Iron Maiden - Fear of the Dark Released: May 11th, 1992 :: UK Chart Position: 2

Lineup:
Bruce Dickinson (söngur)
Steve Harris (bassi)
Dave Murray (gítar)
Janick Gers (gítar)
Nicko McBrain (trommur)


Jæja, þegar mér varð hugsað til þess, hversu bifurlega leiðinlegur þátturinn hennar Opruh Winfrey væri fattaði ég allt í einu að ég ætti ennþá eftir að skrifa Fear of the Dark greinina. Þannig ég sótti mér kaffibolla, settist við tölvuna, loadaði winamp og fór ómeðvitað í World of Warcraft. Svo gerðist það aftur daginn eftir. Og aftur og aftur. En ekki í dag! Ónei! Í dag stöndum vér sameinaðir, pikkum inn pælingar og látum okkur hlakka til þess, er 19" LCD skjárinn minn kemur. Errmmm.. Jájá… Hérna, Fear of the Dark. Fyrsta plötumslagið sem er ekki eftir Derek Riggs. Að þessu sinni er það hann Melvyn Grant, nokkuð hæfileikaríkur gæji, margar flottar myndir til eftir hann (http://www.melgrant.com) en ég verð bara að segja það að mér finnst þessi tiltekna mynd alveg hræðilega ljót og langar mig ekkert meira en að drepa þetta albúm og fá nýja mynd eftir Riggs. En jújú, passar ágætlega við skapið á plötunni og jadajadajada.

En þessi plata á margt sameiginlegt með No Prayer for the Dying. Fólki þykir hún almennt ekki jafn góð og hinar. Gulltímabilið búið og svona, en svo hættir líka gaur eftir þessa plötu. Að þessu sinni er það Hr. Bruce sem tekur hanskann og fer. Hann ætlaði að einbeita sér meira að sóló projectinu sínu, fara í skóla og þannig dót. Sem var kannski ekki það slæmt, röddin hans er ekkert uppá jafnmarga fiska og venjulega. Hún er hrá og leiðinleg og í sumum lögunum er eiginlega bara eins og hann hafi misst hana gjörsamlega. En þessi plata er nú ekki alslæm, hérna eru gaurar eins og Afraid to Shoot Strangers, Chains of Misery, Childhood's End, Be Quick or Be Dead og auðvitað Fear of the Dark.

En ekki miskilja mig, þetta er frábær plata, bara ekki kaupa (downloada…) hana fyrr en þið eruð búin að kaupa (downloada…) gullaldarplöturnar.


Be Quick or Be Dead (Dickinson, Gers)

He says you must vote for what you want to hear
Don't matter what's wrong as long as you're alright
So pull yourself stupid and rub yourself blind


Æðislegur boðskapur í þessu. Bruce syngur um siðleysi manna varðandi peninga og hvernig þeir geta spillt öllu. Smáskífan kom einmitt 13. Apríl og framan á henni var Eddie kallinn að kyrkja einhvern feitann gæja. Merkilegt nok, en þessi gæji er furðulíkur honum Robert Maxwell. Hann hafði tekið hellings pening úr starfsmannasjóði 2 fyrirtækja sinna og nota þá í þeirri von um að bjarga veldinu sínu. Um það leyti er smáskífan kom út hafði hann fundist látinn við dularfullar aðstæður. Líkið hans fannst undan strendum Kanaríeyja eftir að hann hafði týnst af einkaskútu sinni. Enginn veit hvernig hann dó, hvort þetta var morð, sjálfsmorð eða slys og engin sönnunargögn neinstaðar. En hverjum er ekki sama, þetta var ógeðfelldur bisnesskall sem lét græðgina draga sig of langt og átti skilið að deyja.

En á þessi annars vegar frábæru smáskífu eru líka tvö önnur lög; Nodding Donkey Blues og Space Station No. 5. Space Station no. 5 er cover af gamla Montrose laginu, en Nodding Donkey Blues hefur aðeins meiri sögu bakvið sig. Nafnið, The Nodding Donkeys, notuðu Meiden sem dulargerfi til að æfa sig fyrir nokkra túra. Þá fóru og spiluðu á litlum pöbbum undir þessu nafni. En lagið fjallar um einhverja rosalega feita konu á einhverjum bar og lýsir öllum hennar fjöllum í smáatriðum, ekki ósvipað og Whole Lotta Rosie með AC/DC. En þetta lag er bara eitthvað djók og ekki ber að taka svona suddaskap alvarlega, en eitt langar mig að vita. Hver var að spila á píanó?



