Lineup:
Bruce Dickinson (söngur)
Dave Murray (gítar)
Janick Gers (gítar)
Steve Harris (bassi)
Nicko McBrain (trommur)
Jæja, þá tek ég upp kústinn þar sem ég lagði hann niður og tek fyrir plötuna No Prayer for the Dying. Það fyrsta sem mér dettur í hug að nefna er það að nú er Mr. Smith farinn. Hann hafði misst áhugann hægt og hægt og honum fannst það einfaldlega ósanngjarnt gagnvart hinum meðlimum að gefa ekki 100% af sér. Honum langaði líka að halda áfram með sóló projectið sitt, Adrian Smith And Project (ASAP). En í staðinn kom ekki verri gítarspilari, herra Janick Gers. Janick hafði þá spilað með Bruce Dickinson og hljómsveitinni Gillan, með Ian Gillan, söngvara Deep Purple og Black Sabbath.
Mörgum Maidenistum þykir þessi plata eiginlega bara leiðinleg. Ég get svo sem skilið það, með nokkrum undantekningum eru lagasmíðarnar veikari og textarnir grynnri. Bruce virðist líka vera experimenta eitthvað með röddina, hún er örlítið grófari en á fyrri plötunum. Það er alls ekki ljótt, flestir (þar á meðal ég) myndu samt frekar kjósa hreinu og kraftmiklu röddina. Platan var líka tekin upp stafrænt (digital) og hljómar hún mjög vel.
Þetta er alls ekki slæm plata. Hún er ef til vill skref niður á við frá gullárunum, en hún inniheld nokkra frábæra smelli á við No Prayer for the Dying, Holy Smoke og Fates Warning. Ég myndi samt mæla með eldri plötum fyrir nýja aðdáendur.
Tailgunner (Harris, Dickinson)
Stríðslög á stríðslög ofan og er Tailgunner eitt þeirra. Það kemur hérna eins og hrapandi flugvél úr Fyrri Heimstyrjöldinni… Nei annars, þetta var hræðileg myndlíking, gleymdu þessu :/ Textinn er svipaður og textinn í Aces High, en kemur þó með lúmska anti-stríðs kaldhæðni (The weather forecasts good for War. Cologne and Frankfurt? Have some more!). Dickinson vill þá meina að háloftastríð sé ekki lengur man-on-man, heldur machine-on-machine. Í gamla daga voru menn á byssum í flugvélinni, núna eru það tölvur og kjarnorkusprengjur.
Sumir vilja halda því fram að þetta lag fjalli ekki um flugvélaeitthvað*, heldur sé bara eitthvað hommalag. Það er rangt. Titillinn kemur frá klámmynd um rassamök, en svo þegar Bruce settist niður og ætlaði að skrifa texta áttaði hann sig á því að það getur enginn skrifað texta um rassamök. Allavegana ekki hann.
Eins og fleiri Maiden lög er smá galli við þetta lag. Það er þessi happy happy go go hljómur í því sem passar ekki við textan. Ef maður hlustar oftar á lagið byrjar maður að elska það meira og meira, en að kalla það frábært væri aðeins of… En það er samt gott.
*Þeir segja flugvéla eitthvað því þeir hafa líklegast ekki lesið textann.
Holy Smoke (Harris, Dickinson)
Þetta kyngimagnaða lag fjallar um alla þessa sjónvarpspredikara sem biðja fólk um pening. Lagið stimplast þó aðalega að Jimmy Swaggart. Hann var einfaldlega frægasti og stærsti sjónvarpspredikarinn í Bandaríkjunum á 9. áratugnum og var að fá eitthvað í kringum 150 milljónir dala á ári. Hann var meðal annars einn þeirra sem hötuðu rokk & ról og skipulagði nokkrar plötubrennur. Hann brann þó niður sjálfur þegar hann var tekinn með hóru! Hann fór fram og til baka, sjónvarpsstöð eftir sjónvarpsstöð að biðja Guð afsökunar hvað eftir annað. Sjónvarpstöðin hans fór í rúst og var búin að tapa 80% af áhorfendunum eftir 3 ár. Mellan komst hins vegar í Penthouse, og sjá. Einstaklega fyndinn atburður.
