Það er ekki ofsögum sagt að það sé mikill hvalreki fyrir Íslendinga að þessi bandaríska hljómsveit sé á leiðinni til landsins. Alabama Thunderpussy er af mörgum talin ein af fremstu stoner-rokk hljómsveitum veraldar, enda eru þeir á mála hjá hinni virtu Relapse útgáfu bandarísku, heimili hljómsveita eins og Mastodon, Neurosis og Dillenger Escape Plan. Með fimm breiðskífur undir farteskinu, þar af hina nýju Fulton Hill, mun þessi sveit sýna Íslendingum hvernig menn spila stoner.

Tóndæmi:
Af Fulton Hill:
Wage Slave - http://www.atprva.com/mp3s/Wage_Slave.mp3

Myndband:
Motor Ready - mms://66.235.201.198/relapsemedia/video/ATP_motor%20ready.wmv

Sveitin spilar hérna á tvennum tónleikum á Grand Rokk, þriðjudaginn 26. og miðvikudaginn 27. apríl og munu stoner-stolt okkar Íslendinga, hinir mögnuðu Brain Police, hita upp. Húsið opnar 21:00 bæði kvöldin og tónleikarnir hefjast kl 22:00

Miðasala
Miðasalan á þessa tónleika er hafin á Grand Rokk, en aðeins 150 miðar verða í boði hvort kvöldið. Miðaverð í forsölu er 1200kr, annars 1500kr við hurðina.
Resting Mind concerts