Fyrir þennan tíma var ég alls ekki hrifinn af extreme tónlist, en var farinn að fíla svolítið gothic/doom metal, í formi Within Temptation og slíks (Beauty and the Beast Metal) en til að gera langa sögu stutta, þá stórbreytti þessi hljómsveit viðhorfi mínu til Black Metal. Aldrei hefði mér dottið í hug að það væri hægt að gera eins fallega, tilfinningaríka og melódíska black metal tónlist eins og þessi hljómsveit spilaði. Það voru þarna nokkrar aðrar hljómsveitir sem spiluðu metal af svipaðri þyngd, en ég gat bara ekki hlustað á þær.
Oceans of Sadness breytti viðhorfi mínu til Black Metal á mjög svo áhrifaríkan hátt. Þetta var allt svo theatrical hjá þeim. Söngvarinn var með tvo kertastjaka sitt hvorum megin við sig með logandi kertum og hann söng af svo mikilli innlifun að það hálfa væri nóg (og ég geri greinarmun á því að syngja með innlifun og það að syngja kröftulega. Það að syngja með innlifun, þá syngirðu með öllum líkamanum, breytir andlitsfallinu eftir innihaldi textans og svoleiðis auk þess að breyta röddinni í samræmi við innihaldið.)
Núna svo um síðustu helgi tókst mér loksins að nálgast eintak af disknum þeirra, For We Are, þegar ég var í París (einn af þeim fjölmörgum diskum sem ég keypti) og hef ég verið að hlusta á hann nokkuð stíft síðan. Þetta er alveg afbragðs diskur og á örugglega eftir að verða enn betri með meiri hlustun…
Tónlistinni er ekki argasta black metal, heldur lánar svolítið frá Gothenburg stefnunni og söngurinn, þegar hann er ekki týpiskur black metal söngur, minnir svolítið á Type O Negative. Hljómsveitin leggur einnig mikla áherslu á að skapa melódíur og blanda þeim saman við keyrsluna hjá sér, sem er að mínu mati það sem gerir sveitina svona sérstaka fyrir mér - sveitin er óhrædd að skipta út keyrslunni fyrir flottar melódíur þegar það á við. Engar áhyggjur, það er nóg af keyrslu hérna fyrir örgustu black metal aðdáendurna…
Eftirfarandi eru tvö lög af disknum:
http://www.islandia.is/shogun/hljod/Oceans_of_Sadness-The_Apocalypse.mp3 og
http://www.islandia.is/shogun/hljod/Oceans_of_Sadness-How.mp3
Kíkið á þetta!
Þorsteinn
Resting Mind concerts