Fyrir þá sem ekki vita, þá er Fates Warning alveg aldagömul hljómsveit, gaf út sína fyrstu plötu 1984 (Night on Bröcken) og var líklegast ein allra fyrsta sveitin sem orðið Progressive Metal var notað yfir. Þessi sveit ruddi þar með brautina fyrir bönd eins og Queensryche og svo síðar Dream Theater. Ný tónlistarstefna varð til. þess má geta að einmitt þessar þrjár hljómsveitir túruðu um gervöll Bandaríkin í fyrra við góðan orðstír.

En hvað um það, Fates Warning hafa verið iðnir við kolann og gefið út fjöldan allan af plötum síðan og eru í guðatölu meðal progressive metal aðdáenda um allan heim. Nýja platan með þeim heitir FWX og kom út á síðasta ári.

Eftirfaldir hljóðfæraleikarar eru á þessari plötu:

Ray Alder - Vocals
Jim Matheos - Guitars, keys, programming
Joey Vera - Bass
Mark Zonder - Drums

Tékkið á þessari plötu folks, því góðar líkur eru á því að þessir kappar séu á leið til landsins í framtíðinni….

Lagabútur:

Simple Human - http://www.metalblade.com/bands/fates_warning/fates_warning-fwx-simhum.mp3
Resting Mind concerts