From Here to Eternity (Harris)
Fyrsti singúllinn. Ef textinn er tekinn bara beint í gegn er þetta bara fín ástarsaga milli konu og mótórhjólagæja. Hinsvegar er líka hægt að sjá það sem kynbundinn symbolisma. En margir vilja halda því fram að þetta lag sé partur af seríunni um Charlotte the Harlot. Ég veit ekki sko.. Textinn styður það að vísu, en hljómurinn og stemningin í laginu er einhvern veginn svo allt öðruvísi að ég er ekki alveg að kaupa það. Líka ef svo væri gætum við verið nokkuð viss um að sú saga er hrein og bein lygi. En jú, frekar en Hooks In You.

Á smáskífunni voru líka 3 önnur lög, Public Enema Number One (live), No Prayer for the Dying (live) og svo Roll Over Vic Vella, sem er cover af gamla Chuck Berry laginu Roll Over Beethoven. Maiden versjónið er að vísu soldið öðruvísi, það byrjar á rúmlega mínútu samtali tekið upp á svipaðan hátt og Mission From 'Arry, eða mjög illa. Það er líka búið að taka textann alveg í gegn og er þessi texti eftir Steve Harris. Er mikið um díalóga inní laginu og snýst lagið að mestu leyti um samtal milli Steves og Vics um einhvern rótara sem endaði bara einhversstaðar útí rassgati. Frekar erfitt að skilja hann, kannski vegna þess að þeir tala með mesta Cockney hreim í heimi og líka vegna þess að gaurinn er alltaf mönna eitthvað snakk. En flott lag engu að síður.



Afraid to Shoot Strangers (Harris)
"(This song) was written about the people that fought in the Gulf War. It's a song about how shitty war is, and how shitty war is that it's started by politicians and has to be finished by ordinary people that don't really want to kill anybody." Sagði Bruce á Donington tónleikunum. Þetta er alveg magnað lag. Alveg hreint magnað. Að vísu miklu flottara á tónleikum, en alveg magnað. Ég hef heyrt og lesið fólk segja að Harris gæti hinsvegar verið að styðja stríðið (Harris samdi það, ekki Bruce).

"God let us go now and finish what's to be done
Thy Kingdom come, thy shall be done… on Earth

Trying to justify to ourselves the reasons to go
Should we live and let live, forget or forgive?

But how can we let them go on this way?
The reign of terror corruption must end
And we know deep down there's no other way
No trust, no reasoning, no more to say


Það er hægt að túlka þetta þannig að það sé Guðs vilji að drepa sandnegrana (hehe, alltaf jafnfyndið orð) og það verði bara að klára þetta keis. Ég meina, hvenær réðst seinast nasisti á þig? Þegar WWII var vel á veg komið var í rauninni engin önnur leið en bara blóðugt stríð. Írakar réðust náttúrulega inní Kuwait og heimurinn réðst á Írak. Steve gæti, verið að ”Trying to justify to ourselves the reasons to go“ sem þjóðir, ekki hermenn.

EN!

Þetta er um hermann í Persaflóastríðinu. Það gæti þess vegna verið hvaða stríð sem er, en þessir desert sand mounds benda til þess að þetta sé Persaflóastríðið (sem og tíminn sem þetta kom út á). Orðin eru hugsanir hermanns. Hann liggur og reynir að sofna en getur það ekki. Hann efast um gildi verkefnisins, er hann að gera það rétta? Hann biður til Guðs en veit samt að það á eftir að gera lítið gagn, einhvern tímann á hann eftir að vakna og þurfa að fara út að drepa fólk. Þannig hann reynir að sannfæra sig, ljúga að sjálfum sér. Hann er jú hermaður, búinn að lofa að verja landið sit, drepa fyrir það, deyja fyrir það. Hann segir sjálfum sér að þetta sé ekki um skipanirnar sem hann fær, heldur bara það að hann eigi að fylgja þeim. Hann lýgur að sjálfum sér þessum frösum sem yfirmenn hans tyggja ofan í hann aftur og aftur, reynir að trúa þessu svo hann getið sofið vel. En hann getur það ekki. Hann er afraid to shoot strangers - hann vill ekki drepa þá. Afhverju ætti hann að drepa þá? Hann þekkir þá ekki einu sinni. Hann segir sjálfum sér að ”Deep down there's no other way".

