostaði 16.200 í þessa ferð (og enginn bolur), þannig að verðið núna er töluvert hagstæðara.

Ferðatilhögun
Wackenrútan fer frá Kaupmannahöfn í Danmörku, snemma að morgni miðvikudags 3. ágúst, líklega milli 7:30 og 8:00. Menn sjá um að koma sér sjálfir til Kaupmannahafnar, þar sem margir velja að vera lengur í Evrópu fyrir og/eða eftir Wacken og er flug því ekki partur af pakkanum. Bæði Icelandair og Iceland Express bjóða upp á lág fargjöld til Köben. Lagt er af stað frá Wacken kl 13:00 á sunnudeginum, sem er mjög passlegt. Af ofangreindu er rétt að benda á svo ekki fari milli mála að menn þurfa að fljúga út til Köben ekki síðar en á þriðjudeginum.

Tjaldbúðir
Í fyrra var stór partur af íslenska hópnum sem tók sig saman og tjaldaði saman og myndaði einhvers konar tjaldbúðir. Sett var upp svona stórt “partýtjald”, þar sem menn héldu sig til þegar þeir voru ekki á tónleikasvæðinu að hlusta á uppáhaldsböndin.

Grillveisla
Nordic Rock Booking mun slá upp smá grillveislu á miðvikudagskvöldinu í tjaldbúðunum sínum fyrir þá sem fara með. Mjög góð byrjun á rosalegri helgi. Einnig er möguleiki á því að íslenski hópurinn geti haldið sína eigin grillveislu í tjaldbúðum sínum.

Veigar
Stoppað er á landamærunum í Þýskalandi á leiðinni til Wacken, þar sem menn geta notað tækifærið og byrgt sig upp af hræódýrum veigum fyrir gleði helgarinnar. Einnig er planað að stoppa þar einnig á leiðinni heim.

Risahópur
Það hafa þegar 28 manns skráð sig í þessa ferð, sem er þegar meira en fóru í fyrra, og ég á von á nokkuð fleirum til að skrá sig. Á Wacken í fyrra voru a.m.k 40 Íslendingar á hátíðinni, s.s. 15 sem ekki fóru með hópferðinni okkar, því þeir vissu ekki um hana. Ég geri ráð fyrir því að við verðum mun fleiri á hátíðinni í ár sem fara með þessari rútu, þannig að þetta verður rosalegt.

Nánari upplýsingar og skráning
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Þorsteini Kolbeinssyni.
MSN: restingmind “at” msn.com
Email: thorsteinn “at” restingmind.com (nota það frekar en msn meilinn)
Sími: 557-8009 og 823-4830

Ef menn vilja skrá sig, þá senda menn email á mig með eftirfarandi upplýsingum:

Nafn
Heimilisfang, póstnr og staður
Kennitala
Sími
(gsm og venjulegur ef við á)
Email (helst annað en hotmail ef menn eru með slíkt)
MSN login

Munið bara að skrá ykkur sem fyrst, svo þið eigið meiri möguleika á að fá bolinn!

Fylgist með http://www.wacken.com fyrir tilkynningar um ný bönd.

Þorsteinn Kolbeinsson
RestingMind Concerts
http://www.restingmind.com
Resting Mind concerts