Swaggart skrifaði bók, eftir að hann hafði klúðrað öllu, sem hét því frábæra nafni Music: The New Pornography. Hann lét síðan mynd af Steve Harris fylgja á coverinu. Samkvæmt Bruce átti einhver aðdáandi að hafa sent þeim það og gæti ég vel trúað því að það hafi verið íkveikjan af þessu lagi. En það kom líka út smáskífa.
Á smáskífunni, sem var fyrsta smáskífan eftir The First Ten Years Box Settið, innihélt ekki mikið meira en lagið og tvö cover lög, All in you Mind, frá hljómsveitinni Stray og Kill Me Ce Soir frá Golden Earring. Þetta er alveg ágætis smáskífa að mínu mati.
No Prayer for the Dying (Harris)
Textinn í þessu lagi fjallar, eins og nokkuð oft áður, um tilgang lífsins. En reynir þó ekki að svara þeirri spurningu. Í staðinn kemur ókarakterískt ákall til Guðs um að svara þessum spurningum. Þó að textinn sé ekkert til að hrópa húrra fyrir, þá er laglínan það. Einhver sú frábærasta laglína sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Margir og langir instrúmental kaflar og ekki verið að tíma í einhverja helvítis söngvara.
Public Enema Number One (Murray, Dickinson)
Murray smellur sem stendur fyrir sínu. Pólítískur texti sem fjallar um einhvern gaur sem fer úr borginni í flotta bílnum sínum, því hann á efni á því. Hann skilur bara alla hina eftir í menguninni og brjálæðinu. Stjórnmálamennirnir halda áfram að ljúga að fólki til að bjarga sjálfum sér og tala tungum í fjölmiðlum. Þetta fjallar í rauninni um hyppókrisma. California dreaming as the earth dies screaming! Fólkið heldur áfram að tala og tala og gerir síðan ekki neitt.
Núna eru 15 ár síðan þetta lag var samið og er í rauninni sorglegt að sjá hversu lítið hefur breyst. Svo sorglegt að ég ætla að enda greinina hér. Nei plat. Frábært gítarsóló í þessu lagi, en eins og svo oft áður er það alltof stutt.
Fates Warning (Murray, Harris)
2 Murray lög í röð, það gerist varla betra. Flott instrúmental section og sóló, textinn er líka ágætur. Hann fjallar um það að lífið hangi ávallt á bláþræði og það sé ekkert sem hægt sé að gera í því. Svo kemur spurningin upp hvort það sé gott að gera eitthvað í því? Spurt er líka hvort það sé Guð sem taki okkur þegar við deyjum, eða hvort það sé Djöfullinn. Í viðlaginu segir einnig að það sé samt alveg pottþétt að það sé ekki einhver einn power sem ræður. Það er ekki bara Guð, ekki bara Gandhi, ekki bara Allah eða whatever. Það er eitthvað meira. Í rauninni er hægt að túlka þetta lag sem einhverja rödd sem segir manni að vera ekki hrædd(ur) við dauðann. Hann kemur einhvern tímann og þá verður gott að þurfa ekki að vera staddur hérna þegar jörðin springur. EN við vitum það ekki.
The Assassin (Harris)
Þetta tiltekna lag býr til svona James Bond stemningu og passar mjög vel við textann. Textinn segir einfaldlega frá leigumorðingja sem er ógeðslega kúl. Þetta er svona gæji í sparifötum sem kemur aftan að fólki með fiber-wire og kyrkir fólk til dauða. Já, eins og í Hitman tölvuleikjunum. Æðisleg sóló í þessu lagi, þó að Janick sé reyndar á allt öðrum nótum en Dave, en það er samt flott! Eini gallinn, reyndar svolítið stór galli, er að lagið nær aldrei þessum toppi, sem er nánast nauðsynlegur í öllum sögusögnum, hvort sem menn tala um bíómyndir, bækur eða tónlist.
