Búið er að staðfesta að Akureyrska hljómsveitin nevolution hiti upp fyrir stórhljómsveitina Iron Maiden nú í sumar
Hér kemur smá biography um hljómsveina (þýtt beint af síðu þeirra)
nevolution var stofnuð úr af fyrrverandi meðlimum hljómsveitarinnar Anubis, Gunnars Sigurðar Valdimarssonar (Gítar), Heimi Ólafi Hjartarsyni (Bassi og Söngur) og Ágúst Erni Pálssyni (Trommum) og auk þeirra var Jakob Jónsson á gítar.
Eftir nokkrar vikur tók Ágúst erviða ákvörðun, og hætti í hljómsveitinni vegna alvarlegra geðrænna vandamála. Af honum tók við Heiðar Brynjarsson (Delta 9) að tromma.
Með Heiðar í hljómsveitinni og Davíð Hólm Júlíusson við hlið þeirra fóru þeir að taka upp fjögur lög fyrir Kynnigarplötu sína í Janúar 2004.
í Maí 2004 kom Ágúst svo aftur á gítar og þeir tóku upp, með aðstoð Baldurs Zophiníassonar myndband við lagið Nothology.
Í Júní 2004 kláruðu þeir að taka upp, hljóðblanda og pakka kynningardisk sínum sem fékk nafnið “The Jumpstop Theory” og inniheldur 5 frábær lög.
öll lögin af The Jumpstop Theory og Nothology myndbandið má nálgast á heimasíðu sveitarinnar, www.thenevolution.com
Ég hef farið á 5-6 tónleika með sveitinni (þess má til gamans geta að þeir spiluðu fyrir Ólaf Ragnar Grímsson í opinberri heimsókn hans til Akureyrar) og hafa það allt verið frábærir tónleikar þar sem mikilli flösu var fleygt.
Á meðfylgjandi mynd, tekinni á tónleikum í brekkuskóla 22. Apríl sjást Gunni (Lead-Guitar), Heimir (Bassi) og aðeins sést glytta í Heiðar (trommara)
Sjálfur er ég meira spenntur fyrir að sjá nevolution í höllinni en Iron Maiden (þarf að fara að redda mér miða :P) og munu þeir án efa standa sig frábærlega í að hita upp mannfjöldann
Bassadót: FBass BN5 & MusicMan Bongo5 -> Line6 Relay G50 -> Ampeg PF500 -> Ampeg PF210HF