Þetta lag er ekki bara um stríð. Það er líka um militarisma og jangoisma (fyrirgefið lélega íslensku) og hvað þeir segja fólkinu. Hvernig lygar og áróður geta rifið menn í sundur. Hvernig fólkið sogast inní vélarnar sem sýna sanna manninn og þegar þeir eru komnir inn er engin leið út. Og hvernig stundum, heilaþvottur feilar.

Magnað lag…


Fear is the Key (Dickinson, Gers)
Skemmtilegt lag. Ekki alveg eins og öll hin og ágætur boðskapur. Hægt að túlka hann á tvo vegu, fyrst og fremst náttúrulega hvernig öllum er alltaf alveg drullusama um allt og alltaf í rústi, einmitt þangað til að "somebody famous dies". En það vill líka svo til að Freddy Mercury var nýlátinn þegar þetta lag var samið. Hann lést úr AIDS kallinn og gætu þeir vel verið að tala bara um það.



Childhood's End (Harris)
Arthur C. Clarke samdi einu sinni bók með sama nafni. Það kemur þessu lagi hins vegar ekkert við. Það fjallar um allar þjáningarnar, sársaukan, óréttlætið og óttan í heiminum. Frábært lag alveg hreint, með þeim bestu á plötunni. Já, lítið hægt að segja um það meir.. Flott sóló…



Wastin Love (Dickinson, Gers)
Ástarlag no. 2. Hitt var The Evil that Men do af Seventh Son of a Seventh Son. Kom líka út smáskífa, þar var fullt af lögum af tónleikum, ásamt þessu að sjálfsögðu. En basically fjallar það um einhvern gaur sem á erfitt með að finna hina einu sönnu. Leiðinlegir þessir ástartextar, flott lag samt.



The Fugitive (Harris)
Hver man ekki eftir Harrison Ford myndinni The Fugitive. Well, það voru líka þættir um þetta sama. Persónulega fannst mér Leslie Nielsen myndi langbest. Þessi steypa fjallar öll um einhvern lækni sem er ranglega sakaður um að hafa drepið konuna sína og fer síðan að leita að morðingjanum bara sjálfur og það vantar á hann hendi og eitthvað… Þetta fjallar bara um það, ekkert hægt að segja meira, lesið bara textann. Hann er góður.



Chains of Misery (Dickinson, Murray)
Murray smellur eins og þeir gerast bestir! Frábær rokkari. Myndi tippa á að það fjallaði um trú og hvernig hún nær (oft) að stjórna fólki á samviskubitinu einu saman. Hvernig fólkið tekur öllu bókstaflega og trúir í rauninni öllu sem sagt er við það. Jæja, farinn að sofa, klára þetta á morgun.



The Apparition (Harris, Gers)
Jæja, góðan daginn. The Apparition er um einhversskonar draug, eða anda, sem er að gefa einhverjum svona tips um hvernig á að lifa lífinu.

Já, þetta er svona Dylan lag, textinn er aðalmálið. Þeir sem fýla Dylan eiga eftir að elska þetta lag. Fullt af góðum ráðum þarna og sem ágætis hippi (kommon, Jim Morrison var hippi) get ég alveg tekið undir það. En jújú, það eru þarna sóló þó þau séu ekkert ofur er alveg hægt að hlusta á þau. En textinn er aðal málið. Lesið og lærið.