Run Silent Run Deep (Harris, Dickinson)
Byggt á skáldsögu eftir Edward L. Beach og síðar meir mynd með Clark Gable (újé) og Burt Lancaster. Lagið er um kafbátahernað í Seinni Heimstyrjöldinni í Kyrrahafinu. Þetta er alveg frábært lag sem gefur vel til kynna stemninguna í kafbátum. Bruce samdi textan reyndar fyrir Somewhere in Time albúmið, en lagið komst ekki inná plötuna. Svo þegar Steve kom með þetta sýndi Bruce honum þennan texta og það kom út alveg hrottalega vel. En það er kannski ekki hægt að segja mikið um þetta, bara allir að lesa textann, hann er frábær. Sýnir hvernig þetta var, það var annað hvort að deyja eða drepast.
Hooks in You (Dickinson, Smith)
"'Hooks In You' is a slightly tongue-in-cheek thing. Me and Paddy went to look at a house to buy and it was lived in by three gay guys. We looked around and it had all these beams, and one of the guys was obviously into S&M and leather and stuff, and in one room there were these enormous industrial hooks screwed into the beams. My mind boggled at what they could be used for. I went home and wrote ‘Hooks In You’ with the line ‘All the hooks in the ceiling, that well hung feeling’. I couldn't write it about gay guys, but what if you went round to the house of Mr. and Mrs. Average you found all these hooks in the ceiling? What do THEY get up to? (Did Bruce buy the house?) No we didn't! At the end of the song the guy thinks his wife has been unfaithful and sets her in concrete in the foundations."
– Bruce Dickinson
Sumir vilja halda því fram að það sé áframhaldandi saga af Charlotte sögunni. Ég efast samt um það…
Bring Your Daughter… To the Slaughter (Dickinson)
Þegar ég keypti fyrstu Maiden plötuna mína, Best of the Beast, hlustaði ég á þetta og mikið hrottalega fannst mér það ljótt. Og nú árum síðar gjörsamlega elska ég það. Upphaflega var þetta lag samið fyrir myndina Nightmare on Elm Street 5 og spilaði Janick á gítarinn þar. Hann samdi það heima hjá vini sínum á gamlan kassagítar þegar vinur hans skrapp á klósettið. Iron Maiden FAQið heldur því fram að það sé byggt á ljóðinu To His Coy Mistress eftir Andrew Marvell, en einhvern vegin finnst mér það ólíklegt. Ljóðið er ástarljóð, þar sem skáldið reynir að fá konuna (sína?) til að hætta að vera feimna. Í laginu tekur Bruce fyrir Nightmare on Elm Street myndirnar og það sem þær eru í raun og veru um. Þegar stelpur byrja á túr, blæðir þeim bara allt í einu, og það gerist oftast nær að nóttu til í þokkabót og hver helduru að sofni eftir það? Þá myndast nokkurs konar ótti og Nightmare on Elm Street targetar þann ótta. Raunverulega slátrunin í myndunum er þegar hún missir meydómin, hálf ógeðsleg hugsun bakvið þetta allt saman, en það er þetta sem gerir myndir skelfilegar. Slátrunin sem minnst er á í laginu er síðan myndlíking. Ljóðið má finna hérna. Það getur vel verið að þetta virki ekki, þá bleimið þið bara JReykdal.
Mother Russia (Harris)
Æji… Þetta ógéð. Mother Russia er tribjút til Rússlands og Rússneska fólksins, inspírað af falli Sovéska kommúnismans. Þrátt fyrir það fýla Rússar það ekkert svakalega, enda fær maður tilfinninguna að það sé einhvern veginn á móti kommúnisma. Ekki yrði ég ánægður ef einhver Bretadjöfull myndi nú allt í einu fara að syngja um illa skipulagða víkinga, þó að menning þeirra hafi kannski ekkert verið uppá marga fiska. En lagið sjálft er ótrúlega flott, ef einhver efaðist um að gítar syntharnir væru ennþá til staðar ætti hann að kíkja á þetta lag.
Hmm… Þó svo að gullárin séu greinilega búin er þetta langt því frá að vera léleg plata. Ég ætla að minna ykkur á að 10 þýðir fullkomin plata, í alla staði, allstaðar og gefa henni 6.3
Takk fyrir mig.
indoubitably