Þetta er Dauðarokkshljómsveit frá Svíþjóð. Þeir hafa nú gefið um 2 breiðskífur og 1 EP. Breeding Death, Resurrection Through Carnage og nú á síðasta ári Nightmares Made Flesh. Breyting varð á nýja disknum þar sem nýr söngvari kom í staðinn fyrir Mikael Åkerfeldt sem margir ættu að þekkja úr Opeth.
Í hans stað kom Peter Tägtgren sem er t.d í Hypocrisy. Nýji diskurinn þeirra er mjög góður og mæli ég eindregið með honum, en mér fannst samt Resurrection Through Carnage aðeins betri því mér líkar söngur Mikael betur en Peters.
Síðan eru líka í Bloodbath aðrir þekktir tónlistarmenn úr metal sveitum. Martin Axenrot(t.d Nifelheim) á trommur, Anders ,,Blakkheim" Nyström(t.d Katatonia) á gítar, Jonas Renske(Katatonia,October Tide) á Bassa og Dan Swanö(t.d Katatonia auk annara óteljandi banda) á gítar og trommur.
Nýji diskurinn hefur verið að fá mjög góða dóma, dæmi um það eru:
Metal Hammer (D): 6 of 7 Points
Rock Hard (D): 8,5 of 10 points
Ultimate Metal (UK): 8,5 of 10 points
Bara eini hængurinn hér á að það er ekki hægt að kaupa diskinn hér á landi, held ég, hef ekki tekið eftir því. Ég lét bara kaupa hann fyrir mig. Nema bara af einhverri netverslun.
kv.
Deathrock
————–