Síðustu ellefu ár hafa Immortal, frá Norska bænum Bergen stofnsett sig sem ein a af mikilvægustu black metal hljómsveitum í heimi.
Saga Immortal hófst árið 1991. Abbath og Demonaz ákvöddu að stofna hljómsveit saman og spila black metal. Bathory hafði mikil áhrif á þá tónlistarlega, eins og þú getur heyrt á fyrsta demoinu þeirra og fyrstu plötuni “Diabolical Fullmoon Mysticism”
Immortal var aðalega Abbath (Söngur og Bassi) og Demonaz (Gítar) fyrstu árin. Þeir skiptu oft um trommara og spilaði Abbath sjálfur á trommur á “Pure holocaust” og “Battles in the north”
Þeir urðu vinsælli og vinsælli en þá þurftu Demonaz að hætta vegna vandamála með taugar í höndunum. Hann gat ekki spilað lengur á gítar. Fyrst hjálpaði Ares úr norskri hljómsveit sem heitir Aeternus á bassa á meðan Abbath skipti yfir á gítar en seinna varð þetta line-up: Abbath (Gítar, Söngur), Horgh (Trommur) og Iscariah (Bassi). Demonaz skrifaði samt alla textana ennþá og var umboðsmaður þeirra.
Með þessu line-up gáfu þeir út tvær frábærar plötur: “At the heart of winter” og “Damned in black”. Báðar plötur fengu frábæra dóma um allann heim, og damned in black seldist í meira en 100.000 eintökum, sem er frábær tala fyrir hljómsveit eins og Immortal.
Damned in black var síðasta plata þeirra hjá Osmose Productions og þeir fóru yfir til Nuclear blast records september 2001. Þeir gáfu út eina plötu hjá þeim áður en þeir hættu. “Sons of northern darkness”