Slayer
Slayer var stofnuð af Kerry King (gítar) árið 1982 í Los Angeles.
Í byrjuninni leitaði Kerry af góðum tónlistarmönnum, áður en hann stofnaði Slayer hafði hann verið í hljómsveit með Tom Araya (Bassi/Söngur) , Kerry mundi eftir honum og spurtði hann hvort hann vildi vera með Tom Sagði já.
Svo leituðu þeir af öðrum gítarleikara, Kerry hafði heyrt í Jeff Hanneman (gítar) æfa sig í bygginguni þar sem Jeff bjó. Jeff hafði mikinn áhuga á pönk tónlist á þessum tíma svo hann
kom í Slayer . Svo eina persónan sem þeim vantaði var góður trommari , þeir fundu einn að nafni Dave Lombardo.
Slayer héldu sína fyrstu sýningu árið 1982 í háskólanum sem þeir voru í og þeir spiluðu cover af Iron Maiden , Judas Priest og nokkrum pönkböndum.
27.ágúst 1983 spilaði Slayer á klúbb sem hét Woodstock þar sem plötuframleiðandinn
Brian Slagel eigandi Metal Blade records honum líkaði Slayer svo vel að hann bauð þeim að spila á plötu að nafni Metal Massacre 3. Slayer samþykkti en bara ef Brian Slagel myndi hjálpa þeim að framleiða nýja plötu .
Seint árið 1983 komu Slayer í stúdíóið til að taka upp sína fyrstu plötu sem hét
Show No Mercy. Platan er enn í dag vera sögð Thrash metal meistarverk. Platan hafði mikið af öskrum og gítarsólóum og fullt af illri orku platan kom í Desember árið 1983 í Ameríku en snemma 1984 í evrópu.
1985 tóku Slayer upp Hell Awaits sem var líka framleidd af Brian Slagel og Metal Blade Records. Platan seldist í meira en 100.000 eintökum á mjög stuttum tíma. Á þessum tíma höfðu stór plötufyrirtæki sýnt áhuga fyrir Slayer . Hell Awaits sýnir líka að Slayer menn höfðu þroskast mikið og gátu spilað róleg lög eins og At Dawn They Sleep. Platan sjálf er miklu dimmari og illari en Show No Mercy.
Árið 1985 kom Slayer til evrópu í fyrsta skipti , þeir spiluðu á nokkrum klúbbum og líka á tónlistarhátiíðinni 1985 Dynamo Festival í Eindhoven,Hollandi.
Útaf vinsældum Hell Awaits hafði Rick Rubin frá Def Jam records haft samband við þá,
Rick framleiddi plötur hjá hljómsveitum eins og Public Enemy, Run DMC og Beastie Boys.
Svo þegar Slayer byrjuðu hjá Def Jam var það fyrsta metal band sem Rick Rubin hafði haft ,
Sumir héldu að Rick gæti ekki framleitt plötu hjá metal bandi en……..
Árið 1986 gáfu Slayer út Reign In Blood sem er talin vera besta Thrash/Speed metal plata sem hefur sést. Hröð og ill lög eins og Angel of Death og Raining Blood eru ennþá bestu Speed Metal lögin sem er hægt að hlusta á í dag.
þetta var partur 1 veit ekki hvað það verða margir svo skrifa ég part 2 einhvern tímann seinna