Kannski að benda á það… “When the room goes cold”. Það er vísindalega sannað að draugahús eru kaldari en önnur hús. “Many people report physical changes in haunted places, especially a feeling of a presence accompanied by temperature drop and hearing unaccountable sounds. They are not imagining things. Most hauntings occur in old buildings, which tend to be drafty. Scientists who have investigated haunted places account for both the temperature changes and the sounds by finding sources of the drafts, such as empty spaces behind walls or currents set in motion by low frequency sound waves produced by such mundane objects as an extraction fan.” http://skepdic.com/ghosts.html


Judas be my Guide (Dickinson, Murray)
Persónulega, þá held að ég að Bruce sé bara að bögga kristna trú, ég held nebblinlega að hann trúi alls ekkert á Guð. Eða gerði ekki á þessum tíma, ég veit samt ekkert um það og vil ekkert vera að fullyrða um það. Takk fyrir matinn, mamma.

Annars þá pælir maður hvar Júdas kemur inní þetta allt saman. Í fyrsta lagi þá er hægt að túlka þetta sem skot á alla sem lifa fyrir sjálfan sig. Þeir sem svíkja vinina / systemið / sjálfan sig / fjölskylduna / peninga / hvað sem er. Eins og Júdas sveik Guð. Sbr, "I live in the black, I've no guiding light“ ”nothing is sacred, back then or now"

Hins vegar, þá var gaur. Nikos Kazantzakis, sem kom með þá kenningu að Júdas hafi bara verið uppreisnarsinni (helvítis kommi :P), einhver sem gat svikið fyrir eitthvað meira. Þar sem restin af lærisveinunum væru bara að elta Jesús. Væru ss ekki þarna fyrir sjálfan sig, heldur einhvern annan. Þess vegna gaf Jesús honum þessa skilgreiningu; sveik hann vísvitandi, svo að rödd Jesús myndi heyrast betur. Þannig að, veröld full af fólki sem hlustar ekki á rödd Guðs og uppreisn leidd af Júdasi er eina leiðin til að koma hlutunum í lag aftur. Þannig að JUDAS BE MY GUIDE

Að vísu var þessi setning, Judas be my Guide í Bruce lagi, Son of a Gun (af Tattoed Millionare). "Take me to Jesus, with Judas my guide" og gæti það alveg verið að þeir hafi bara fýlað þessa setningu og samið einhvern bull texta í kringu, hana. Maður veit aldrei.


Weekend Warrior (Harris, Gers)
Vá, var úti í sígó og garðurinn er gjörsamlega fullur af Thule flöskum.. Verð að fara að gera eitthvað í þessu.. Fara að reykja gras aftur eða eitthvað.. En allavegana, Weekend Warrior. Hverjir sáu Liverpool - Barcelona um daginn (eða eitthvað þannig) ofurdeild Evrópu eitthvað sjitt. Ég fýla nú ekki fótbolta en það gerir Steve Harris og hann samdi textan þannig að… Já, þetta fjallar um fótboltabullur. Held að hann sé meira að segja að þeir séu bara vitleysingar, "Feel the tension maybe someone will die…“. Kannski aðeins of miklir vitleysingar ”after all it's only a game… isn't it?". Já, hvað ætlaru að gera á mánudaginn (þegar leikurinn er búinn) ?


Fear of the Dark (Harris)
Fyrir tæplega 7 árum hringdi ég í Skífuna og pantaði Best of the Beast (pantaði tvöfalda en fékk einfaldan >:[ ) eiginlega bara vegna þess að pabbi átti nokkrar plötur uppí skáp og ég var kominn með leið á þessu njúmetal drasli. Og viti menn, þetta lag alveg bara vvvvvááááááá! Ef menn ætla að byrja að hlusta á Maiden þá bara þetta lag upprhrópunarmerki!! Miklu betra á Rock in Rio að mínu mati en þrátt fyrir það, alveg frábært á disknum. Fjallar um myrkfælni, svona basically, en má líka túlka það fyrir hræðslu við það óþekkta. Já, that's about it.



Góð plata. Engan veginn besta plata Maiden, en góð engu að síður, mæli ekki með henni fyrir byrjendur frekar Number of the Beast, Piece of Mind, Seventh Son og þannig skít. Bara stela Fear of the Dark laginu og þetta reddast allt saman. Fær 7.3 hjá mér.

Takk fyrir mig.
indoubitably